Leigubílstjórar ósáttir við lokun skúrsins: „Aumingjaskapur í þeim“ Agnar Már Másson skrifar 5. júní 2025 12:14 Hér má sjá kaffiskúr leigubílstjóra sem notaður hefur verið sem bænahús að undanförnu. Vísir/Já.is Leigubílstjórar eru ósáttir við ákvörðun Isavia um að loka umdeildum kaffiskúr á Keflavíkurflugvelli sem leigubílstjórar höfðu afnot af þar til hann var lagður undir bænahald. Þeir segja allt of langa göngufjarlægð milli leigubílastæðanna og flugstöðvarinnar þangað sem þeir eiga nú að sækja kaffisopa og komast á klósettið. Í gær greindi Vísir frá því að Keflavíkurflugvöllur hefði tekið ákvörðun um að loka fyrir aðgengi leigubílstjóra að geymsluskúr sem þeir hafa notað sem kaffiskúr um nokkurt skeið. Ástæðan var sögð „einvörðungu“ vera bágborið ástand skúrsins vegna viðhaldsskorts. Margir ráku upp stór augu þegar fram kom í fréttum fyrir rúmum mánuði síðan að skúrinn væri notaður sem bænahús múslima og virtist lokaður öðrum en þeim sem nota hann sem slíkt. Íslenskum leigubílstjórum var ekki skemmt þegar þeim var meinaður aðgangur að skúrnum og komust ekki einu sinni á salernið þar. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra uppnefndi skúrinn „nyrstu mosku í heimi“ í viðtali á Útvarpi Sögu en Isavia hefur tilkynnt að hún hyggist loka skúrnum á þriðjudag og íslenskir leigubílstjórar eru ekki sáttir. „Aumingjaskapur“ „Er þetta ekki bara aumingjaskapur í þeim að taka þessa aðstöðu af okkur?“ spyr Júlíus Helgi Pétursson, leigubílstjóri til tíu ára, í samtali við fréttastofu. „Við höfum haft hana í mörg ár. Þarna er salerni og svona.“ Í tilkynningunni í gær sagði Isavia að framvegis yrði leigubílstjórum bent á að nýta salernisaðstöðu í flugstöðinni líkt og aðrir þjónustuaðilar á flugvellinum. Júlíus, sem ekur fyrir Hreyfil, segir að það sé „hellingslabb“ frá leigubílastæðunum inn á flugstöð. Það fylgdi einnig tilkynningunni Isavia að ábendingar hefðu borist um ógagnsæja verðlagningu á leigubílaþjónustu. Vinna væri hafin við að tryggja betri umgjörð um þjónustu leigubíla á flugvellinum. Júlíus segir það löngu tímabært. „Maður fór þarna annað slagið en þetta fór strax“ „Þetta er skrítin nálgun hjá Isavia,“ segir Vigfús Sverrir Lýðsson, leigubílstjóri á A-stöðinni. Hann segir leitt að geta ekki nýtt sér aðstöðuna en oft þurfi bílstjórar að vera lengi við flugstöðina. „Ég er búinn að vera að keyra síðan 2022 og þá var talað um skúrinn, að menn voru þarna með mínútugrill og kaffivél. Maður fór þarna annað slagið en þetta fór strax. Sumarið 2023 var þetta tekið yfir í bænahald.“ Valur Ármann Gunnarsson, sem er einnig leigubílstjóri hjá A-stöðinni, er einnig ósáttur. „Eins og allt annað hjá Isavia, það stenst ekkert sem þeir segja,“ segir Valur. „Þeir lofa aðstöðu en svo standa þeir ekki við neitt.“ Hann segir einnig að leigubílastæðin séu í fullmikilli fjarlægð frá flugstöðinni. „Fyrst þarf að vera betri aðstaða fyrir okku. Við erum komnir svo langt frá flugstöðinni, það eru of fá stæði, það er svo margt sem þarf að laga þarna.“ Isavia Leigubílar Trúmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Í gær greindi Vísir frá því að Keflavíkurflugvöllur hefði tekið ákvörðun um að loka fyrir aðgengi leigubílstjóra að geymsluskúr sem þeir hafa notað sem kaffiskúr um nokkurt skeið. Ástæðan var sögð „einvörðungu“ vera bágborið ástand skúrsins vegna viðhaldsskorts. Margir ráku upp stór augu þegar fram kom í fréttum fyrir rúmum mánuði síðan að skúrinn væri notaður sem bænahús múslima og virtist lokaður öðrum en þeim sem nota hann sem slíkt. Íslenskum leigubílstjórum var ekki skemmt þegar þeim var meinaður aðgangur að skúrnum og komust ekki einu sinni á salernið þar. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra uppnefndi skúrinn „nyrstu mosku í heimi“ í viðtali á Útvarpi Sögu en Isavia hefur tilkynnt að hún hyggist loka skúrnum á þriðjudag og íslenskir leigubílstjórar eru ekki sáttir. „Aumingjaskapur“ „Er þetta ekki bara aumingjaskapur í þeim að taka þessa aðstöðu af okkur?“ spyr Júlíus Helgi Pétursson, leigubílstjóri til tíu ára, í samtali við fréttastofu. „Við höfum haft hana í mörg ár. Þarna er salerni og svona.“ Í tilkynningunni í gær sagði Isavia að framvegis yrði leigubílstjórum bent á að nýta salernisaðstöðu í flugstöðinni líkt og aðrir þjónustuaðilar á flugvellinum. Júlíus, sem ekur fyrir Hreyfil, segir að það sé „hellingslabb“ frá leigubílastæðunum inn á flugstöð. Það fylgdi einnig tilkynningunni Isavia að ábendingar hefðu borist um ógagnsæja verðlagningu á leigubílaþjónustu. Vinna væri hafin við að tryggja betri umgjörð um þjónustu leigubíla á flugvellinum. Júlíus segir það löngu tímabært. „Maður fór þarna annað slagið en þetta fór strax“ „Þetta er skrítin nálgun hjá Isavia,“ segir Vigfús Sverrir Lýðsson, leigubílstjóri á A-stöðinni. Hann segir leitt að geta ekki nýtt sér aðstöðuna en oft þurfi bílstjórar að vera lengi við flugstöðina. „Ég er búinn að vera að keyra síðan 2022 og þá var talað um skúrinn, að menn voru þarna með mínútugrill og kaffivél. Maður fór þarna annað slagið en þetta fór strax. Sumarið 2023 var þetta tekið yfir í bænahald.“ Valur Ármann Gunnarsson, sem er einnig leigubílstjóri hjá A-stöðinni, er einnig ósáttur. „Eins og allt annað hjá Isavia, það stenst ekkert sem þeir segja,“ segir Valur. „Þeir lofa aðstöðu en svo standa þeir ekki við neitt.“ Hann segir einnig að leigubílastæðin séu í fullmikilli fjarlægð frá flugstöðinni. „Fyrst þarf að vera betri aðstaða fyrir okku. Við erum komnir svo langt frá flugstöðinni, það eru of fá stæði, það er svo margt sem þarf að laga þarna.“
Isavia Leigubílar Trúmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira