„Spenntur að spila á móti svona stórum gæjum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júní 2025 21:47 Hákon Arnar Haraldsson mætti á blaðamannafund daginn fyrir leik, fyrir hönd leikmanna íslenska liðsins. Getty/ Alan Harvey Hákon Arnar Haraldsson kemur endurnærður til móts við íslenska landsliðið í fótbolta eftir frí á Krít og heimsókn heim á Akranes. Hann er spenntur fyrir leik á móti Skotum annað kvöld. „Við erum mjög vel stemmdir. Það er alltaf gaman að koma og hitta strákana. Svo er spennandi leikur framundan fyrir framan helling af fólki,“ sagði Hákon Arnar Haraldsson í viðtali við Val Pál Eiríksson á æfingu íslenska liðsins á Hampden Park. Hvernig er að spila þessa sumarlandsleiki eftir langt tímabil með félagsliði? „Það er aðeins öðruvísi. Maður reynir að kúpla sig út en það eru alveg þrjár vikur liðnar síðan ég hætti í deildinni. Þetta er alltaf jafn gaman og jafn spennandi. Þú verður bara að koma hausnum aftur inn í þetta fagmennsku umhverfi,“ sagði Hákon. Klippa: „Ekki búinn að spila nógu mikið af landsleikjum“ Hákon nýtti fríið til að slappa aðeins af. „Ég fór til Krítar og svo kíktí ég aðeins upp á Skaga. Ég náði aðeins að slaka á áður en harkan byrjar aftur,“ sagði Hákon. Allt í toppstandi Hákon er ánægður með aðstæður liðsins í Skotlandi. „Þetta er mjög næs. Fimm stjörnu hótel en bara aðeins langt frá. Ég verð að ræða aðeins við Sigga um það en geggjaður matur og mjög flott herbergi. Allt í toppstandi,“ sagði Hákon brosandi og var þá að tala um Sigurður Sveinn Þórðarson hjá KSÍ sem sér um landsliðsmál hjá sambandinu. Hákon tók einn golfhring en viðurkenndi að hann hafi ekki verið sá besti. Síðasti landsleikjagluggi var erfiður fyrir íslenska liðið en í hverju hafa menn verið að vinna í fyrir þennan leik við Skota. „Við höfum reynt að betrumbæta það sem við gerðum illa og skoða það sem við gerðum vel. Það var alveg hellingur af góðum hlutum í þessum tveimur leikjum. Við töpuðum náttúrulega báðum leikjum og það er ekki gott,“ sagði Hákon. „Það er hellingur sem hægt er að bæta en við erum búnir að skoða leikna vel og séð hvað við getum bætt. Svo þurfum við bara að bæta ofan á þessa leiki og gera betur núna,“ sagði Hákon. Það er ekkert smá afrek Skotar eru með hörkulið og með innan borðs Scott McTominay sem var valinn besti leikmaðurinn í ítölsku deildinni. „Þeir eru með helling af góðum leikmönnum og spennandi að mæta þeim. Eins og hann að vera valinn bestur á Ítalíu. Það er ekkert smá afrek. Ég bara spenntur að spila á móti svona stórum gæjum,“ sagði Hákon. Hvar vinnst þessi leikur á móti Skotum á morgun? „Við þurfum bara að fara eftir okkar gildum. Fylgja leikplaninu. Þetta er mikið seinni bolta lið og seinni boltarnir verða mjög mikilvægir. Mér fannst við ekki nógu góðir á móti Kósóvó í því,“ sagði Hákon. Ekki búinn að spila nógu mikið „Svo er þetta mikilvægast í báðum teigunum. Klára færin okkar og vernda vítateiginn okkar. ,“ sagði Hákon. „Ég er spenntur fyrir þessu. Ég er ekki búinn að spila nógu mikið af landsleikjum upp á síðkastið,“ sagði Hákon en það má horfa á viðtalið hér fyrir ofan. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjá meira
„Við erum mjög vel stemmdir. Það er alltaf gaman að koma og hitta strákana. Svo er spennandi leikur framundan fyrir framan helling af fólki,“ sagði Hákon Arnar Haraldsson í viðtali við Val Pál Eiríksson á æfingu íslenska liðsins á Hampden Park. Hvernig er að spila þessa sumarlandsleiki eftir langt tímabil með félagsliði? „Það er aðeins öðruvísi. Maður reynir að kúpla sig út en það eru alveg þrjár vikur liðnar síðan ég hætti í deildinni. Þetta er alltaf jafn gaman og jafn spennandi. Þú verður bara að koma hausnum aftur inn í þetta fagmennsku umhverfi,“ sagði Hákon. Klippa: „Ekki búinn að spila nógu mikið af landsleikjum“ Hákon nýtti fríið til að slappa aðeins af. „Ég fór til Krítar og svo kíktí ég aðeins upp á Skaga. Ég náði aðeins að slaka á áður en harkan byrjar aftur,“ sagði Hákon. Allt í toppstandi Hákon er ánægður með aðstæður liðsins í Skotlandi. „Þetta er mjög næs. Fimm stjörnu hótel en bara aðeins langt frá. Ég verð að ræða aðeins við Sigga um það en geggjaður matur og mjög flott herbergi. Allt í toppstandi,“ sagði Hákon brosandi og var þá að tala um Sigurður Sveinn Þórðarson hjá KSÍ sem sér um landsliðsmál hjá sambandinu. Hákon tók einn golfhring en viðurkenndi að hann hafi ekki verið sá besti. Síðasti landsleikjagluggi var erfiður fyrir íslenska liðið en í hverju hafa menn verið að vinna í fyrir þennan leik við Skota. „Við höfum reynt að betrumbæta það sem við gerðum illa og skoða það sem við gerðum vel. Það var alveg hellingur af góðum hlutum í þessum tveimur leikjum. Við töpuðum náttúrulega báðum leikjum og það er ekki gott,“ sagði Hákon. „Það er hellingur sem hægt er að bæta en við erum búnir að skoða leikna vel og séð hvað við getum bætt. Svo þurfum við bara að bæta ofan á þessa leiki og gera betur núna,“ sagði Hákon. Það er ekkert smá afrek Skotar eru með hörkulið og með innan borðs Scott McTominay sem var valinn besti leikmaðurinn í ítölsku deildinni. „Þeir eru með helling af góðum leikmönnum og spennandi að mæta þeim. Eins og hann að vera valinn bestur á Ítalíu. Það er ekkert smá afrek. Ég bara spenntur að spila á móti svona stórum gæjum,“ sagði Hákon. Hvar vinnst þessi leikur á móti Skotum á morgun? „Við þurfum bara að fara eftir okkar gildum. Fylgja leikplaninu. Þetta er mikið seinni bolta lið og seinni boltarnir verða mjög mikilvægir. Mér fannst við ekki nógu góðir á móti Kósóvó í því,“ sagði Hákon. Ekki búinn að spila nógu mikið „Svo er þetta mikilvægast í báðum teigunum. Klára færin okkar og vernda vítateiginn okkar. ,“ sagði Hákon. „Ég er spenntur fyrir þessu. Ég er ekki búinn að spila nógu mikið af landsleikjum upp á síðkastið,“ sagði Hákon en það má horfa á viðtalið hér fyrir ofan.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjá meira