Bönnin þegar Besta hefst aftur: Víkingar missa lykilmann og Vestri án tveggja Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. júní 2025 15:48 Aron Þórður Albertsson verður ekki með KR í fyrsta leik eftir landsleikjahléið. vísir/Guðmundur Besta deild karla tekur sér nú tæplega tveggja vikna frí og hefst aftur að nýju eftir landsleikjahlé. Þá munu þó nokkrir lykilleikmenn taka út leikbann. Vestramenn lenda verst í því og missa tvo byrjunarliðsmenn í bann, varnarmanninn Gustav Kjeldsen og framherjann Vladimir Tufegdzic, Túfa. Víkingar verða án eins síns mikilvægasta leikmanns, Tarik Ibrahimagic, þúsundþjalasmiður sem getur leyst ýmsar stöður. KR-ingar missa síðan mann af miðjunni, Aron Þórð Albertsson, sem hefur byrjað sjö af tíu leikjum hingað til á tímabilinu og komið tvisvar inn af bekknum. Stjörnumenn missa einnig miðjumann, Alex Þór Hauksson, sem fékk vafasamt rautt spjald gegn KA. Hann hefur spilað í níu af tíu leikjum hingað til á tímabilinu, en Stjörnumenn hafa líka nýlega endurheimt Jóhann Árna Gunnarsson úr meiðslum. Þá þurfa Eyjamenn að spjara sig án Milan Tomic sem hefur spilað alla leiki tímabilsins til þessa. Hér fyrir neðan má finna lista yfir alla leikmenn Bestu deildar karla sem verða í banni í næstu umferð. Tarik Ibrahimagic verður ekki með Víkingi gegn KR mánudaginn 16. júní, hann fékk sitt fjórða gula spjald í leik gegn Breiðabliki síðasta sunnudag og tekur út eins leiks bann. Aron Þórður Albertsson verður ekki með KR gegn Víkingi laugardaginn 14. júní, hann fékk sitt fjórða gula spjald í leik gegn KA síðasta sunnudag og tekur út eins leiks bann. Alex Þór Hauksson verður ekki með Stjörnunni gegn Val laugardaginn 14. júní, hann fékk rautt spjald í leik gegn KA síðasta sunnudag og tekur út eins leiks bann. Milan Tomic verður ekki með ÍBV gegn Breiðabliki sunnudaginn 15. júní, hann fékk sitt fjórða gula spjald í leiknum gegn FH síðasta fimmtudag og tekur út eins leiks bann. Vladimir Tufegdzic verður ekki með Vestra gegn KA sunnudaginn 15. júní, hann fékk sitt fjórða gula spjald í leiknum gegn KR síðasta sunnudag og tekur út eins leiks bann. Gustav Kjeldsen verður heldur ekki með Vestra gegn KA, hann fékk sitt fjórða gula spjald í leik gegn Víkingi síðasta fimmtudag og var dæmdur í eins leiks bann þegar aganefnd kom saman í dag. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Vestri Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Líkur Íslands á verðlaunum snaraukist Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn Fleiri fréttir Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Sjá meira
Vestramenn lenda verst í því og missa tvo byrjunarliðsmenn í bann, varnarmanninn Gustav Kjeldsen og framherjann Vladimir Tufegdzic, Túfa. Víkingar verða án eins síns mikilvægasta leikmanns, Tarik Ibrahimagic, þúsundþjalasmiður sem getur leyst ýmsar stöður. KR-ingar missa síðan mann af miðjunni, Aron Þórð Albertsson, sem hefur byrjað sjö af tíu leikjum hingað til á tímabilinu og komið tvisvar inn af bekknum. Stjörnumenn missa einnig miðjumann, Alex Þór Hauksson, sem fékk vafasamt rautt spjald gegn KA. Hann hefur spilað í níu af tíu leikjum hingað til á tímabilinu, en Stjörnumenn hafa líka nýlega endurheimt Jóhann Árna Gunnarsson úr meiðslum. Þá þurfa Eyjamenn að spjara sig án Milan Tomic sem hefur spilað alla leiki tímabilsins til þessa. Hér fyrir neðan má finna lista yfir alla leikmenn Bestu deildar karla sem verða í banni í næstu umferð. Tarik Ibrahimagic verður ekki með Víkingi gegn KR mánudaginn 16. júní, hann fékk sitt fjórða gula spjald í leik gegn Breiðabliki síðasta sunnudag og tekur út eins leiks bann. Aron Þórður Albertsson verður ekki með KR gegn Víkingi laugardaginn 14. júní, hann fékk sitt fjórða gula spjald í leik gegn KA síðasta sunnudag og tekur út eins leiks bann. Alex Þór Hauksson verður ekki með Stjörnunni gegn Val laugardaginn 14. júní, hann fékk rautt spjald í leik gegn KA síðasta sunnudag og tekur út eins leiks bann. Milan Tomic verður ekki með ÍBV gegn Breiðabliki sunnudaginn 15. júní, hann fékk sitt fjórða gula spjald í leiknum gegn FH síðasta fimmtudag og tekur út eins leiks bann. Vladimir Tufegdzic verður ekki með Vestra gegn KA sunnudaginn 15. júní, hann fékk sitt fjórða gula spjald í leiknum gegn KR síðasta sunnudag og tekur út eins leiks bann. Gustav Kjeldsen verður heldur ekki með Vestra gegn KA, hann fékk sitt fjórða gula spjald í leik gegn Víkingi síðasta fimmtudag og var dæmdur í eins leiks bann þegar aganefnd kom saman í dag.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Vestri Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Líkur Íslands á verðlaunum snaraukist Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn Fleiri fréttir Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Sjá meira