Óskar Hrafn: Sem betur fer hlusta stuðningsmenn KR ekki mikið á umræðuna Ólafur Þór Jónsson skrifar 1. júní 2025 18:52 Óskar Hrafn Þorvaldsson fór yfir málin eftir sigur KR á Vestra í dag. Stöð 2 Sport KR stöðvaði taphrinu sína með sigri á Vestra í dag í 10. umferð Bestu deildar karla. Lokastaðan var 2-1 þar sem KR skoraði tvö seint í leiknum eftir að hafa lent undir. Óskar Hrafn þjálfari KR ræddi við Vísi eftir leik og sagði tilfinninguna góða að ná í sigur eftir þrjú töp í röð. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Óskar Hrafn eftir sigurinn á Vestra „Það er ekki létt verk að lenda 1-0 undir á móti Vestra og koma til baka. Ég held að það sé óhætt að segja það. Ég er stoltur af mínu liði, mér fannst við ekki spila okkar besta leik. Það var eigilega ekki fyrr en síðustu tuttugu mínúturnar sem boltinn fór að ganga hratt og við fórum að nýta okkur þau svæði sem þessi ofboðslega sterka lágblokk Vestramanna gefur eftir. Þá fóru hlutirnir að ganga, við höfðum ágætis stjórn á leiknum. Þeir eru hættulegir þegar þeir keyra hratt á okkur og við fengum að kynnast því í fyrri hálfleik,“ sagði Óskar og bætti við: „Mér fannst margt gott í varnarleiknum, vörnin var hátt og þá þurfa menn að vera klárir að halda línu. Heilt yfir var þetta frammistaðan betri varnarlega en sóknarlega í dag. Það var gott að vinna. Hefur mitt verkefni eitthvað breyst við þennan sigur? Nei ekkert sérstaklega, það kannski fækkar í smá tíma þeim sem hafa rosalega miklar skoðanir á því. Það er ekkert sérstaklega skemmtileg tilfinning að tapa mörgum leikjum í röð svo það er mikilvægt að ná inn sigri.“ Mikið hefur verið rætt um spilamennsku KR síðustu misseri og áherslur Óskars í þjálfun sem hefur verið skýr með það að liðið sé að eltast við frammistöður frekar en úrslit. „Ég endurtek það sem ég hef sagt áður, það sem við erum að reyna að gera er að byggja upp félag frá yngstu flokkunum uppí meistaraflokk. Það tekur tíma og það er ekki hægt að sáldra töfradufti yfir einhvern hlut og ætlast til þess að hann breytist á einni nóttu. Það koma brekkur og við höfum svo sannarlega farið upp brekkuna núna í síðustu leikjum. Sagði Óskar og bætti við til að halda fólki á jörðinni. „En ég vara fólk við, þetta er sennilega ekki síðasta brekkan sem við lendum í. Við erum á þeim stað að við höfum ekki náð takti í liðið. Þá er alltaf hættan að hlutirnir geti klikkað. Auðvitað er síðan gaman að sjá karakterinn sem býr í þessu liði. Skemmtilegt að varamennirnir eru síðan þeir sem skapa mörkin.“ Óskar gerði tvær skiptingar á 70. mínútu þegar hann setti Atla Sigurjónsson og Atla Hrafn inná. En þeir gjörbreyta leiknum og eiga bæði mörk KR. Óskar sagði forréttindi að eiga slíka menn á bekknum. „Atli Sigurjónsson er meiddur og átti ekkert að spila en tók ákvörðun um það sjálfur að hann ætlaði að vera með. Hann er frábær leikmaður og svo kom Atli Hrafn feykilega vel inn og kom líka sterkur inn á móti Stjörnunni. Því fleiri sem leggja lóð á vogaskálarnar því betra. Við erum með níu manna meiðslalista og þá þurfa aðrir að stíga upp.“ Það var frábær mæting á Avis völinn sem í dag var heimavöllur KR en Meistaravellir eru enn að bíða eftir gervigrasi. Þrátt fyrir aðstöðuleysið og töpin í síðustu leikjum þá stóðu stuðningsmenn KR við bakið á sínu liði. „Sem betur fer hlusta stuðningsmenn KR ekki mikið á umræðuna,“ sagði Óskar um þessi viðbrögð KR inga og bætti við: „Ég get skilið að umræðan sé eins og hún er. Vegna þess að þannig hefur sögulínan alltaf verið í íslenskum fótbolta, það snýst allt um að vinna næsta leik. Ef þú ert í fallsæti eftir 8 umferðir þá er allt í apaskít. Svo vinnur þú tvo leiki, stekkur í evrópusæti og allt er frábært. Það er mikilvægt að þeir sem stýra hjá félögunum að þeir haldi jafnvægi. Það er tilgangslaust að skoða stöðutöflur í 10. Umferð. Í dag eru 17 leikir eftir, 51 stig í pottinum. Það er svo mikið eftir. Ég skil þá sem eru að fjalla um þetta, þeir eru að búa til spennu í hverri viku. Þá er kannski mikilvægt að þeir sem eru nálægt félögunum skilji kjarnan frá hisminu,“ sagði Óskar að lokum. Besta deild karla KR Vestri Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Fótbolti Fleiri fréttir FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Sjá meira
Óskar Hrafn þjálfari KR ræddi við Vísi eftir leik og sagði tilfinninguna góða að ná í sigur eftir þrjú töp í röð. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Óskar Hrafn eftir sigurinn á Vestra „Það er ekki létt verk að lenda 1-0 undir á móti Vestra og koma til baka. Ég held að það sé óhætt að segja það. Ég er stoltur af mínu liði, mér fannst við ekki spila okkar besta leik. Það var eigilega ekki fyrr en síðustu tuttugu mínúturnar sem boltinn fór að ganga hratt og við fórum að nýta okkur þau svæði sem þessi ofboðslega sterka lágblokk Vestramanna gefur eftir. Þá fóru hlutirnir að ganga, við höfðum ágætis stjórn á leiknum. Þeir eru hættulegir þegar þeir keyra hratt á okkur og við fengum að kynnast því í fyrri hálfleik,“ sagði Óskar og bætti við: „Mér fannst margt gott í varnarleiknum, vörnin var hátt og þá þurfa menn að vera klárir að halda línu. Heilt yfir var þetta frammistaðan betri varnarlega en sóknarlega í dag. Það var gott að vinna. Hefur mitt verkefni eitthvað breyst við þennan sigur? Nei ekkert sérstaklega, það kannski fækkar í smá tíma þeim sem hafa rosalega miklar skoðanir á því. Það er ekkert sérstaklega skemmtileg tilfinning að tapa mörgum leikjum í röð svo það er mikilvægt að ná inn sigri.“ Mikið hefur verið rætt um spilamennsku KR síðustu misseri og áherslur Óskars í þjálfun sem hefur verið skýr með það að liðið sé að eltast við frammistöður frekar en úrslit. „Ég endurtek það sem ég hef sagt áður, það sem við erum að reyna að gera er að byggja upp félag frá yngstu flokkunum uppí meistaraflokk. Það tekur tíma og það er ekki hægt að sáldra töfradufti yfir einhvern hlut og ætlast til þess að hann breytist á einni nóttu. Það koma brekkur og við höfum svo sannarlega farið upp brekkuna núna í síðustu leikjum. Sagði Óskar og bætti við til að halda fólki á jörðinni. „En ég vara fólk við, þetta er sennilega ekki síðasta brekkan sem við lendum í. Við erum á þeim stað að við höfum ekki náð takti í liðið. Þá er alltaf hættan að hlutirnir geti klikkað. Auðvitað er síðan gaman að sjá karakterinn sem býr í þessu liði. Skemmtilegt að varamennirnir eru síðan þeir sem skapa mörkin.“ Óskar gerði tvær skiptingar á 70. mínútu þegar hann setti Atla Sigurjónsson og Atla Hrafn inná. En þeir gjörbreyta leiknum og eiga bæði mörk KR. Óskar sagði forréttindi að eiga slíka menn á bekknum. „Atli Sigurjónsson er meiddur og átti ekkert að spila en tók ákvörðun um það sjálfur að hann ætlaði að vera með. Hann er frábær leikmaður og svo kom Atli Hrafn feykilega vel inn og kom líka sterkur inn á móti Stjörnunni. Því fleiri sem leggja lóð á vogaskálarnar því betra. Við erum með níu manna meiðslalista og þá þurfa aðrir að stíga upp.“ Það var frábær mæting á Avis völinn sem í dag var heimavöllur KR en Meistaravellir eru enn að bíða eftir gervigrasi. Þrátt fyrir aðstöðuleysið og töpin í síðustu leikjum þá stóðu stuðningsmenn KR við bakið á sínu liði. „Sem betur fer hlusta stuðningsmenn KR ekki mikið á umræðuna,“ sagði Óskar um þessi viðbrögð KR inga og bætti við: „Ég get skilið að umræðan sé eins og hún er. Vegna þess að þannig hefur sögulínan alltaf verið í íslenskum fótbolta, það snýst allt um að vinna næsta leik. Ef þú ert í fallsæti eftir 8 umferðir þá er allt í apaskít. Svo vinnur þú tvo leiki, stekkur í evrópusæti og allt er frábært. Það er mikilvægt að þeir sem stýra hjá félögunum að þeir haldi jafnvægi. Það er tilgangslaust að skoða stöðutöflur í 10. Umferð. Í dag eru 17 leikir eftir, 51 stig í pottinum. Það er svo mikið eftir. Ég skil þá sem eru að fjalla um þetta, þeir eru að búa til spennu í hverri viku. Þá er kannski mikilvægt að þeir sem eru nálægt félögunum skilji kjarnan frá hisminu,“ sagði Óskar að lokum.
Besta deild karla KR Vestri Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Fótbolti Fleiri fréttir FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Sjá meira