Strætó dældi milljónum í öryggisgæslu í Mjódd Agnar Már Másson skrifar 5. júní 2025 10:56 Vagnstjórar óttuðust um öryggi sitt í Mjóddinni vegna ofbeldisöldu í Breiðholti. Tveir öryggisverðir voru þar störfum síðustu fimm mánuði. Vísir/Vilhelm Strætó varði milljónum króna í öryggisgæslu í Mjódd síðustu mánuði þar sem vagnstjórar óttuðust um öryggi sitt við biðstöðina. Strætó hætti þessari auknu gæslu um mánaðamótin. Síðustu mánuði hefur verið greint frá ofbeldisöldu meðal ungmenna í Breiðholti. Í mars var meðal annars greint frá því þegar barn kastaði gangstéttarhellu í höfuðið á farþega þegar hann steig úr vagni í Mjóddinni. Strætóbílstjórar hafa óttast um öryggi sitt á biðstöðinni að undanförnu, að sögn framkvæmdastjóra Strætó á höfuðborgarsvæðinu, og því réði byggðasamlagið tvo öryggisverði. „Við réðum öryggisverði á stoppustöðina í Mjódd sem standa þar úti og fylgjast með og grípa inn í ef þörf er á eftir því sem þeim er heimilt, vegna þess að vagnstjórar óttuðust á tíma um öryggi sitt,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs, í samtali við fréttastofu. Gæslan kostaði Strætó um 4 milljónir á mánuði, að sögn Jóhannesar. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó.Mynd/Strætó Öryggisverðirnir, sem voru klæddir stunguvestum, hafi verið þar við vinnu frá kl. 18 að þar til upp úr miðnætti. „En við erum hættir þessari öryggisgæslu,“ bætir hann við en nefnir að þessi aukna gælsa hafi staðið yfir frá áramótum fram í lok maí. „Við mátum það sem svo að ástandið hafi verið óæskilegt og það væri ekki ástæða til að hafa þetta lengur. En auðvitað fylgjumst við bara með. Okkur er bara umhugað um öryggi starfsmanna.“ Á síðasta stjórnarfundi bókaði stjórn byggðasamlagsins að það væri „óásættanlegt“ að Strætó þyrfti að halda uppi öryggisgæslu á einni helstu biðstöð Strætó til að tryggja öryggi starfsmanna og farþega og skoraði á félagsmála- og löggæsluyfirvöld að „grípa til viðeigandi ráðstafana strax“. Fenguð þið engan hljómgrunn hjá löggæsluyfirvöldum? „Jú jú, það er náttúrulega alþekkt að það er búið að vera mikið eftirlit með Mjóddinni, það er ekki spurning. Við, eins og kannski margir aðrir, erum samt oft óþolinmóðir að fólk stígi inn í svona mál. Auðvitað gera menn það, en úrræðin vaxa ekkert á trjánum,“ svarar Jóhannes. Ofbeldi barna Reykjavík Börn og uppeldi Strætó Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Síðustu mánuði hefur verið greint frá ofbeldisöldu meðal ungmenna í Breiðholti. Í mars var meðal annars greint frá því þegar barn kastaði gangstéttarhellu í höfuðið á farþega þegar hann steig úr vagni í Mjóddinni. Strætóbílstjórar hafa óttast um öryggi sitt á biðstöðinni að undanförnu, að sögn framkvæmdastjóra Strætó á höfuðborgarsvæðinu, og því réði byggðasamlagið tvo öryggisverði. „Við réðum öryggisverði á stoppustöðina í Mjódd sem standa þar úti og fylgjast með og grípa inn í ef þörf er á eftir því sem þeim er heimilt, vegna þess að vagnstjórar óttuðust á tíma um öryggi sitt,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs, í samtali við fréttastofu. Gæslan kostaði Strætó um 4 milljónir á mánuði, að sögn Jóhannesar. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó.Mynd/Strætó Öryggisverðirnir, sem voru klæddir stunguvestum, hafi verið þar við vinnu frá kl. 18 að þar til upp úr miðnætti. „En við erum hættir þessari öryggisgæslu,“ bætir hann við en nefnir að þessi aukna gælsa hafi staðið yfir frá áramótum fram í lok maí. „Við mátum það sem svo að ástandið hafi verið óæskilegt og það væri ekki ástæða til að hafa þetta lengur. En auðvitað fylgjumst við bara með. Okkur er bara umhugað um öryggi starfsmanna.“ Á síðasta stjórnarfundi bókaði stjórn byggðasamlagsins að það væri „óásættanlegt“ að Strætó þyrfti að halda uppi öryggisgæslu á einni helstu biðstöð Strætó til að tryggja öryggi starfsmanna og farþega og skoraði á félagsmála- og löggæsluyfirvöld að „grípa til viðeigandi ráðstafana strax“. Fenguð þið engan hljómgrunn hjá löggæsluyfirvöldum? „Jú jú, það er náttúrulega alþekkt að það er búið að vera mikið eftirlit með Mjóddinni, það er ekki spurning. Við, eins og kannski margir aðrir, erum samt oft óþolinmóðir að fólk stígi inn í svona mál. Auðvitað gera menn það, en úrræðin vaxa ekkert á trjánum,“ svarar Jóhannes.
Ofbeldi barna Reykjavík Börn og uppeldi Strætó Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira