Sári djúpt snortinn yfir stuðningi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júní 2025 10:13 Sári birtir þessar myndir með færslu sinni. Sári Morg Gergö Sári Morg Gergó, ungverskur karlmaður sem slasaðist illa í brunanum á Hjarðarhaga fyrir tveimur vikum, er á góðum batavegi. Hann segir brunasár á líkamanum gróa vel. Síðustu tvær vikur hafi verið rússíbanareið. Sári var á meðal fjögurra karlmanna sem leigðu herbergi í íbúð í kjallara á Hjarðarhaga 48 í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem eldur kviknaði að morgni fimmtudagsins 22. maí. Þrír karlmannanna voru heima og tókst Sári að brjóta sér leið út úr íbúðinni. Hinir tveir brunnu inni. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru bensínbrúsar inni í íbúðinni og hefur lögregla á höfuðborgarsvæðinu til rannsóknar hvort um íkveikju hafi verið að ræða. Sári hefur sagst telja líklegt að bandarískur karlmaður á sextugsaldri, sem vísa átti úr íbúðinni, hafi kveikt í íbúðinni. „Til að byrja með vil ég þakka öllum fyrir alls kyns stuðning sem mér hefur borist síðustu tvær vikurnar,“ segir Sári í færslu á Facebook. „Ég átti aldrei von á því að eiga svona marga að sem ég gæti treyst á.“ Sári segir að sér hafi borist fjöldinn allur af skilaboðum. Hann hafi ekki getað svarað hverjum og einum en geri það þess í stað í færslunni. Útsýnið úr herbergi Sári á Landspítalanum í Fossvogi. „Brunasárin og skurðirnir gróa vel, ný húð er farin að taka á sig fína mynd á vinstri handlegg og hönd. Andlitið er orðið heilt aftur,“ segir Sári. Hann hafi brunnið á vinstri hluta andlitsins. Brunasár séu heilt yfir á vinstri hlið líkama hans en sárin grói vel. „Ég er farinn að geta séð um mig að mestu sjálfur með stuðningi Mariu kærustu minnar. Hún stendur mér við hlið dag hvern.“ Síðasta aðgerðin hafi verið í gær og saumar hafi verið fjarlægðir fyrir þremur dögum. Hann hafi í heildina farið í tvær aðgerðir og fjórar meðferðir þar sem dauð húð var fjarlægð. Eldurinn kviknaði í kjallara í blokk við Hjarðarhaga í Vesturbænum.Vísir/Anton Brink „Vegna verkja þurfti að svæfa mig í þrjú af fjórum skiptum.“ Hann hrósar starfsfólki Landspítalans og segir um að ræða fagfólk fram í fingurgóma. „Ég var í bestu mögulegu höndum. Ég er afar þakklátur Landspítalanum.“ Hann reiknar með að dagurinn í dag eða morgun verði hans síðasti á sjúkrahúsinu. „Síðustu tvær vikur hafa verið eins og rússíbani á öllum sviðum, ýmsar hugsanir og nýjar upplifanir. En sem betur fer líður mér betur dag frá degi. Enn og aftur, hjartans þakkir til ykkar allra fyrir hjálpina og ég hlakka til að hitta mörg ykkar innan tíðar.“ Eigandi íbúðarinnar á Hjarðarhaga 48 hefur ekki gefið fréttastofu kost á viðtali. Eldsvoði á Hjarðarhaga Slökkvilið Landspítalinn Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Bensínbrúsar inni í íbúðinni Tveir karlmenn eru látnir eftir eldsvoða í kjallaraíbúð á Hjarðarhaga og sá þriðji er alvarlega slasaður. Samkvæmt heimildum voru bensínbrúsar inni í íbúðinni og lögregla rannsakar meðal annars hvort um íkveikju hafi verið að ræða. 23. maí 2025 18:47 Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Tveir karlmenn eru látnir eftir eldsvoða í kjallaraíbúð á Hjarðarhaga og sá þriðji er alvarlega slasaður. Samkvæmt heimildum voru bensínbrúsar inni í íbúðinni og lögregla rannsakar meðal annars hvort um íkveikju hafi verið að ræða. Við ræðum við aðstoðaryfirlögregluþjón um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 23. maí 2025 18:02 „Verkefnið bara heltekur okkur“ Lögregla rannsakar hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað í tengslum við mannskæðan bruna í Hjarðarhaga í gær og skýrslur verða teknar í dag. Einn lést í gær og sá sem var fluttur alvarlega slasaður á spítala lést í dag. Slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu segir að gera hefði mátt betur í áfallahjálp á vettvangi. 23. maí 2025 16:02 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Sári var á meðal fjögurra karlmanna sem leigðu herbergi í íbúð í kjallara á Hjarðarhaga 48 í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem eldur kviknaði að morgni fimmtudagsins 22. maí. Þrír karlmannanna voru heima og tókst Sári að brjóta sér leið út úr íbúðinni. Hinir tveir brunnu inni. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru bensínbrúsar inni í íbúðinni og hefur lögregla á höfuðborgarsvæðinu til rannsóknar hvort um íkveikju hafi verið að ræða. Sári hefur sagst telja líklegt að bandarískur karlmaður á sextugsaldri, sem vísa átti úr íbúðinni, hafi kveikt í íbúðinni. „Til að byrja með vil ég þakka öllum fyrir alls kyns stuðning sem mér hefur borist síðustu tvær vikurnar,“ segir Sári í færslu á Facebook. „Ég átti aldrei von á því að eiga svona marga að sem ég gæti treyst á.“ Sári segir að sér hafi borist fjöldinn allur af skilaboðum. Hann hafi ekki getað svarað hverjum og einum en geri það þess í stað í færslunni. Útsýnið úr herbergi Sári á Landspítalanum í Fossvogi. „Brunasárin og skurðirnir gróa vel, ný húð er farin að taka á sig fína mynd á vinstri handlegg og hönd. Andlitið er orðið heilt aftur,“ segir Sári. Hann hafi brunnið á vinstri hluta andlitsins. Brunasár séu heilt yfir á vinstri hlið líkama hans en sárin grói vel. „Ég er farinn að geta séð um mig að mestu sjálfur með stuðningi Mariu kærustu minnar. Hún stendur mér við hlið dag hvern.“ Síðasta aðgerðin hafi verið í gær og saumar hafi verið fjarlægðir fyrir þremur dögum. Hann hafi í heildina farið í tvær aðgerðir og fjórar meðferðir þar sem dauð húð var fjarlægð. Eldurinn kviknaði í kjallara í blokk við Hjarðarhaga í Vesturbænum.Vísir/Anton Brink „Vegna verkja þurfti að svæfa mig í þrjú af fjórum skiptum.“ Hann hrósar starfsfólki Landspítalans og segir um að ræða fagfólk fram í fingurgóma. „Ég var í bestu mögulegu höndum. Ég er afar þakklátur Landspítalanum.“ Hann reiknar með að dagurinn í dag eða morgun verði hans síðasti á sjúkrahúsinu. „Síðustu tvær vikur hafa verið eins og rússíbani á öllum sviðum, ýmsar hugsanir og nýjar upplifanir. En sem betur fer líður mér betur dag frá degi. Enn og aftur, hjartans þakkir til ykkar allra fyrir hjálpina og ég hlakka til að hitta mörg ykkar innan tíðar.“ Eigandi íbúðarinnar á Hjarðarhaga 48 hefur ekki gefið fréttastofu kost á viðtali.
Eldsvoði á Hjarðarhaga Slökkvilið Landspítalinn Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Bensínbrúsar inni í íbúðinni Tveir karlmenn eru látnir eftir eldsvoða í kjallaraíbúð á Hjarðarhaga og sá þriðji er alvarlega slasaður. Samkvæmt heimildum voru bensínbrúsar inni í íbúðinni og lögregla rannsakar meðal annars hvort um íkveikju hafi verið að ræða. 23. maí 2025 18:47 Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Tveir karlmenn eru látnir eftir eldsvoða í kjallaraíbúð á Hjarðarhaga og sá þriðji er alvarlega slasaður. Samkvæmt heimildum voru bensínbrúsar inni í íbúðinni og lögregla rannsakar meðal annars hvort um íkveikju hafi verið að ræða. Við ræðum við aðstoðaryfirlögregluþjón um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 23. maí 2025 18:02 „Verkefnið bara heltekur okkur“ Lögregla rannsakar hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað í tengslum við mannskæðan bruna í Hjarðarhaga í gær og skýrslur verða teknar í dag. Einn lést í gær og sá sem var fluttur alvarlega slasaður á spítala lést í dag. Slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu segir að gera hefði mátt betur í áfallahjálp á vettvangi. 23. maí 2025 16:02 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Bensínbrúsar inni í íbúðinni Tveir karlmenn eru látnir eftir eldsvoða í kjallaraíbúð á Hjarðarhaga og sá þriðji er alvarlega slasaður. Samkvæmt heimildum voru bensínbrúsar inni í íbúðinni og lögregla rannsakar meðal annars hvort um íkveikju hafi verið að ræða. 23. maí 2025 18:47
Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Tveir karlmenn eru látnir eftir eldsvoða í kjallaraíbúð á Hjarðarhaga og sá þriðji er alvarlega slasaður. Samkvæmt heimildum voru bensínbrúsar inni í íbúðinni og lögregla rannsakar meðal annars hvort um íkveikju hafi verið að ræða. Við ræðum við aðstoðaryfirlögregluþjón um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 23. maí 2025 18:02
„Verkefnið bara heltekur okkur“ Lögregla rannsakar hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað í tengslum við mannskæðan bruna í Hjarðarhaga í gær og skýrslur verða teknar í dag. Einn lést í gær og sá sem var fluttur alvarlega slasaður á spítala lést í dag. Slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu segir að gera hefði mátt betur í áfallahjálp á vettvangi. 23. maí 2025 16:02