Bindur vonir við Vor til vinstri Agnar Már Másson skrifar 20. desember 2025 19:29 Svandís Svavarsdóttir, fyrrverandi ráðherra, hefur tilkynnt að hún ætli ekki að sækjast eftir endurkjöri sem formaður Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm Fráfarandi formaður Vinstri grænna vonar að vinstri flokkum í Reykjavík takist að stilla saman strengi undir framboðinu Vor til vinstri. Sjálf er hún að yfirgefa hið pólitíska svið eftir tuttugu ár í stjórnmálum. Undanfarið hefur hún verið að skrifa og hugsar sér jafnvel að gefa út bók enda þurfi að halda ýmsu til haga, eins og hún orðar það. Þau tíðindi urðu á föstudag síðustu viku að Svandís Svavarsdóttir tilkynnti að hún sæktist ekki eftir endurkjöri sem formaður Vinstri grænna á komandi landsfundi flokksins í mars en hún tók við formennsku fyrir rúmu ári, um október 2024. „Eftir að hafa vegið og metið stöðuna og átt samtöl við mitt nánasta fólk, ættingja og fjölskyldu, þá var þetta mín persónulega niðurstaða,“ segir formaðurinn fráfarandi og ráðherrann fyrrverandi í samtali við Vísi. „Í þessu tilfelli snýst þetta fyrst og fremst um mitt persónulega mat. Ég er hérna, 61 árs gömul kona sem er búin að vera í pólitík allan sólarhringinn í 20 ár,“ segir Svandís en hún hefur setið í borgarstjórn auk þess að vera ráðherra, í ríkisstjórn og í stjórnarandstöðu. Hún segir komið að kaflaskilum í sínu lífi, og einnig í flokknum, sem galt afhroð í síðustu kosningum. Hún telur tíma kominn á kynslóðaskipti og endurnýjun í Vinstri grænum. Hún sé þó ekki að yfirgefa flokkinn og muni áfram vera félagi í VG í Reykjavík og hjálpa til. Vonar að Vor til vinstri virki Þrátt fyrir slæmt fylgi og þann mikla ósigur sem flokkurinn beið telur hún VG enn eiga erindi. „Við þurfum að hafa vinstri flokk og umhverfissinnaflokk sem er vinstra megin við sósíaldemókratana, sama í hvaða landi það er,“ segir hún. „Við sjáum það í skoðanakönnunum þegar við leggjum saman það fylgi sem fer til þeirra flokka sem eru vinstra megin við Samfylkinguna, að þetta eru fleiri þúsundir kjósenda sem ekki núna hafa rödd á þingi.“ Svandís segir því að ef samhljómur skapist um sameiginlegt framboð á vinstri vængnum eigi að freista þess, svo sem framboðið Vor til vinstri sem Sanna Magadalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, reynir nú að koma á laggirnar. „Ég veit að það hafa verið í gangi samtöl á vinstri vængnum og þau hafa verið í gangi allt frá því í vor eða í sumar,“ segir Svandís. „Það væri náttúrulega óskandi að að það tækist að stilla saman strengi með þessum þessum öflum til þess að kjósendur fái raunverulegan valkost og geti valið framboðsslita sem er vinstra megin við kratana.“ Takist ekki að sameina vinstriframboðin, bjóði VG fram undir eigin nafni. Alltaf bók á leiðinni Flokkurinn náði ekki manni inn á þing né náði hann að uppfylla 2,5 prósenta múrinn til að hljóta ríkisstyrk sem stjórnmálaafl. Flokkurinn hefur þurft að segja upp starfstarfsfólki og hefur Svandís sinnt daglegum rekstri flokksins síðan þá og mun halda því áfram fram að landsfundi. „Ég sit nú á skrifstofu VG í svona einhverja daga í viku og er búin að gera það frá síðustu kosningum. Einhver þarf að skrifa föstudagspósta og halda utan um styrktarmannakerfið og reka batteríið,“ segir hún. „En svo eru auðvitað spennandi möguleikar fyrir mig, margir, hvort sem það er í það sem þá tengist því, hérna, áhugamálum, námi, fjölskyldu eða hvað. Og það bara leiðir tíminn í ljós hvað verður með þá.“ Það er engin bók á leiðinni? „Það er alltaf bók á leiðinni. Þú veist hvernig Íslendingar eru. Þeir eru alltaf með bók á leiðinni,“ svarar hún og hlær við. „Að minnsta kosti eru flestir karlar sem hætta í pólitík alltaf að gefa út bækur.“ En öllu gríni slepptu viðurkennir Svandís að hún hafi verið að skrifa að undanförnu. „Ég er verið að skrifa svolítið, já,“ segir hún, „og svona halda til haga ýmsu sem hefur á dagana drifið. Þetta eru að mörgu leyti magnaðir tímar, hvort sem það er ríkisstjórnin eftir hrun, borgarstjórn Reykjavíkur á árunum sex til níu eða hvort það er stjórnarandstaða við Sigmund Davíð á Wintris-tímanum eða Bjarna í Panama-skjölunum. Hvort það var Covid-tíminn eða, eða hvað það var,“ bætir hún við en hún var heilbrigðisráðherra þegar kórónuveirufaraldurinn skall á. „Það er aldrei að vita nema maður hérna haldi því til haga ef að einhver skyldi hafa gaman af því, eða kannski gagn frekar.“ Flokkurinn hafi lifað af flóknari tíma Spurð hvort hún telji sig skilja flokkinn eftir í panikkástandi, verandi að yfirgefa flokkinn á slíkum óvissutímum fyrir VG, svarar Svandís neitandi. „Ef flokkurinn færi í panikástand út af þessu, þá væri hann svo löngu farinn í panikástand. Við erum nú búin að ganga í gegnum flóknari hluti en þetta,“ segir hún. „Það er enginn svo merkilegur að hugsjónirnar eða sjónarmiðin rísi og hnígi eftir því hvort viðkomandi er á sviðinu eða ekki.“ Vinstri græn Vor til vinstri Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Sjá meira
Þau tíðindi urðu á föstudag síðustu viku að Svandís Svavarsdóttir tilkynnti að hún sæktist ekki eftir endurkjöri sem formaður Vinstri grænna á komandi landsfundi flokksins í mars en hún tók við formennsku fyrir rúmu ári, um október 2024. „Eftir að hafa vegið og metið stöðuna og átt samtöl við mitt nánasta fólk, ættingja og fjölskyldu, þá var þetta mín persónulega niðurstaða,“ segir formaðurinn fráfarandi og ráðherrann fyrrverandi í samtali við Vísi. „Í þessu tilfelli snýst þetta fyrst og fremst um mitt persónulega mat. Ég er hérna, 61 árs gömul kona sem er búin að vera í pólitík allan sólarhringinn í 20 ár,“ segir Svandís en hún hefur setið í borgarstjórn auk þess að vera ráðherra, í ríkisstjórn og í stjórnarandstöðu. Hún segir komið að kaflaskilum í sínu lífi, og einnig í flokknum, sem galt afhroð í síðustu kosningum. Hún telur tíma kominn á kynslóðaskipti og endurnýjun í Vinstri grænum. Hún sé þó ekki að yfirgefa flokkinn og muni áfram vera félagi í VG í Reykjavík og hjálpa til. Vonar að Vor til vinstri virki Þrátt fyrir slæmt fylgi og þann mikla ósigur sem flokkurinn beið telur hún VG enn eiga erindi. „Við þurfum að hafa vinstri flokk og umhverfissinnaflokk sem er vinstra megin við sósíaldemókratana, sama í hvaða landi það er,“ segir hún. „Við sjáum það í skoðanakönnunum þegar við leggjum saman það fylgi sem fer til þeirra flokka sem eru vinstra megin við Samfylkinguna, að þetta eru fleiri þúsundir kjósenda sem ekki núna hafa rödd á þingi.“ Svandís segir því að ef samhljómur skapist um sameiginlegt framboð á vinstri vængnum eigi að freista þess, svo sem framboðið Vor til vinstri sem Sanna Magadalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, reynir nú að koma á laggirnar. „Ég veit að það hafa verið í gangi samtöl á vinstri vængnum og þau hafa verið í gangi allt frá því í vor eða í sumar,“ segir Svandís. „Það væri náttúrulega óskandi að að það tækist að stilla saman strengi með þessum þessum öflum til þess að kjósendur fái raunverulegan valkost og geti valið framboðsslita sem er vinstra megin við kratana.“ Takist ekki að sameina vinstriframboðin, bjóði VG fram undir eigin nafni. Alltaf bók á leiðinni Flokkurinn náði ekki manni inn á þing né náði hann að uppfylla 2,5 prósenta múrinn til að hljóta ríkisstyrk sem stjórnmálaafl. Flokkurinn hefur þurft að segja upp starfstarfsfólki og hefur Svandís sinnt daglegum rekstri flokksins síðan þá og mun halda því áfram fram að landsfundi. „Ég sit nú á skrifstofu VG í svona einhverja daga í viku og er búin að gera það frá síðustu kosningum. Einhver þarf að skrifa föstudagspósta og halda utan um styrktarmannakerfið og reka batteríið,“ segir hún. „En svo eru auðvitað spennandi möguleikar fyrir mig, margir, hvort sem það er í það sem þá tengist því, hérna, áhugamálum, námi, fjölskyldu eða hvað. Og það bara leiðir tíminn í ljós hvað verður með þá.“ Það er engin bók á leiðinni? „Það er alltaf bók á leiðinni. Þú veist hvernig Íslendingar eru. Þeir eru alltaf með bók á leiðinni,“ svarar hún og hlær við. „Að minnsta kosti eru flestir karlar sem hætta í pólitík alltaf að gefa út bækur.“ En öllu gríni slepptu viðurkennir Svandís að hún hafi verið að skrifa að undanförnu. „Ég er verið að skrifa svolítið, já,“ segir hún, „og svona halda til haga ýmsu sem hefur á dagana drifið. Þetta eru að mörgu leyti magnaðir tímar, hvort sem það er ríkisstjórnin eftir hrun, borgarstjórn Reykjavíkur á árunum sex til níu eða hvort það er stjórnarandstaða við Sigmund Davíð á Wintris-tímanum eða Bjarna í Panama-skjölunum. Hvort það var Covid-tíminn eða, eða hvað það var,“ bætir hún við en hún var heilbrigðisráðherra þegar kórónuveirufaraldurinn skall á. „Það er aldrei að vita nema maður hérna haldi því til haga ef að einhver skyldi hafa gaman af því, eða kannski gagn frekar.“ Flokkurinn hafi lifað af flóknari tíma Spurð hvort hún telji sig skilja flokkinn eftir í panikkástandi, verandi að yfirgefa flokkinn á slíkum óvissutímum fyrir VG, svarar Svandís neitandi. „Ef flokkurinn færi í panikástand út af þessu, þá væri hann svo löngu farinn í panikástand. Við erum nú búin að ganga í gegnum flóknari hluti en þetta,“ segir hún. „Það er enginn svo merkilegur að hugsjónirnar eða sjónarmiðin rísi og hnígi eftir því hvort viðkomandi er á sviðinu eða ekki.“
Vinstri græn Vor til vinstri Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Sjá meira