Sýndu reiði Davíðs skilning en fannst hann fara yfir strikið Sindri Sverrisson skrifar 3. júní 2025 10:00 Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra. Vísir/Viktor Freyr „Er ekki Davíð Smári aðeins að fara yfir línuna í þessu viðtali?“ spurði Gummi Ben í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld, eftir orðin sem Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, lét falla í garð dómara eftir 2-1 tapið gegn KR í Bestu deildinni. Sérfræðingarnir voru á því að Davíð Smári, sem kvaðst með „hnút í maganum í hvert skipti sem ákveðinn aðili dæmir leiki,“ hefði vissulega farið yfir strikið þó að reiði hans væri skiljanleg. Umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Stúkan - Umræða um ummæli Davíðs Smára Vestramenn virtust vera að komast í 2-0 eftir sjötíu mínútna leik en aðstoðardómari lyfti flaggi sínu og rangstaða var dæmd. Kolrangur dómur sem augljóslega sat í Davíð Smára þegar hann lét gamminn geisa í viðtali eftir leik. „Stóra málið í þessu er að það er bara einn maður sem eyðileggur leikinn. Tekur af okkur algjörlega löglegt mark. Ég bara spyr, hvað ætlum við að vera lengi í þessari vitleysu? Leik eftir leik er maður settur á leiki sem gerir stór mistök leik eftir leik. Ég er orðin gríðarlega þreyttur á þessu,“ sagði Davíð í viðtalinu, greinilega heitt í hamsi vegna frammistöðu dómarans Twana Khalid Ahmed. Viðtalið má sjá hér að neðan. „Ég er orðinn hundleiður á þessu. Maður er með hnút í maganum í hvert skipti sem ákveðinn aðili dæmir leiki. Ég fatta ekki alveg hvaða kvóta er verið að fylla í með að þetta sé svona,“ sagði Davíð. Gummi sagði Davíð hafa verið „mjög grimman“ gagnvart dómara leiksins og benti á að stóru mistökin í leiknum hefðu verið af hálfu aðstoðardómarans sem lyfti flaggi sínu. Lárus Orri Sigurðsson tók undir að Davíð hefði farið yfir strikið en hafði samúð með þjálfaranum: „Þetta er strax eftir leik. Hann er mjög heitur, reiður, nýbúinn að sjá að það er búið að taka af þeim löglegt mark. Ef þú settir míkrafóninn fyrir framan hann núna þá fengir þú ekki þessa útgáfu af viðtali. Ég held að hann átti sig á því að þetta er ekki dómaranum að kenna. Það er ekki hann sem tekur ákvörðunina með þessa rangstöðu,“ sagði Lárus. Þá bætti hann við að öfugt við það sem lesa mætti úr viðtalinu við Davíð þá teldi hann fullvíst að KSÍ fylgdist vel með því hvernig dómarar stæðu sig og það hefði afleiðingar ef þeir stæðu sig ekki vel. Ólafur Kristjánsson var einnig á því að Davíð hefði gengið of langt í viðtalinu. „Stór orð hjá Davíð. Við erum búnir að hrósa honum því hann hefur gert virkilega góða hluti með Vestraliðið, og ég er sammála honum í því að leikplanið þeirra var að ganga mjög vel. Auðvitað hefði 2-0 verið þægilegri staða. En það er enginn, hvorki dómarinn né aðstoðardómarinn, að leika sér að þessu. Þetta er það sem hann telur rétt og við þurfum að lifa með. Það er ógeðslega súrt en engu að síður staðreynd,“ sagði Ólafur og bætti við að dómgæslan í sumar hefði heilt yfir verið prýðileg. Vestramenn ættu frekar að líta til þeirra dauðafæra sem fóru forgörðum hjá þeim. „Mér fannst hann fara yfir strikið. Ég skil hann en þetta er staða þar sem maður verður að reyna að hemja sig. Við höfum allir, sem höfum þjálfað, lent í því að nota stór orð eða að tilfinningarnar hafi hlaupið með okkur. Þetta er hluti af starfinu,“ sagði Ólafur og Lárus bætti við: „Davíð hefur talað mikið um að það séu engar afsakanir og þetta eru hlutir sem eru utan þess ramma sem hann hefur stjórn á. Ég hef trú á því að þetta hafi verið sagt í hita augnabliksins. Núna er þetta búið og bara „rock on“.“ Besta deild karla Stúkan Vestri Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira
Sérfræðingarnir voru á því að Davíð Smári, sem kvaðst með „hnút í maganum í hvert skipti sem ákveðinn aðili dæmir leiki,“ hefði vissulega farið yfir strikið þó að reiði hans væri skiljanleg. Umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Stúkan - Umræða um ummæli Davíðs Smára Vestramenn virtust vera að komast í 2-0 eftir sjötíu mínútna leik en aðstoðardómari lyfti flaggi sínu og rangstaða var dæmd. Kolrangur dómur sem augljóslega sat í Davíð Smára þegar hann lét gamminn geisa í viðtali eftir leik. „Stóra málið í þessu er að það er bara einn maður sem eyðileggur leikinn. Tekur af okkur algjörlega löglegt mark. Ég bara spyr, hvað ætlum við að vera lengi í þessari vitleysu? Leik eftir leik er maður settur á leiki sem gerir stór mistök leik eftir leik. Ég er orðin gríðarlega þreyttur á þessu,“ sagði Davíð í viðtalinu, greinilega heitt í hamsi vegna frammistöðu dómarans Twana Khalid Ahmed. Viðtalið má sjá hér að neðan. „Ég er orðinn hundleiður á þessu. Maður er með hnút í maganum í hvert skipti sem ákveðinn aðili dæmir leiki. Ég fatta ekki alveg hvaða kvóta er verið að fylla í með að þetta sé svona,“ sagði Davíð. Gummi sagði Davíð hafa verið „mjög grimman“ gagnvart dómara leiksins og benti á að stóru mistökin í leiknum hefðu verið af hálfu aðstoðardómarans sem lyfti flaggi sínu. Lárus Orri Sigurðsson tók undir að Davíð hefði farið yfir strikið en hafði samúð með þjálfaranum: „Þetta er strax eftir leik. Hann er mjög heitur, reiður, nýbúinn að sjá að það er búið að taka af þeim löglegt mark. Ef þú settir míkrafóninn fyrir framan hann núna þá fengir þú ekki þessa útgáfu af viðtali. Ég held að hann átti sig á því að þetta er ekki dómaranum að kenna. Það er ekki hann sem tekur ákvörðunina með þessa rangstöðu,“ sagði Lárus. Þá bætti hann við að öfugt við það sem lesa mætti úr viðtalinu við Davíð þá teldi hann fullvíst að KSÍ fylgdist vel með því hvernig dómarar stæðu sig og það hefði afleiðingar ef þeir stæðu sig ekki vel. Ólafur Kristjánsson var einnig á því að Davíð hefði gengið of langt í viðtalinu. „Stór orð hjá Davíð. Við erum búnir að hrósa honum því hann hefur gert virkilega góða hluti með Vestraliðið, og ég er sammála honum í því að leikplanið þeirra var að ganga mjög vel. Auðvitað hefði 2-0 verið þægilegri staða. En það er enginn, hvorki dómarinn né aðstoðardómarinn, að leika sér að þessu. Þetta er það sem hann telur rétt og við þurfum að lifa með. Það er ógeðslega súrt en engu að síður staðreynd,“ sagði Ólafur og bætti við að dómgæslan í sumar hefði heilt yfir verið prýðileg. Vestramenn ættu frekar að líta til þeirra dauðafæra sem fóru forgörðum hjá þeim. „Mér fannst hann fara yfir strikið. Ég skil hann en þetta er staða þar sem maður verður að reyna að hemja sig. Við höfum allir, sem höfum þjálfað, lent í því að nota stór orð eða að tilfinningarnar hafi hlaupið með okkur. Þetta er hluti af starfinu,“ sagði Ólafur og Lárus bætti við: „Davíð hefur talað mikið um að það séu engar afsakanir og þetta eru hlutir sem eru utan þess ramma sem hann hefur stjórn á. Ég hef trú á því að þetta hafi verið sagt í hita augnabliksins. Núna er þetta búið og bara „rock on“.“
Besta deild karla Stúkan Vestri Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira