„Auðvitað bregður fólki“ Lovísa Arnardóttir og Magnús Jochum Pálsson skrifa 4. júní 2025 19:39 Halla Gunnarsdóttir gagnrýnir launahækkanir æðstu embættismanna og segir toppana í samfélaginu ekki sýna hófsemd. Formaður VR segir yfirvofandi launahækkanir æðstu embættismanna til marks um að topparnir í samfélaginu telji sig undanskylda þeim kröfum sem gerðar eru til venjulegs vinnandi fólks. Eðlilegra væri að launahækkanir embætismanna fylgdu kjarasamningum. Laun helstu ráðamanna og stjórnenda hjá hinu opinbera hækka um 6,5 prósent næstu mánaðamót. Það er um tveimur og hálfu prósentustigi meira en kjarasamningsbundin hækkun er á almennum markaði. Laun þingmanna hækka um mánaðamótin um 85 þúsund krónur. Launin eru uppfærð einu sinni á ári í samræmi við meðallaunahækkun ríkisstarfsmanna það ár en síðustu tvö ár hefur verið samþykkt á Alþingi bráðabirgðaákvæði til að takmarka hækkunina. Þannig hækkuðu launin aðeins um 2,5 prósent árið 2023 og ekki um meira en 66 þúsund krónur í fyrra. Í fyrra voru gerðir fjögurra ára kjarasamningar á launamarkaði með hóflegum launahækkunum með það að markmiði að halda verðbólgu í skefjum. Miðað er við um þriggja til fjögurra prósenta launahækkun á ári. Grunnviðmið eru um 23.70 krónur. Núna um mánaðamótin hækkaði þingfarakaup þingmanna um 6,5 prósent, eða um 85 þúsund krónur. Þingfararkaup verður þannig um 1,6 milljón á mánuði og laun ráðherra 2,6 milljónir. Laun forseta verða 4,25 milljónir og laun dómara við Hæstarétt 2,7 milljónir. Lovísa Arnardóttir, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Höllu Gunnarsdóttur, formann VR, sem sagði launahækkanirnar til marks um að „svigrúm til launahækkana“ eigi alltaf bara við um venjulegt vinnandi fólk. Hver er helst ykkar gagnrýni á þessar hækkanir núna? „Það sem auðvitað blasir við er að í aðdraganda kjarasamninga stígur seðlabankastjóri fram og kemur með sitt mat á því sem hann kallar svigrúm til launahækkana. Síðan kemur á daginn að þetta svigrúm á alltaf bara við venjulegt launafólk. Topparnir í samfélaginu, hvort sem það er innan stjórnmálanna eða atvinnulífsins, líta aldrei svo á að þetta svokallaða svigrúm eigi við þá,“ sagði Halla. „Þessu fylgja alla jafna miklar móralíseríngar gagnvart venjulegu vinnandi fólk, það þurfi að sýna hófsemd, spara og vera ekki að ætlast til of mikil. En síðan er það líka hófsemd sem virðist bara eiga við um lítinn hluta þessa þjóðfélags.“ Launaójöfnuður í samfélaginu mikill Er þetta staðreynd eða er eitthvað hægt að gera? „Auðvitað er hægt að gera fullt. Til dæmis væri hægt að miða við það að launahækkanir æðstu embættismanna tækju mið af kjarasamningum í landinu hverju sinni, þeir fylgdu þeim hækkunum sem þar er samið um og þá værum við nær því að vera á sama báti,“ segir Halla „En prósentuhækkanir draga líka fram launaójöfnuðinn í samfélaginu og hann er mjög mikill.“ Halla bendir á nýja skýrslu á vegum Hagstofunnar sem sýni að um 65 prósent fólks á Íslandi séu undir meðallaunum. Það sé hátt hlutfall. „Venjulegt vinnandi fólk sem sér ráðamenn með upp undir tvær milljónir og yfir það á mánuði fá 85 þúsund kall plús meira í vasann. Auðvitað bregður fólki,“ sagði Halla. Það mætti þá segja að boltinn sé hjá stjórnvöldum núna? „Boltinn hvað þetta varðar er hjá stjórnvöldum. En boltinn hvað þessa víðtæku umræðu um laun og kjör í samfélaginu varðar liggur hjá mörgum okkar og þar hljótum við að reisa kröfur fyrir venjulegt vinnandi fólk að kjarabætur rati til þeirra en ekki alltaf bara upp á toppana,“ sagði Halla að lokum. Kjaramál Alþingi Rekstur hins opinbera Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Sjá meira
Laun helstu ráðamanna og stjórnenda hjá hinu opinbera hækka um 6,5 prósent næstu mánaðamót. Það er um tveimur og hálfu prósentustigi meira en kjarasamningsbundin hækkun er á almennum markaði. Laun þingmanna hækka um mánaðamótin um 85 þúsund krónur. Launin eru uppfærð einu sinni á ári í samræmi við meðallaunahækkun ríkisstarfsmanna það ár en síðustu tvö ár hefur verið samþykkt á Alþingi bráðabirgðaákvæði til að takmarka hækkunina. Þannig hækkuðu launin aðeins um 2,5 prósent árið 2023 og ekki um meira en 66 þúsund krónur í fyrra. Í fyrra voru gerðir fjögurra ára kjarasamningar á launamarkaði með hóflegum launahækkunum með það að markmiði að halda verðbólgu í skefjum. Miðað er við um þriggja til fjögurra prósenta launahækkun á ári. Grunnviðmið eru um 23.70 krónur. Núna um mánaðamótin hækkaði þingfarakaup þingmanna um 6,5 prósent, eða um 85 þúsund krónur. Þingfararkaup verður þannig um 1,6 milljón á mánuði og laun ráðherra 2,6 milljónir. Laun forseta verða 4,25 milljónir og laun dómara við Hæstarétt 2,7 milljónir. Lovísa Arnardóttir, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Höllu Gunnarsdóttur, formann VR, sem sagði launahækkanirnar til marks um að „svigrúm til launahækkana“ eigi alltaf bara við um venjulegt vinnandi fólk. Hver er helst ykkar gagnrýni á þessar hækkanir núna? „Það sem auðvitað blasir við er að í aðdraganda kjarasamninga stígur seðlabankastjóri fram og kemur með sitt mat á því sem hann kallar svigrúm til launahækkana. Síðan kemur á daginn að þetta svigrúm á alltaf bara við venjulegt launafólk. Topparnir í samfélaginu, hvort sem það er innan stjórnmálanna eða atvinnulífsins, líta aldrei svo á að þetta svokallaða svigrúm eigi við þá,“ sagði Halla. „Þessu fylgja alla jafna miklar móralíseríngar gagnvart venjulegu vinnandi fólk, það þurfi að sýna hófsemd, spara og vera ekki að ætlast til of mikil. En síðan er það líka hófsemd sem virðist bara eiga við um lítinn hluta þessa þjóðfélags.“ Launaójöfnuður í samfélaginu mikill Er þetta staðreynd eða er eitthvað hægt að gera? „Auðvitað er hægt að gera fullt. Til dæmis væri hægt að miða við það að launahækkanir æðstu embættismanna tækju mið af kjarasamningum í landinu hverju sinni, þeir fylgdu þeim hækkunum sem þar er samið um og þá værum við nær því að vera á sama báti,“ segir Halla „En prósentuhækkanir draga líka fram launaójöfnuðinn í samfélaginu og hann er mjög mikill.“ Halla bendir á nýja skýrslu á vegum Hagstofunnar sem sýni að um 65 prósent fólks á Íslandi séu undir meðallaunum. Það sé hátt hlutfall. „Venjulegt vinnandi fólk sem sér ráðamenn með upp undir tvær milljónir og yfir það á mánuði fá 85 þúsund kall plús meira í vasann. Auðvitað bregður fólki,“ sagði Halla. Það mætti þá segja að boltinn sé hjá stjórnvöldum núna? „Boltinn hvað þetta varðar er hjá stjórnvöldum. En boltinn hvað þessa víðtæku umræðu um laun og kjör í samfélaginu varðar liggur hjá mörgum okkar og þar hljótum við að reisa kröfur fyrir venjulegt vinnandi fólk að kjarabætur rati til þeirra en ekki alltaf bara upp á toppana,“ sagði Halla að lokum.
Kjaramál Alþingi Rekstur hins opinbera Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Sjá meira