Innlent

Kona á fimm­tugs­aldri í haldi vegna hnífstunguárásar

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Maðurinn var alvarlega særður en er á batavegi.
Maðurinn var alvarlega særður en er á batavegi. Vísir/Vilhelm

Kona á fimmtugsaldri var úrskurðuð í gæsluvarðhald vegna gruns um stunguárás á heimili við Trönuhjalla í Kópavogi á sunnudaginn.

Elín Agnes Eide Kristínardóttir, yfirlögregluþjónn á rannsóknarsviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu staðfestir í samtali við fréttastofu að karlmaður á fimmtugsaldri hafi verið fluttur alvarlega slasaður á slysadeild Landspítalans. Mbl.is greindi fyrst frá.

Maðurinn er nú á batavegi en konan sætir gæsluvarðhaldi til 11. júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×