„Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Agnar Már Másson skrifar 9. júlí 2025 17:47 „Þetta er orkufyrirtæki sem við þjóðin eigum öll,“ segir Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, „þannig að tapið er alltaf samfélagslegt fyrir okkur öll.“ Magnús Hlynur Hreiðarsson Oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps segir augljóst að leyfi fyrir Hvammsvirkjun fáist þegar sótt verður um það aftur. Hæstiréttur hafnaði Hvammsvirkjun í dag en dómurinn byggði á lögum sem nú hefur verið breytt. Hæstiréttur staðfesti í dag ógildingu virkjunarleyfis fyrir Hvammsvirkjun en undirbúningsframkvæmdir vegna virkjunarinnar eru þegar komnar langt á veg. Leyfi Umhverfisstofnunar til breytinga á vatnshlotinu Þjórsá var ógilt þar sem Hæstiréttur taldi að samkvæmt þágildandi lögum nr. 36/2011 væri ekki heimilt að breyta vatnshloti vegna framkvæmda við vatnsaflsvirkjanir. Virkjunarleyfi Orkustofnunar vegna Hammsvirkjunar var einnig ógilt, þar sem það byggðist á fyrrgreindri heimild Umhverfisstofnunar. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra, sagði niðurstöðuna slæmar fréttir en góðu fréttirnar væru þær að lögunum hafi verið breytt. Það verði því sótt um nýtt leyfi á grundvelli nýrra laga sem samþykkt voru í síðasta mánuði. Forstjóri Landsvirkjunar sagði dóminn vonbrigði en að virkjunin væri ekki út úr myndinni. „Líklega sjáum við fyrir endann á málinu núna,“ segir Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir skýrt í dómnum að málið falli einfaldlega á formgalla í löggjöf sem sé ekki lengur til staðar. „Þannig að það er ekki að sakast við okkur í sveitarfélaginu eða Landsvirkjun. Það er Alþingi sem setur lögin og þetta fellur á því,“ bætir Halldór við. En nú þegar lagabreytingar eru gengnar í gegn telur hann líklegt að virkjanaleyfi verði nú réttilega samþykkt. „Miðað við lögin eins og þau eru í dag er augljóst að í næstu umferð fara hlutirnir í gegn. En þessi óvissa og þessar tafir, þetta er ekkert skemmtilegt,“ bætir hann við og segir tekjutjón vegna seinkana vera gríðarlegt. „Þetta er orkufyrirtæki sem við þjóðin eigum öll þannig að tapið er alltaf samfélagslegt fyrir okkur öll.“ Deilur um Hvammsvirkjun Umhverfismál Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Dómsmál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag ógildingu virkjunarleyfis fyrir Hvammsvirkjun en undirbúningsframkvæmdir vegna virkjunarinnar eru þegar komnar langt á veg. Leyfi Umhverfisstofnunar til breytinga á vatnshlotinu Þjórsá var ógilt þar sem Hæstiréttur taldi að samkvæmt þágildandi lögum nr. 36/2011 væri ekki heimilt að breyta vatnshloti vegna framkvæmda við vatnsaflsvirkjanir. Virkjunarleyfi Orkustofnunar vegna Hammsvirkjunar var einnig ógilt, þar sem það byggðist á fyrrgreindri heimild Umhverfisstofnunar. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra, sagði niðurstöðuna slæmar fréttir en góðu fréttirnar væru þær að lögunum hafi verið breytt. Það verði því sótt um nýtt leyfi á grundvelli nýrra laga sem samþykkt voru í síðasta mánuði. Forstjóri Landsvirkjunar sagði dóminn vonbrigði en að virkjunin væri ekki út úr myndinni. „Líklega sjáum við fyrir endann á málinu núna,“ segir Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir skýrt í dómnum að málið falli einfaldlega á formgalla í löggjöf sem sé ekki lengur til staðar. „Þannig að það er ekki að sakast við okkur í sveitarfélaginu eða Landsvirkjun. Það er Alþingi sem setur lögin og þetta fellur á því,“ bætir Halldór við. En nú þegar lagabreytingar eru gengnar í gegn telur hann líklegt að virkjanaleyfi verði nú réttilega samþykkt. „Miðað við lögin eins og þau eru í dag er augljóst að í næstu umferð fara hlutirnir í gegn. En þessi óvissa og þessar tafir, þetta er ekkert skemmtilegt,“ bætir hann við og segir tekjutjón vegna seinkana vera gríðarlegt. „Þetta er orkufyrirtæki sem við þjóðin eigum öll þannig að tapið er alltaf samfélagslegt fyrir okkur öll.“
Deilur um Hvammsvirkjun Umhverfismál Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Dómsmál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Sjá meira