Þetta segir Össur á Facebook-síðu sinni. Hann furðar sig jafnframt á því að tillögunum hafi verið skilað inn þrátt fyrir að meirihluti starfshópsins hefði verið ósammála þeim, líkt og greint var frá í Kastljósi í kvöld. Þar sagði Frosti það vissulega draga úr trúverðugleika skýrslunnar en vonaðist eftir frekari umræðum.
Sjá einnig: Fyrir neðan virðingu Alþingis að taka við skýrslu á ensku
Í sömu færslu kallar Össur eftir svörum frá forsætisráðherra um hvernig pöntun skýrslunnar hefði verið háttað. „Forsætisráðherra pantaði skýrsluna en hvorki kom fram hvort pöntunin var lögð fram í gegnum sms eins og styrkveitingar hans – né af hvaða fjárlagalið hann tók þær fjórar milljur sem herlegheitin kostuðu,“ skrifaði Össur.
Færslu hans má sjá í heild hér fyrir neðan.