Upprifjun: Robbi Gunn var í Fylkisliðinu sem skellti Arnari og félögum 6-1 fyrir 19 árum Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. maí 2015 12:30 Fylkir og Breiðablik mætast í lokaleik fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta á Fylkisvelli klukkan 19.15 í kvöld. Leikurinn átti upphaflega að fara fram á sunnudagskvöldið en var færður vegna vallarskilyrða á Fylkisvelli. Árbæingar vildu vera með völlinn í góðu standi fyrir fjögurra leikja törn um miðjan mánuðinn. Þetta er í annað skiptið á síðustu 19 árum sem Breiðablik og Fylkir eigast við í fyrstu umferð, en þegar liðin mættust á Kópavogsvelli í fyrstu umferð Sjóvá-Almennra deildarinnar árið 1996 fengu Blikar skell. Fylkir var þá nýliði í deildinni en byrjaði af krafti og vann 6-1 sigur. Það er stærsti sigur nýliða í fyrstu umferð síðustu 30 árin.1-0 yfir í hálfleik Það sem er í raun ótrúlegast við leikinn er að Breiðablik var 1-0 yfir í hálfleik þökk sé fallegu marki Sævars Péturssonar, bróður Lindu Pé, sem er framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar KA í dag. Nýliðunum héldu engin bönd í seinni hálfleik, en þeir settu sex mörk á Blikana. Andri Marteinsson, sem hafði komið frá Þór um veturinn, kom gestunum á bragðið á 53. mínútu og Enes Cogis kom Fylki yfir, 2-1, þremur mínútum síðar. Fylkisgoðsögnin Kristinn Tómasson kom Árbæjarliðinu í 3-1 á 57. mínútu, en þá voru Fylkismenn búnir að skora þrjú mörk á fjögurra mínútna kafla. Erfiður dagur fyrir Hajrudin Cardaklija í markinu sem gekk í raðir Leifturs eftir tímabilið. Þórhallur Dan Jóhannsson bætti við fjórða markinu áður en Kristinn Tómasson og Erlendur Þór Gunnarsson innsigluðu stórsigur Fylkis, 6-1, á 80. og 82. mínútu.Bæði lið fóru niður Arnar Grétarsson, núverandi þjálfari Breiðabliks, var fyrirliði Breiðabliks þetta tímabilið, en í liðinu voru leikmenn á borð við Skagamanninn Pálma Haraldsson og Hákon Sverrisson. Eftir að sleppa naumlega við fall sumarið áður fóru Blikarnir niður í lok tímabilsins 1996. Þrátt fyrir að vera með nokkuð sterkt lið og leikmenn á borð við Kjartan Sturluson, Enes Cogic, Ólaf Stígson, Andra Marteinsson, Finn Kolbeinsson og Kristinn Tómasson fylgdu Fylkismenn Blikum niður um deild. Verðandi silfurhetja var í leikmannahópnum hjá Fylki, en varamarkvörður liðsins var Róbert Gunnarsson, línumaður íslenska landsliðsins í handbolta. Róbert var efnilegur knattspyrnumarkvörður á árum áður. Vonandi fyrir áhorfendur í kvöld verður boðið upp á sjö mörk eða fleiri, en Arnar Grétarsson vonast vafalítið eftir því að fá ekki sömu útreið í fyrstu umferð gegn Fylki og hann gerði sem fyrirliði liðsins fyrir 19 árum síðan. Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Arnar: Barátta umfram gæði í „Glasgow“-slag KR og FH Breiðablik hefur leik í Pepsi-deildinni í kvöld þegar liðið heimsækir Fylki í Árbæinn. 7. maí 2015 11:30 Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Fleiri fréttir Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Sjá meira
Fylkir og Breiðablik mætast í lokaleik fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta á Fylkisvelli klukkan 19.15 í kvöld. Leikurinn átti upphaflega að fara fram á sunnudagskvöldið en var færður vegna vallarskilyrða á Fylkisvelli. Árbæingar vildu vera með völlinn í góðu standi fyrir fjögurra leikja törn um miðjan mánuðinn. Þetta er í annað skiptið á síðustu 19 árum sem Breiðablik og Fylkir eigast við í fyrstu umferð, en þegar liðin mættust á Kópavogsvelli í fyrstu umferð Sjóvá-Almennra deildarinnar árið 1996 fengu Blikar skell. Fylkir var þá nýliði í deildinni en byrjaði af krafti og vann 6-1 sigur. Það er stærsti sigur nýliða í fyrstu umferð síðustu 30 árin.1-0 yfir í hálfleik Það sem er í raun ótrúlegast við leikinn er að Breiðablik var 1-0 yfir í hálfleik þökk sé fallegu marki Sævars Péturssonar, bróður Lindu Pé, sem er framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar KA í dag. Nýliðunum héldu engin bönd í seinni hálfleik, en þeir settu sex mörk á Blikana. Andri Marteinsson, sem hafði komið frá Þór um veturinn, kom gestunum á bragðið á 53. mínútu og Enes Cogis kom Fylki yfir, 2-1, þremur mínútum síðar. Fylkisgoðsögnin Kristinn Tómasson kom Árbæjarliðinu í 3-1 á 57. mínútu, en þá voru Fylkismenn búnir að skora þrjú mörk á fjögurra mínútna kafla. Erfiður dagur fyrir Hajrudin Cardaklija í markinu sem gekk í raðir Leifturs eftir tímabilið. Þórhallur Dan Jóhannsson bætti við fjórða markinu áður en Kristinn Tómasson og Erlendur Þór Gunnarsson innsigluðu stórsigur Fylkis, 6-1, á 80. og 82. mínútu.Bæði lið fóru niður Arnar Grétarsson, núverandi þjálfari Breiðabliks, var fyrirliði Breiðabliks þetta tímabilið, en í liðinu voru leikmenn á borð við Skagamanninn Pálma Haraldsson og Hákon Sverrisson. Eftir að sleppa naumlega við fall sumarið áður fóru Blikarnir niður í lok tímabilsins 1996. Þrátt fyrir að vera með nokkuð sterkt lið og leikmenn á borð við Kjartan Sturluson, Enes Cogic, Ólaf Stígson, Andra Marteinsson, Finn Kolbeinsson og Kristinn Tómasson fylgdu Fylkismenn Blikum niður um deild. Verðandi silfurhetja var í leikmannahópnum hjá Fylki, en varamarkvörður liðsins var Róbert Gunnarsson, línumaður íslenska landsliðsins í handbolta. Róbert var efnilegur knattspyrnumarkvörður á árum áður. Vonandi fyrir áhorfendur í kvöld verður boðið upp á sjö mörk eða fleiri, en Arnar Grétarsson vonast vafalítið eftir því að fá ekki sömu útreið í fyrstu umferð gegn Fylki og hann gerði sem fyrirliði liðsins fyrir 19 árum síðan. Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Arnar: Barátta umfram gæði í „Glasgow“-slag KR og FH Breiðablik hefur leik í Pepsi-deildinni í kvöld þegar liðið heimsækir Fylki í Árbæinn. 7. maí 2015 11:30 Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Fleiri fréttir Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Sjá meira
Arnar: Barátta umfram gæði í „Glasgow“-slag KR og FH Breiðablik hefur leik í Pepsi-deildinni í kvöld þegar liðið heimsækir Fylki í Árbæinn. 7. maí 2015 11:30