„Ég held það vilji enginn upplifa svona aftur“ Aron Guðmundsson skrifar 1. júní 2025 12:01 Sölvi Geir Ottesen er þjálfari Víkings Reykjavíkur vísir / diego Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings Reykjavíkur, segir tapið í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra gegn Breiðabliki ekki ofarlega í huga fyrir stórleik liðanna í kvöld í Bestu deildinni. Hins vegar geti menn nýtt sér tilfinningarnar frá því kvöldi, muna hvernig þeim leið og mæta klárir í hörku leik. „Leggst mjög vel í mig, stórleikur og leikirnir við Breiðablik eru yfirleitt skemmtilegir leikir þar sem að það er hart barist. Við erum bara spenntir, góð úrslit setja okkur í góða stöðu,“ segir Sölvi Geir í samtali við íþróttadeild. Víkingarnir eru með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar á næstu lið fyrir neðan sig og geta með sigri í kvöld breikkað bilið á milli sín og Breiðabliks í sjö stig. Skiptir það máli á þessum tímapunkti á tímabilinu? „Já auðvitað viltu alltaf koma þér eins langt frá andstæðingum þínum og þú mögulega getur. Það er góður möguleiki fyrir okkur núna að komast aðeins frá okkar helstu keppinautum síðustu ára. En við vitum líka að tímabilið er langt frá því búið, það á eftir að spila helling af fótbolta og mig minnir nú að í fyrra höfðum við verið með ágætis forskot sem við glutruðum niður með tímanum. Breiðablik gerði þar vel og fóru af stað í langa taplausa hrinu. Núna einbeitum við okkur bara að þessum eina leik þó svo að við getum komist í sjö stiga forystu á lið eins og Breiðablik, við megum ekki missa okkur í því. Við ætlum að gera vel í þessum leik.“ Eftir flotta byrjun á tímabilinu hefur lið Íslandsmeistara Breiðabliks hikstað upp á síðkastið. Liðið féll úr leik í bikarnum gegn Vestra á dögunum, hefur tapað tveimur leikjum í röð í deildinni fyrir leik kvöldsins og er fjöldi tapleikja liðsins í deildinni (3) sá sami og eftir deildarkeppni Bestu deildarinnar fyrir skiptingu á síðasta tímabili. Gerir slæmt gengi Breiðabliks upp á síðkastið þá að hættulegri andstæðingi komandi inn í leik kvöldsins? „Ég held að form liðanna, hvernig það hefur verið á tímabilinu, skipti voða litlu máli þegar komið er að þessum leik þar sem hér er um að ræða tvö lið sem hafa verið að keppast um titilinn síðustu ár. Það er sama hvernig takturinn hjá þeim er í deildinni, þeir ná alltaf að gíra sig upp í þessa leiki. Við vitum hvernig þetta hefur verið undanfarin ár. Það er mikill hiti í þessum leikjum, mikið undir og því skiptir í raun ekki neinu máli hvernig takturinn hefur verið. Ég veit að Blikarnir munu koma vel stemmdir inn í þennan leik, þetta verður hrikalega erfiður leikur. Það hefur yfirleitt verið erfitt fyrir öll lið að mæta í Kópavoginn. Við megum ekkert hugsa út í þeirra takt, einbeitum okkur frekar að okkur sjálfum, komum vel stemmdir inn í þetta og búumst við hörku leik.“ Þetta eru liðin sem hafa eldað grátt silfur saman í gegnum tíðina og mættust í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra, þar hafði Breiðablik betur á Víkingsvelli. Er sá leikur ykkur ofarlega í huga komandi inn í leik kvöldsins? „Þú þurftir að minnast á hann núna?“ svaraði Sölvi Geir og hló. „Nei alls ekki. Auðvitað situr þetta í mönnum, titillinn í fyrra vannst á mjög dramatískan hátt og ég held það vilji enginn upplifa svona aftur. Við kannski getum nýtt okkur þetta komandi inn í þennan leik, að muna eftir því hvernig okkur leið og þá sjá menn til þess að þeir mæta vel stemmdir og gíraðir inn í þennan leik.“ Stórleikur Breiðabliks og Víkings Reykjavíkur í 10.umferð Bestu deildar karla verður sýndur á Stöð 2 Sport í kvöld. Bein útsending frá Kópavogsvelli hefst klukkan sjö. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
„Leggst mjög vel í mig, stórleikur og leikirnir við Breiðablik eru yfirleitt skemmtilegir leikir þar sem að það er hart barist. Við erum bara spenntir, góð úrslit setja okkur í góða stöðu,“ segir Sölvi Geir í samtali við íþróttadeild. Víkingarnir eru með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar á næstu lið fyrir neðan sig og geta með sigri í kvöld breikkað bilið á milli sín og Breiðabliks í sjö stig. Skiptir það máli á þessum tímapunkti á tímabilinu? „Já auðvitað viltu alltaf koma þér eins langt frá andstæðingum þínum og þú mögulega getur. Það er góður möguleiki fyrir okkur núna að komast aðeins frá okkar helstu keppinautum síðustu ára. En við vitum líka að tímabilið er langt frá því búið, það á eftir að spila helling af fótbolta og mig minnir nú að í fyrra höfðum við verið með ágætis forskot sem við glutruðum niður með tímanum. Breiðablik gerði þar vel og fóru af stað í langa taplausa hrinu. Núna einbeitum við okkur bara að þessum eina leik þó svo að við getum komist í sjö stiga forystu á lið eins og Breiðablik, við megum ekki missa okkur í því. Við ætlum að gera vel í þessum leik.“ Eftir flotta byrjun á tímabilinu hefur lið Íslandsmeistara Breiðabliks hikstað upp á síðkastið. Liðið féll úr leik í bikarnum gegn Vestra á dögunum, hefur tapað tveimur leikjum í röð í deildinni fyrir leik kvöldsins og er fjöldi tapleikja liðsins í deildinni (3) sá sami og eftir deildarkeppni Bestu deildarinnar fyrir skiptingu á síðasta tímabili. Gerir slæmt gengi Breiðabliks upp á síðkastið þá að hættulegri andstæðingi komandi inn í leik kvöldsins? „Ég held að form liðanna, hvernig það hefur verið á tímabilinu, skipti voða litlu máli þegar komið er að þessum leik þar sem hér er um að ræða tvö lið sem hafa verið að keppast um titilinn síðustu ár. Það er sama hvernig takturinn hjá þeim er í deildinni, þeir ná alltaf að gíra sig upp í þessa leiki. Við vitum hvernig þetta hefur verið undanfarin ár. Það er mikill hiti í þessum leikjum, mikið undir og því skiptir í raun ekki neinu máli hvernig takturinn hefur verið. Ég veit að Blikarnir munu koma vel stemmdir inn í þennan leik, þetta verður hrikalega erfiður leikur. Það hefur yfirleitt verið erfitt fyrir öll lið að mæta í Kópavoginn. Við megum ekkert hugsa út í þeirra takt, einbeitum okkur frekar að okkur sjálfum, komum vel stemmdir inn í þetta og búumst við hörku leik.“ Þetta eru liðin sem hafa eldað grátt silfur saman í gegnum tíðina og mættust í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra, þar hafði Breiðablik betur á Víkingsvelli. Er sá leikur ykkur ofarlega í huga komandi inn í leik kvöldsins? „Þú þurftir að minnast á hann núna?“ svaraði Sölvi Geir og hló. „Nei alls ekki. Auðvitað situr þetta í mönnum, titillinn í fyrra vannst á mjög dramatískan hátt og ég held það vilji enginn upplifa svona aftur. Við kannski getum nýtt okkur þetta komandi inn í þennan leik, að muna eftir því hvernig okkur leið og þá sjá menn til þess að þeir mæta vel stemmdir og gíraðir inn í þennan leik.“ Stórleikur Breiðabliks og Víkings Reykjavíkur í 10.umferð Bestu deildar karla verður sýndur á Stöð 2 Sport í kvöld. Bein útsending frá Kópavogsvelli hefst klukkan sjö.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann