Leigubílstjórar ósáttir við lokun skúrsins: „Aumingjaskapur í þeim“ Agnar Már Másson skrifar 5. júní 2025 12:14 Hér má sjá kaffiskúr leigubílstjóra sem notaður hefur verið sem bænahús að undanförnu. Vísir/Já.is Leigubílstjórar eru ósáttir við ákvörðun Isavia um að loka umdeildum kaffiskúr á Keflavíkurflugvelli sem leigubílstjórar höfðu afnot af þar til hann var lagður undir bænahald. Þeir segja allt of langa göngufjarlægð milli leigubílastæðanna og flugstöðvarinnar þangað sem þeir eiga nú að sækja kaffisopa og komast á klósettið. Í gær greindi Vísir frá því að Keflavíkurflugvöllur hefði tekið ákvörðun um að loka fyrir aðgengi leigubílstjóra að geymsluskúr sem þeir hafa notað sem kaffiskúr um nokkurt skeið. Ástæðan var sögð „einvörðungu“ vera bágborið ástand skúrsins vegna viðhaldsskorts. Margir ráku upp stór augu þegar fram kom í fréttum fyrir rúmum mánuði síðan að skúrinn væri notaður sem bænahús múslima og virtist lokaður öðrum en þeim sem nota hann sem slíkt. Íslenskum leigubílstjórum var ekki skemmt þegar þeim var meinaður aðgangur að skúrnum og komust ekki einu sinni á salernið þar. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra uppnefndi skúrinn „nyrstu mosku í heimi“ í viðtali á Útvarpi Sögu en Isavia hefur tilkynnt að hún hyggist loka skúrnum á þriðjudag og íslenskir leigubílstjórar eru ekki sáttir. „Aumingjaskapur“ „Er þetta ekki bara aumingjaskapur í þeim að taka þessa aðstöðu af okkur?“ spyr Júlíus Helgi Pétursson, leigubílstjóri til tíu ára, í samtali við fréttastofu. „Við höfum haft hana í mörg ár. Þarna er salerni og svona.“ Í tilkynningunni í gær sagði Isavia að framvegis yrði leigubílstjórum bent á að nýta salernisaðstöðu í flugstöðinni líkt og aðrir þjónustuaðilar á flugvellinum. Júlíus, sem ekur fyrir Hreyfil, segir að það sé „hellingslabb“ frá leigubílastæðunum inn á flugstöð. Það fylgdi einnig tilkynningunni Isavia að ábendingar hefðu borist um ógagnsæja verðlagningu á leigubílaþjónustu. Vinna væri hafin við að tryggja betri umgjörð um þjónustu leigubíla á flugvellinum. Júlíus segir það löngu tímabært. „Maður fór þarna annað slagið en þetta fór strax“ „Þetta er skrítin nálgun hjá Isavia,“ segir Vigfús Sverrir Lýðsson, leigubílstjóri á A-stöðinni. Hann segir leitt að geta ekki nýtt sér aðstöðuna en oft þurfi bílstjórar að vera lengi við flugstöðina. „Ég er búinn að vera að keyra síðan 2022 og þá var talað um skúrinn, að menn voru þarna með mínútugrill og kaffivél. Maður fór þarna annað slagið en þetta fór strax. Sumarið 2023 var þetta tekið yfir í bænahald.“ Valur Ármann Gunnarsson, sem er einnig leigubílstjóri hjá A-stöðinni, er einnig ósáttur. „Eins og allt annað hjá Isavia, það stenst ekkert sem þeir segja,“ segir Valur. „Þeir lofa aðstöðu en svo standa þeir ekki við neitt.“ Hann segir einnig að leigubílastæðin séu í fullmikilli fjarlægð frá flugstöðinni. „Fyrst þarf að vera betri aðstaða fyrir okku. Við erum komnir svo langt frá flugstöðinni, það eru of fá stæði, það er svo margt sem þarf að laga þarna.“ Isavia Leigubílar Trúmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Í gær greindi Vísir frá því að Keflavíkurflugvöllur hefði tekið ákvörðun um að loka fyrir aðgengi leigubílstjóra að geymsluskúr sem þeir hafa notað sem kaffiskúr um nokkurt skeið. Ástæðan var sögð „einvörðungu“ vera bágborið ástand skúrsins vegna viðhaldsskorts. Margir ráku upp stór augu þegar fram kom í fréttum fyrir rúmum mánuði síðan að skúrinn væri notaður sem bænahús múslima og virtist lokaður öðrum en þeim sem nota hann sem slíkt. Íslenskum leigubílstjórum var ekki skemmt þegar þeim var meinaður aðgangur að skúrnum og komust ekki einu sinni á salernið þar. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra uppnefndi skúrinn „nyrstu mosku í heimi“ í viðtali á Útvarpi Sögu en Isavia hefur tilkynnt að hún hyggist loka skúrnum á þriðjudag og íslenskir leigubílstjórar eru ekki sáttir. „Aumingjaskapur“ „Er þetta ekki bara aumingjaskapur í þeim að taka þessa aðstöðu af okkur?“ spyr Júlíus Helgi Pétursson, leigubílstjóri til tíu ára, í samtali við fréttastofu. „Við höfum haft hana í mörg ár. Þarna er salerni og svona.“ Í tilkynningunni í gær sagði Isavia að framvegis yrði leigubílstjórum bent á að nýta salernisaðstöðu í flugstöðinni líkt og aðrir þjónustuaðilar á flugvellinum. Júlíus, sem ekur fyrir Hreyfil, segir að það sé „hellingslabb“ frá leigubílastæðunum inn á flugstöð. Það fylgdi einnig tilkynningunni Isavia að ábendingar hefðu borist um ógagnsæja verðlagningu á leigubílaþjónustu. Vinna væri hafin við að tryggja betri umgjörð um þjónustu leigubíla á flugvellinum. Júlíus segir það löngu tímabært. „Maður fór þarna annað slagið en þetta fór strax“ „Þetta er skrítin nálgun hjá Isavia,“ segir Vigfús Sverrir Lýðsson, leigubílstjóri á A-stöðinni. Hann segir leitt að geta ekki nýtt sér aðstöðuna en oft þurfi bílstjórar að vera lengi við flugstöðina. „Ég er búinn að vera að keyra síðan 2022 og þá var talað um skúrinn, að menn voru þarna með mínútugrill og kaffivél. Maður fór þarna annað slagið en þetta fór strax. Sumarið 2023 var þetta tekið yfir í bænahald.“ Valur Ármann Gunnarsson, sem er einnig leigubílstjóri hjá A-stöðinni, er einnig ósáttur. „Eins og allt annað hjá Isavia, það stenst ekkert sem þeir segja,“ segir Valur. „Þeir lofa aðstöðu en svo standa þeir ekki við neitt.“ Hann segir einnig að leigubílastæðin séu í fullmikilli fjarlægð frá flugstöðinni. „Fyrst þarf að vera betri aðstaða fyrir okku. Við erum komnir svo langt frá flugstöðinni, það eru of fá stæði, það er svo margt sem þarf að laga þarna.“
Isavia Leigubílar Trúmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira