Dómari í enska boltanum segist hata VAR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júní 2025 19:48 Bobby Madley segir peningafólkið hafi vilja fá VAR en ekki leikmennirnir eða dómararnir. Getty/ Jacques Feeney Enski dómarinn Bobby Madley er ekki mikill aðdáandi myndbandsdómgæslu í fótbolta eins og kom vel fram þegar hann hélt á dögunum fyrirlestur á ráðstefnu um fótbolta. Madley er helst ósáttur með það að honum finnst Varsjáin taka tilfinningarnar úr leiknum. Madley dæmir í ensku neðri deildunum en er oft fjórði dómari í ensku úrvalsdeildinni. Hann dæmdi líka lengi í ensku úrvalsdeildinni. „Sem knattspyrnuáhugamaður þá hata ég VAR. Ég elska ensku b-deildina og ensku C-deildina og ég er ennþá mikill knattspyrnuáhugamaður,“ sagði Bobby Madley á ráðstefnunni en breska ríkisútvarpið segir frá. Það er enginn myndbandsdómgæsla í þeim deildum. „Ég elska það að þegar þú skorar mark, horfir á dómarann og aðstoðardómarann, og ef þeir gefa engin merki þá er þetta mark. Varsjáin tekur þessa tilfinningu í burtu. Fótboltinn er þannig íþrótt að hver stund á að gilda, Mark er skorað, dæmt gilt og ekkert meira,“ sagði Madley. „Myndbandsdómgæslan tekur tilfinningarnar úr boltanum þegar við þurftum að bíða og bíða eftir niðurstöðu. Sú bið er oft mjög löng og sem knattspyrnuáhugamaður þá er ég ekki hrifinn af þeirri reynslu,“ sagði Madley. Madley dæmdi 91 leik í ensku úrvalsdeildinni frá 2013 til 2018 en var rekinn úr deildinni eftir að það birtist myndband af honum gera grín að fötluðum einstaklingi. Myndbandið sendi hann vini sínum. Hann flutti til Noregs í framhaldinu og dæmdi í neðri deildum þar. Hann kom aftur til Englands í febrúar 2020 og fór síðan að dæma í neðri deildum enska boltans. Hann dæmdi einn leik í ensku úrvalsdeildinni á 2022-23 tímabilinu en engan leik á þessu tímabili. „Það er svo mikill peningur í fótboltanum i dag og þeir stjórna öllu. Öll mistök geta kostað fólk pening. Ég held að það hafi ekki verið margir knattspyrnuáhugamenn sem vildu endilega fá myndbandsdómgæslu inn í fótboltann,“ sagði Madley. „Leikmennirnir vildu það ekki og ekki dómararnir heldur. Fólkið sem rekur fótboltann, fólk sem veltir milljörðum, það vildi losna við þessi mistök dómaranna. Ég held samt að við séum flest kominn á þann stað að okkur finnist þetta vera eyðileggja fótboltann. Við höfum búið til skrímsli og ég sem dómari vissi alltaf að það væri von á því,“ sagði Madley. Enski boltinn Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Fleiri fréttir Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Sjá meira
Madley er helst ósáttur með það að honum finnst Varsjáin taka tilfinningarnar úr leiknum. Madley dæmir í ensku neðri deildunum en er oft fjórði dómari í ensku úrvalsdeildinni. Hann dæmdi líka lengi í ensku úrvalsdeildinni. „Sem knattspyrnuáhugamaður þá hata ég VAR. Ég elska ensku b-deildina og ensku C-deildina og ég er ennþá mikill knattspyrnuáhugamaður,“ sagði Bobby Madley á ráðstefnunni en breska ríkisútvarpið segir frá. Það er enginn myndbandsdómgæsla í þeim deildum. „Ég elska það að þegar þú skorar mark, horfir á dómarann og aðstoðardómarann, og ef þeir gefa engin merki þá er þetta mark. Varsjáin tekur þessa tilfinningu í burtu. Fótboltinn er þannig íþrótt að hver stund á að gilda, Mark er skorað, dæmt gilt og ekkert meira,“ sagði Madley. „Myndbandsdómgæslan tekur tilfinningarnar úr boltanum þegar við þurftum að bíða og bíða eftir niðurstöðu. Sú bið er oft mjög löng og sem knattspyrnuáhugamaður þá er ég ekki hrifinn af þeirri reynslu,“ sagði Madley. Madley dæmdi 91 leik í ensku úrvalsdeildinni frá 2013 til 2018 en var rekinn úr deildinni eftir að það birtist myndband af honum gera grín að fötluðum einstaklingi. Myndbandið sendi hann vini sínum. Hann flutti til Noregs í framhaldinu og dæmdi í neðri deildum þar. Hann kom aftur til Englands í febrúar 2020 og fór síðan að dæma í neðri deildum enska boltans. Hann dæmdi einn leik í ensku úrvalsdeildinni á 2022-23 tímabilinu en engan leik á þessu tímabili. „Það er svo mikill peningur í fótboltanum i dag og þeir stjórna öllu. Öll mistök geta kostað fólk pening. Ég held að það hafi ekki verið margir knattspyrnuáhugamenn sem vildu endilega fá myndbandsdómgæslu inn í fótboltann,“ sagði Madley. „Leikmennirnir vildu það ekki og ekki dómararnir heldur. Fólkið sem rekur fótboltann, fólk sem veltir milljörðum, það vildi losna við þessi mistök dómaranna. Ég held samt að við séum flest kominn á þann stað að okkur finnist þetta vera eyðileggja fótboltann. Við höfum búið til skrímsli og ég sem dómari vissi alltaf að það væri von á því,“ sagði Madley.
Enski boltinn Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Fleiri fréttir Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Sjá meira