Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. júlí 2025 11:02 Ulf Kristersson á hlaupum með fjölskyldu sinni og öryggisvörðum. Öryggisverðir sænsku leyniþjónustunnar hafa verið sakaðir um að stofna öryggi sænska forsætisráðherrans í hættu um árabil með því að deila hlaupa- og hjólaleiðum sínum á líkamsræktarforritinu Strava. Öryggisverðir Ulfs Kristersson virðast óvart hafa deilt staðsetningum og ferðum ráðherrans, þar á meðal upplýsingum um hótel sem hann gisti á og heimilisfangi hans sem á að vera leynilegt, með því að hlaða upp líkamsræktarfærslum á forritið þannig þær urðu öllum aðgengilegar. Dagens Nyheter hefur tekið saman meira en 1.400 æfingar sem sjö öryggisverðir, sem sáu um öryggisvörslu fyrir háttsetta sænska embættismenn, stunduðu síðasta árið. Æfingarnar fóru fram vítt og breitt um heiminn, þar á meðal í Póllandi við landamærin að Úkraínu, við sjávarbakkann í Tel Aviv, í Central Park í New York, á skíðasvæði í Ölpunum og herstöð í Malí. Öryggisverðirnir deildu í að minnsta kosti 35 skipti upplýsingum sem tengdust forsætisráðherranum beint og staðsetningum hans, þar á meðal heimili hans sem á að vera haldið leyndu. Deildu hlaupi með norska forsætisráðherranum og finnska forsetanum Færslurnar sýndu einnig persónulegar hlaupaleiðir Kristersson og utanlandsferðir hans, þar á meðal fjölskylduferð sem hann fór í til Álandseyja. Nýjasta hlaupinu var deilt á forritinu fyrir nokkrum vikum síðan og sýndi hlaup í Harpsund, sveitasetri forsætisráðherrans í Suðurmannalandi. Í júní 2024 þegar Kristersson heimsótti Bodø í Noregi með Jonas Gahr Støre, norska forsætisráðherranum, og Alexander Stubb, finnska forsetanum, fóru stjórnmálamennirnir þrír saman út að hlaupa. Nokkrum mánuðum seinna birti Kristersson mynd af hlaupinu á Instagram en öryggisvörður hans hlóð því hins vegar strax upp á Strava. View this post on Instagram A post shared by Ulf Kristersson (@kristerssonulf) Upplýsingar um fleiri háttsetta sænska einstaklinga birtust einnig á Strava, þar á meðal um meðlimi sænsku konungsfjölskyldunnar, Magdalenu Andersson, leiðtoga Jafnaðarmanna og fyrrverandi forsætisráðherra og Jimmie Åkesson, leiðtoga Svíþjóðardemókrata. Málið er ekki fyrsti öryggisskandallinn sem skekur ríkisstjórn Kristersson en í maí var háttsettur sænskur diplómati handtekinn grunaður um njósnir. Sá hafði starfað hjá mörgum sendiráðum víða um heim og tengdist máliði afsögn varnarmálaráðgjafa ríkisstjórnarinnar. Málið hefur auðvitað vakið athygli í Svíþjóð, ekki síst í ljósi þess að Svíar eiga sögu af launmorðum á stjórnmálamönnum sínum. Þekktast er morðið á forsætisráðherranum Olof Palme sem var skotinn til bana í Stokkjólmi 1986 en utanríkisráðherrann Anna Lindh var sömuleiðis stungin til bana árið 2003. Sænska leyniþjónustan segist líta málið grafalvarlegum augum og ætli að rannsaka færslur öryggisvarðanna. Opnir prófílar á Strava hafa valdið öryggisþjónustu vandræðum víða um heim. Árið 2017 var Strava sakað um að birta upplýsingar um herstöðvar og njósnabirgi með því að birta kort af notkun allra notenda sinna. Árið 2023 var rússneskur kafbátaforingi drepinn og átti Strava-aðgangur hans víst þátt í því. Öryggis- og varnarmál Svíþjóð Hlaup Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Öryggisverðir Ulfs Kristersson virðast óvart hafa deilt staðsetningum og ferðum ráðherrans, þar á meðal upplýsingum um hótel sem hann gisti á og heimilisfangi hans sem á að vera leynilegt, með því að hlaða upp líkamsræktarfærslum á forritið þannig þær urðu öllum aðgengilegar. Dagens Nyheter hefur tekið saman meira en 1.400 æfingar sem sjö öryggisverðir, sem sáu um öryggisvörslu fyrir háttsetta sænska embættismenn, stunduðu síðasta árið. Æfingarnar fóru fram vítt og breitt um heiminn, þar á meðal í Póllandi við landamærin að Úkraínu, við sjávarbakkann í Tel Aviv, í Central Park í New York, á skíðasvæði í Ölpunum og herstöð í Malí. Öryggisverðirnir deildu í að minnsta kosti 35 skipti upplýsingum sem tengdust forsætisráðherranum beint og staðsetningum hans, þar á meðal heimili hans sem á að vera haldið leyndu. Deildu hlaupi með norska forsætisráðherranum og finnska forsetanum Færslurnar sýndu einnig persónulegar hlaupaleiðir Kristersson og utanlandsferðir hans, þar á meðal fjölskylduferð sem hann fór í til Álandseyja. Nýjasta hlaupinu var deilt á forritinu fyrir nokkrum vikum síðan og sýndi hlaup í Harpsund, sveitasetri forsætisráðherrans í Suðurmannalandi. Í júní 2024 þegar Kristersson heimsótti Bodø í Noregi með Jonas Gahr Støre, norska forsætisráðherranum, og Alexander Stubb, finnska forsetanum, fóru stjórnmálamennirnir þrír saman út að hlaupa. Nokkrum mánuðum seinna birti Kristersson mynd af hlaupinu á Instagram en öryggisvörður hans hlóð því hins vegar strax upp á Strava. View this post on Instagram A post shared by Ulf Kristersson (@kristerssonulf) Upplýsingar um fleiri háttsetta sænska einstaklinga birtust einnig á Strava, þar á meðal um meðlimi sænsku konungsfjölskyldunnar, Magdalenu Andersson, leiðtoga Jafnaðarmanna og fyrrverandi forsætisráðherra og Jimmie Åkesson, leiðtoga Svíþjóðardemókrata. Málið er ekki fyrsti öryggisskandallinn sem skekur ríkisstjórn Kristersson en í maí var háttsettur sænskur diplómati handtekinn grunaður um njósnir. Sá hafði starfað hjá mörgum sendiráðum víða um heim og tengdist máliði afsögn varnarmálaráðgjafa ríkisstjórnarinnar. Málið hefur auðvitað vakið athygli í Svíþjóð, ekki síst í ljósi þess að Svíar eiga sögu af launmorðum á stjórnmálamönnum sínum. Þekktast er morðið á forsætisráðherranum Olof Palme sem var skotinn til bana í Stokkjólmi 1986 en utanríkisráðherrann Anna Lindh var sömuleiðis stungin til bana árið 2003. Sænska leyniþjónustan segist líta málið grafalvarlegum augum og ætli að rannsaka færslur öryggisvarðanna. Opnir prófílar á Strava hafa valdið öryggisþjónustu vandræðum víða um heim. Árið 2017 var Strava sakað um að birta upplýsingar um herstöðvar og njósnabirgi með því að birta kort af notkun allra notenda sinna. Árið 2023 var rússneskur kafbátaforingi drepinn og átti Strava-aðgangur hans víst þátt í því.
Öryggis- og varnarmál Svíþjóð Hlaup Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“