Fleiri kvartanir vegna ferðaþjónustu hér á landi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. ágúst 2015 22:21 Ferðamenn gæða sér á landsins gæðum. Vísir/Anton Brink Um helmingur þeirra kvörtunarmála sem Evrópska neytendastofan fær til athugunar hér á landi tengjast ferðaþjónustu. Er það heldur hærra hlutfall mála vegna ferðaþjónustu en neytandastofan glímir við í öðrum ríkjum innan evrópska efnahagssvæðisins. Það er túristi.is sem greinir frá þessu.Evrópska neytendastofan er starfrækt innan ríkja landa sem eiga aðild að EES. Hlutfall kvartana vegna ferðaþjónustu á EES-svæðinu sem Evrópska neytendastofan fær inn á sitt borð er um 30%. Hér á landi er talan í kringum 50% og telur Hildigunnur Hafsteinssdóttir, stjórnandi Evrópsku neytendastofunnar hér á landi að hár hlutur kvartana vegna ferðaþjónustu megi skýra með því hversu mikið af ferðamönnum komi til landsins. Evrópska neytendastofan hefur verið starfrækt síðan 2005 og geta Íslendingar, sem og aðrir íbúar innan EES, leitað til hennar. Talsverður hluti þeirra sem leita til hennar hér á landi eru erlendir ferðamenn og oftar en ekki er umkvörtunarefnið íslenskar bílaleigur.Leigutakar rukkaðir um tjón þegar heim er komið Ívar Halldórsson, lögfræðingur hjá Evrópsku neytendastofunni segir að oftar en ekki telji þeir sem leiti til neytendastofunnar að þeir hafi ekki fengið nógu góðar upplýsingar og aðvaranir vegna sand- og öskutjóns. Mögulega geri ferðamenn sér ekki grein fyrir því að þessar aðstæður geti skapast á Íslandi með tilheyrandi möguleika á tjóni á eignum enda séu tjón vegna sand- og öskufoks sjaldgæf í Evrópu, utan Íslands. Einnig komi mál til þeirra þar sem erlendir ferðamenn hafa verið rukkaðir vegna tjóns á bílaleigubílum sem þeir kannist ekki við hafa valdið. Reikningar vegna þessara atvika berast leigutökum fyrst eftir að heim er komið og þeir eiga því erfitt með að mótmæla. Ívar segir að forðast megi slík mál með því að bjóða leigutakanum að vera viðstaddur lokaskoðun en ekki allar bílaleigur bjóði upp á slíkt. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Telja ferðamenn hafa neikvæð áhrif á náttúru Meirihluti þeirra sem tóku afstöðu töldu að erlendir ferðamenn hafi haft neikvæð áhrif á íslenska náttúru. 14. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent Fleiri fréttir 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
Um helmingur þeirra kvörtunarmála sem Evrópska neytendastofan fær til athugunar hér á landi tengjast ferðaþjónustu. Er það heldur hærra hlutfall mála vegna ferðaþjónustu en neytandastofan glímir við í öðrum ríkjum innan evrópska efnahagssvæðisins. Það er túristi.is sem greinir frá þessu.Evrópska neytendastofan er starfrækt innan ríkja landa sem eiga aðild að EES. Hlutfall kvartana vegna ferðaþjónustu á EES-svæðinu sem Evrópska neytendastofan fær inn á sitt borð er um 30%. Hér á landi er talan í kringum 50% og telur Hildigunnur Hafsteinssdóttir, stjórnandi Evrópsku neytendastofunnar hér á landi að hár hlutur kvartana vegna ferðaþjónustu megi skýra með því hversu mikið af ferðamönnum komi til landsins. Evrópska neytendastofan hefur verið starfrækt síðan 2005 og geta Íslendingar, sem og aðrir íbúar innan EES, leitað til hennar. Talsverður hluti þeirra sem leita til hennar hér á landi eru erlendir ferðamenn og oftar en ekki er umkvörtunarefnið íslenskar bílaleigur.Leigutakar rukkaðir um tjón þegar heim er komið Ívar Halldórsson, lögfræðingur hjá Evrópsku neytendastofunni segir að oftar en ekki telji þeir sem leiti til neytendastofunnar að þeir hafi ekki fengið nógu góðar upplýsingar og aðvaranir vegna sand- og öskutjóns. Mögulega geri ferðamenn sér ekki grein fyrir því að þessar aðstæður geti skapast á Íslandi með tilheyrandi möguleika á tjóni á eignum enda séu tjón vegna sand- og öskufoks sjaldgæf í Evrópu, utan Íslands. Einnig komi mál til þeirra þar sem erlendir ferðamenn hafa verið rukkaðir vegna tjóns á bílaleigubílum sem þeir kannist ekki við hafa valdið. Reikningar vegna þessara atvika berast leigutökum fyrst eftir að heim er komið og þeir eiga því erfitt með að mótmæla. Ívar segir að forðast megi slík mál með því að bjóða leigutakanum að vera viðstaddur lokaskoðun en ekki allar bílaleigur bjóði upp á slíkt.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Telja ferðamenn hafa neikvæð áhrif á náttúru Meirihluti þeirra sem tóku afstöðu töldu að erlendir ferðamenn hafi haft neikvæð áhrif á íslenska náttúru. 14. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent Fleiri fréttir 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
Telja ferðamenn hafa neikvæð áhrif á náttúru Meirihluti þeirra sem tóku afstöðu töldu að erlendir ferðamenn hafi haft neikvæð áhrif á íslenska náttúru. 14. ágúst 2015 07:00