Endurvekur ferðabannið Samúel Karl Ólason skrifar 5. júní 2025 06:34 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur endurvakið ferðabann sitt frá 2017 gagnvart íbúum nokkurra múslimalanda, auk nokkurra ríkja til viðbóta. Ríkisborgurum frá alls tólf ríkjum verður meinað ferðast til Bandaríkjanna þegar bannið tekur gildi næsta mánudag og verða tálmar settir í veg íbúa sjö ríkja til viðbótar. Trump greip til svipaðra aðgerða árið 2017 þegar hann bannaði fólki frá sjö ríkjum að ferðast til Bandaríkjanna. Þá hófust málaferli sem enduðu á því að hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að Trump hefði ekki farið út fyrir valdheimildir sínar. Sjá einnig: Trump fagnar sigri eftir að hæstiréttur staðfesti ferðabann hans Ríkin sem rata á bannlistann eru Afganistan, Mjanmar, Tjad, Austur-Kongó, Miðbaugs-Gínea, Eiritrea, Haítí, Íran, Líbía, Sómalía, Súdan og Jemen. Auk þeirra verður erfiðara frá íbúum Búrúndí, Kúbu, Laos, Síerra Leóne, Tógó, Túrkmenistan og Venesúela að ferðast til Bandaríkjanna, eins og fram kemur í AP fréttaveitunni. Sjá einnig: Ferðabann Trump gegn múslimalöndum tekur gildi Í myndbandi sem hann birti á samfélagsmiðli sínum tengdi Trump þetta nýja ferðabann við árásina í Boulder í Colorado, sem hann sagði sýna fram á hættuna af fólki sem dvelur lengur í Bandaríkjunum en því er heimilt. Árásarmaðurinn í Colorado er frá Egyptalandi, sem er ekki á bannlista Trumps. Hann mun hafa ferðast til Bandaríkjanna á ferðamannavegabréfsáritun en ekki farið aftur úr landi. Þá sagði Trump að sum ríki könnuðu fólk ekki nægilega vel og neituðu að taka aftur á móti fólki þegar þeim væri vísað úr landi. „Við viljum þau ekki,“ sagði Trump. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Birtir þrisvar sinnum fleiri færslur en áður Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur aldrei verið virkari á samfélagsmiðlum en nú. Á fyrstu 132 dögum hans í starfi skrifaði birti hann 2.262 færslur á síðu sinni á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli. Það eru rúmlega sautján færslur á dag og rúmlega þrefalt fleiri færslur en hann birti á Twitter á sama tímabili á hans fyrra kjörtímabili. 4. júní 2025 12:53 Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Forsvarsmenn bílaframleiðenda og annarra fyrirtækja víðsvegar um heiminn vara við því að bílaframleiðsla gæti stöðvast vegna skorts á sérstökum seglum, sem eru nánast eingöngu framleiddir í Kína. Verksmiðjum gæti verið lokað víða um heim á næstu vikum felli Kínverjar ekki niður tálma á útflutningi þessara segla og sjaldgæfra málma sem notaðir eru við framleiðslu þeirra. 4. júní 2025 10:21 Musk hraunar yfir „stórt og fallegt“ frumvarp Trumps Elon Musk, auðugasti maður heims, sem staðið hefur dyggilega við bak Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, segir hið „stóra og fallega“ fjárlagafrumvarp sem Trump vill að Repúblikanar samþykki sé „viðurstyggilegur hryllingur“. Hann segir alla þá sem hafa stutt það eiga að skammast sín. 4. júní 2025 07:24 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Trump greip til svipaðra aðgerða árið 2017 þegar hann bannaði fólki frá sjö ríkjum að ferðast til Bandaríkjanna. Þá hófust málaferli sem enduðu á því að hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að Trump hefði ekki farið út fyrir valdheimildir sínar. Sjá einnig: Trump fagnar sigri eftir að hæstiréttur staðfesti ferðabann hans Ríkin sem rata á bannlistann eru Afganistan, Mjanmar, Tjad, Austur-Kongó, Miðbaugs-Gínea, Eiritrea, Haítí, Íran, Líbía, Sómalía, Súdan og Jemen. Auk þeirra verður erfiðara frá íbúum Búrúndí, Kúbu, Laos, Síerra Leóne, Tógó, Túrkmenistan og Venesúela að ferðast til Bandaríkjanna, eins og fram kemur í AP fréttaveitunni. Sjá einnig: Ferðabann Trump gegn múslimalöndum tekur gildi Í myndbandi sem hann birti á samfélagsmiðli sínum tengdi Trump þetta nýja ferðabann við árásina í Boulder í Colorado, sem hann sagði sýna fram á hættuna af fólki sem dvelur lengur í Bandaríkjunum en því er heimilt. Árásarmaðurinn í Colorado er frá Egyptalandi, sem er ekki á bannlista Trumps. Hann mun hafa ferðast til Bandaríkjanna á ferðamannavegabréfsáritun en ekki farið aftur úr landi. Þá sagði Trump að sum ríki könnuðu fólk ekki nægilega vel og neituðu að taka aftur á móti fólki þegar þeim væri vísað úr landi. „Við viljum þau ekki,“ sagði Trump.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Birtir þrisvar sinnum fleiri færslur en áður Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur aldrei verið virkari á samfélagsmiðlum en nú. Á fyrstu 132 dögum hans í starfi skrifaði birti hann 2.262 færslur á síðu sinni á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli. Það eru rúmlega sautján færslur á dag og rúmlega þrefalt fleiri færslur en hann birti á Twitter á sama tímabili á hans fyrra kjörtímabili. 4. júní 2025 12:53 Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Forsvarsmenn bílaframleiðenda og annarra fyrirtækja víðsvegar um heiminn vara við því að bílaframleiðsla gæti stöðvast vegna skorts á sérstökum seglum, sem eru nánast eingöngu framleiddir í Kína. Verksmiðjum gæti verið lokað víða um heim á næstu vikum felli Kínverjar ekki niður tálma á útflutningi þessara segla og sjaldgæfra málma sem notaðir eru við framleiðslu þeirra. 4. júní 2025 10:21 Musk hraunar yfir „stórt og fallegt“ frumvarp Trumps Elon Musk, auðugasti maður heims, sem staðið hefur dyggilega við bak Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, segir hið „stóra og fallega“ fjárlagafrumvarp sem Trump vill að Repúblikanar samþykki sé „viðurstyggilegur hryllingur“. Hann segir alla þá sem hafa stutt það eiga að skammast sín. 4. júní 2025 07:24 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Birtir þrisvar sinnum fleiri færslur en áður Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur aldrei verið virkari á samfélagsmiðlum en nú. Á fyrstu 132 dögum hans í starfi skrifaði birti hann 2.262 færslur á síðu sinni á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli. Það eru rúmlega sautján færslur á dag og rúmlega þrefalt fleiri færslur en hann birti á Twitter á sama tímabili á hans fyrra kjörtímabili. 4. júní 2025 12:53
Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Forsvarsmenn bílaframleiðenda og annarra fyrirtækja víðsvegar um heiminn vara við því að bílaframleiðsla gæti stöðvast vegna skorts á sérstökum seglum, sem eru nánast eingöngu framleiddir í Kína. Verksmiðjum gæti verið lokað víða um heim á næstu vikum felli Kínverjar ekki niður tálma á útflutningi þessara segla og sjaldgæfra málma sem notaðir eru við framleiðslu þeirra. 4. júní 2025 10:21
Musk hraunar yfir „stórt og fallegt“ frumvarp Trumps Elon Musk, auðugasti maður heims, sem staðið hefur dyggilega við bak Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, segir hið „stóra og fallega“ fjárlagafrumvarp sem Trump vill að Repúblikanar samþykki sé „viðurstyggilegur hryllingur“. Hann segir alla þá sem hafa stutt það eiga að skammast sín. 4. júní 2025 07:24
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent