Strætó dældi milljónum í öryggisgæslu í Mjódd Agnar Már Másson skrifar 5. júní 2025 10:56 Vagnstjórar óttuðust um öryggi sitt í Mjóddinni vegna ofbeldisöldu í Breiðholti. Tveir öryggisverðir voru þar störfum síðustu fimm mánuði. Vísir/Vilhelm Strætó varði milljónum króna í öryggisgæslu í Mjódd síðustu mánuði þar sem vagnstjórar óttuðust um öryggi sitt við biðstöðina. Strætó hætti þessari auknu gæslu um mánaðamótin. Síðustu mánuði hefur verið greint frá ofbeldisöldu meðal ungmenna í Breiðholti. Í mars var meðal annars greint frá því þegar barn kastaði gangstéttarhellu í höfuðið á farþega þegar hann steig úr vagni í Mjóddinni. Strætóbílstjórar hafa óttast um öryggi sitt á biðstöðinni að undanförnu, að sögn framkvæmdastjóra Strætó á höfuðborgarsvæðinu, og því réði byggðasamlagið tvo öryggisverði. „Við réðum öryggisverði á stoppustöðina í Mjódd sem standa þar úti og fylgjast með og grípa inn í ef þörf er á eftir því sem þeim er heimilt, vegna þess að vagnstjórar óttuðust á tíma um öryggi sitt,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs, í samtali við fréttastofu. Gæslan kostaði Strætó um 4 milljónir á mánuði, að sögn Jóhannesar. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó.Mynd/Strætó Öryggisverðirnir, sem voru klæddir stunguvestum, hafi verið þar við vinnu frá kl. 18 að þar til upp úr miðnætti. „En við erum hættir þessari öryggisgæslu,“ bætir hann við en nefnir að þessi aukna gælsa hafi staðið yfir frá áramótum fram í lok maí. „Við mátum það sem svo að ástandið hafi verið óæskilegt og það væri ekki ástæða til að hafa þetta lengur. En auðvitað fylgjumst við bara með. Okkur er bara umhugað um öryggi starfsmanna.“ Á síðasta stjórnarfundi bókaði stjórn byggðasamlagsins að það væri „óásættanlegt“ að Strætó þyrfti að halda uppi öryggisgæslu á einni helstu biðstöð Strætó til að tryggja öryggi starfsmanna og farþega og skoraði á félagsmála- og löggæsluyfirvöld að „grípa til viðeigandi ráðstafana strax“. Fenguð þið engan hljómgrunn hjá löggæsluyfirvöldum? „Jú jú, það er náttúrulega alþekkt að það er búið að vera mikið eftirlit með Mjóddinni, það er ekki spurning. Við, eins og kannski margir aðrir, erum samt oft óþolinmóðir að fólk stígi inn í svona mál. Auðvitað gera menn það, en úrræðin vaxa ekkert á trjánum,“ svarar Jóhannes. Ofbeldi barna Reykjavík Börn og uppeldi Strætó Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Síðustu mánuði hefur verið greint frá ofbeldisöldu meðal ungmenna í Breiðholti. Í mars var meðal annars greint frá því þegar barn kastaði gangstéttarhellu í höfuðið á farþega þegar hann steig úr vagni í Mjóddinni. Strætóbílstjórar hafa óttast um öryggi sitt á biðstöðinni að undanförnu, að sögn framkvæmdastjóra Strætó á höfuðborgarsvæðinu, og því réði byggðasamlagið tvo öryggisverði. „Við réðum öryggisverði á stoppustöðina í Mjódd sem standa þar úti og fylgjast með og grípa inn í ef þörf er á eftir því sem þeim er heimilt, vegna þess að vagnstjórar óttuðust á tíma um öryggi sitt,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs, í samtali við fréttastofu. Gæslan kostaði Strætó um 4 milljónir á mánuði, að sögn Jóhannesar. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó.Mynd/Strætó Öryggisverðirnir, sem voru klæddir stunguvestum, hafi verið þar við vinnu frá kl. 18 að þar til upp úr miðnætti. „En við erum hættir þessari öryggisgæslu,“ bætir hann við en nefnir að þessi aukna gælsa hafi staðið yfir frá áramótum fram í lok maí. „Við mátum það sem svo að ástandið hafi verið óæskilegt og það væri ekki ástæða til að hafa þetta lengur. En auðvitað fylgjumst við bara með. Okkur er bara umhugað um öryggi starfsmanna.“ Á síðasta stjórnarfundi bókaði stjórn byggðasamlagsins að það væri „óásættanlegt“ að Strætó þyrfti að halda uppi öryggisgæslu á einni helstu biðstöð Strætó til að tryggja öryggi starfsmanna og farþega og skoraði á félagsmála- og löggæsluyfirvöld að „grípa til viðeigandi ráðstafana strax“. Fenguð þið engan hljómgrunn hjá löggæsluyfirvöldum? „Jú jú, það er náttúrulega alþekkt að það er búið að vera mikið eftirlit með Mjóddinni, það er ekki spurning. Við, eins og kannski margir aðrir, erum samt oft óþolinmóðir að fólk stígi inn í svona mál. Auðvitað gera menn það, en úrræðin vaxa ekkert á trjánum,“ svarar Jóhannes.
Ofbeldi barna Reykjavík Börn og uppeldi Strætó Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira