„Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Smári Jökull Jónsson skrifar 9. júlí 2025 14:01 Alma Ýr Ingólfsdóttir er formaður Öryrkjabandalags Íslands. ÖBÍ Formaður Öryrkjabandalagsins segir ákvörðun ríkissaksóknara um að ákæra ekki fjóra menn sem höfðu samræði við fatlaða konu, staðfesta að það megi brjóta á fötluðu fólki. Hún segir fötluðum ekki trúað vegna skerðinga sinna. Á mánudag staðfesti ríkissaksóknari að ekki yrði lögð fram kæra gagnvart fjórum mönnum sem höfðu samræði við fatlaða konu að undirlagi annars manns. Sigurjón Ólafsson hlaut átta ára fangelsisdóm fyrir að hafa meðal annars endurtekið boðið mönnunum að hafa samræði við konuna án þess að láta hana vita og án þess að hún vildi. Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður Öryrkjabands Íslands segir málið bakslag í réttindabaráttu fatlaðs fólks. „Ég átta mig ekki á því hvað þarf til að fá menn ákærða þegar það er orðið hluti af gögnum málsins að þeir viðurkenna það að hafa haft samræði vði þessa konu án þess að fá samþykki hjá henni,“ sagði Alma í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Það þarf að eiga sér stað gífurlega mikil tiltekt í kerfinu“ Hún segir rannsóknir sýna að fatlaðar konur og stúlkur séu sérstaklega útsettar fyrir hvers kyns ofbeldi. Ofbeldið eigi sér stað í öllum kimum samfélagsins, inni á stofnunum, heimilum og vinnustöðum. „Mér finnst þetta bara ömurleg niðurstaða og enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki.“ Þá sé það sorgleg staðreynd að fötluðu fólki sé ekki trúað vegna skerðinga sinna og að ofbeldi gagnvart fötluðum sé ekki litið nægilega alvarlegum augum. Það þýði að þegar á hólminn sé komið þori fatlað fólk ekki að segja frá upplifun sinni. „Það þarf bara að eiga sér gífurlega mikil tiltekt í kerfinu þar sem fötluðu fólki er gert kleift að njóta sinnar réttarstöðu, að því sem trúað og það geti treyst því að það sé verið að finna fyrir það en ekki gegn því,“ sagði Alma Ýr. Segir að viðurkenna þurfi vandann Hún segir að réttindagæsla fyrir fatlað fólk, þegar það var undir ráðuneyti, hafi upphaflega haft það markmið að taka við ábendingum þegar grunur vaknaði um ofbeldi. Þeirra hlutverk var að fylgja eftir málum og aðstoða. Nú sé réttindagæslan í umsjón Mannréttindastofnunar Íslands og hlutverkið sé áfram að taka við málum og koma í réttan farveg en ekki fylgja eftir. „Þegar upp kemur mál þar sem augljóslega um er að ræða fatlaðan einstakling sem beittur hefur verið ofbeldi þá getur hann haft með sér hæfan einstakling við skýrslutökur. Þá veltir maður fyrir sér hvað sé hæfur einstaklingur og hvernig því er beitt í framkvæmd.“ „Ef þú ert fatlaður þá getur þroskaskerðing eða annað torveldað því að koma þinni upplifun áleiðis ofan á áfallið sem verður við ofbeldið. Þetta er ótrúlega snúið en það þarf að stíga fastar niður fæti hvar sem það er. Það þarf að viðurkenna þennan mikla vanda og þetta mikla ofbeldi sem þrífst gagnvart þessum hópi samfélagsins,“ sagði Alma að lokum. Málefni fatlaðs fólks Kynferðisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir Falsaði fleiri bréf Verktaki á vegum Tripical falsaði bréf frá fleiri en einum skólastjóra í Frakklandi. Staðfestingabréfin voru meðal annars grundvöllur þess að Kennarasambandið greiddi starfsfólki ferðastyrk fyrir fræðsluferðir. 8. júlí 2025 20:37 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Sjá meira
Á mánudag staðfesti ríkissaksóknari að ekki yrði lögð fram kæra gagnvart fjórum mönnum sem höfðu samræði við fatlaða konu að undirlagi annars manns. Sigurjón Ólafsson hlaut átta ára fangelsisdóm fyrir að hafa meðal annars endurtekið boðið mönnunum að hafa samræði við konuna án þess að láta hana vita og án þess að hún vildi. Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður Öryrkjabands Íslands segir málið bakslag í réttindabaráttu fatlaðs fólks. „Ég átta mig ekki á því hvað þarf til að fá menn ákærða þegar það er orðið hluti af gögnum málsins að þeir viðurkenna það að hafa haft samræði vði þessa konu án þess að fá samþykki hjá henni,“ sagði Alma í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Það þarf að eiga sér stað gífurlega mikil tiltekt í kerfinu“ Hún segir rannsóknir sýna að fatlaðar konur og stúlkur séu sérstaklega útsettar fyrir hvers kyns ofbeldi. Ofbeldið eigi sér stað í öllum kimum samfélagsins, inni á stofnunum, heimilum og vinnustöðum. „Mér finnst þetta bara ömurleg niðurstaða og enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki.“ Þá sé það sorgleg staðreynd að fötluðu fólki sé ekki trúað vegna skerðinga sinna og að ofbeldi gagnvart fötluðum sé ekki litið nægilega alvarlegum augum. Það þýði að þegar á hólminn sé komið þori fatlað fólk ekki að segja frá upplifun sinni. „Það þarf bara að eiga sér gífurlega mikil tiltekt í kerfinu þar sem fötluðu fólki er gert kleift að njóta sinnar réttarstöðu, að því sem trúað og það geti treyst því að það sé verið að finna fyrir það en ekki gegn því,“ sagði Alma Ýr. Segir að viðurkenna þurfi vandann Hún segir að réttindagæsla fyrir fatlað fólk, þegar það var undir ráðuneyti, hafi upphaflega haft það markmið að taka við ábendingum þegar grunur vaknaði um ofbeldi. Þeirra hlutverk var að fylgja eftir málum og aðstoða. Nú sé réttindagæslan í umsjón Mannréttindastofnunar Íslands og hlutverkið sé áfram að taka við málum og koma í réttan farveg en ekki fylgja eftir. „Þegar upp kemur mál þar sem augljóslega um er að ræða fatlaðan einstakling sem beittur hefur verið ofbeldi þá getur hann haft með sér hæfan einstakling við skýrslutökur. Þá veltir maður fyrir sér hvað sé hæfur einstaklingur og hvernig því er beitt í framkvæmd.“ „Ef þú ert fatlaður þá getur þroskaskerðing eða annað torveldað því að koma þinni upplifun áleiðis ofan á áfallið sem verður við ofbeldið. Þetta er ótrúlega snúið en það þarf að stíga fastar niður fæti hvar sem það er. Það þarf að viðurkenna þennan mikla vanda og þetta mikla ofbeldi sem þrífst gagnvart þessum hópi samfélagsins,“ sagði Alma að lokum.
Málefni fatlaðs fólks Kynferðisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir Falsaði fleiri bréf Verktaki á vegum Tripical falsaði bréf frá fleiri en einum skólastjóra í Frakklandi. Staðfestingabréfin voru meðal annars grundvöllur þess að Kennarasambandið greiddi starfsfólki ferðastyrk fyrir fræðsluferðir. 8. júlí 2025 20:37 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Sjá meira
Falsaði fleiri bréf Verktaki á vegum Tripical falsaði bréf frá fleiri en einum skólastjóra í Frakklandi. Staðfestingabréfin voru meðal annars grundvöllur þess að Kennarasambandið greiddi starfsfólki ferðastyrk fyrir fræðsluferðir. 8. júlí 2025 20:37