„Núverandi Herjólfur er ekki ætlaður fyrir þessa höfn,“ sagði Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, um umræðum um störf þingsins þar sem hún svaraði Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem gagnrýndi þá sem bæru ábyrgð á Landeyjarhöfn.
„Landeyjarhöfn hefur verið lokuð í 160 daga eða sex mánuði með ómældum óþægindum fyrir Eyjamenn og stórskaða fyrir ferðaþjónustuna og atvinnulífið í Eyjum,” sagði hann
Bætti við að hann hafi beint því til innanríkisráðherra að óháð úttekt verði gerð á því hvernig forsendur fyrir Landeyjarhöfn hafa staðist. „Það er mikilvægt að varpa ljósi á framtíð Landeyjarhafnar og að allt verði gert til að tryggja og bæta samgöngur við Eyjar og að ábyrgð allra á málinu verði ljós,“ sagði hann.
Unnur Brá sagðist vera stolt af því að bera sína ábyrgð á höfninni, hún hafi setið í stýrihópi sem vann undirbúning að gerð hafnarinnar. „Ég er ein af þeim sem ber ábyrgð á þeirri framkvæmd, ég er stolt af því,“ sagði hún og bætti við að verkinu væri þó ekki lokið; enn vantaði nýtt skip sem hafi verið hluti af planinu.
„Við þurfum að klára verkið og að því er unnið í innanríkisráðuneytinu,“ sagði hún.
Stolt af Landeyjahöfn en segir nýtt skip vanta
Aðalsteinn Kjartansson skrifar
