Innlent

Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli

Árni Sæberg skrifar
Áin Skálm.
Áin Skálm. Vísir/Jóhann K.

Lítið hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli í Leirá syðri og Skálm. Vatnshæð og rafleiðni fer þó enn smátt vaxandi.

Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að undanfarna daga hafi rafleiðni og vatnshæð hækkað í Leirá syðri samkvæmt mælingum nýlegs vöktunarmælis framan við Sandfellsjökul. Hækkuð rafleiðni og vatnshæð sjáist einnig í mælingum við brúna á þjóðvegi 1 yfir Skálm, en Leirá syðri renni í Skálm ofan vegarins.

„Að svo stöddu er um lítið hlaup að ræða en á þessum tímapunkti fer vatnshæð og rafleiðni enn þá smátt vaxandi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×