Karlar sem hata konur Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 25. nóvember 2014 11:13 Í dag, á alþjóðlegum baráttudegi gegn kynbundnu ofbeldi hefjum við 16 daga átak sem helgað er baráttunni gegn þessari helstu heilsufarsógn kvenna og útbreiddasta mannréttindabroti í heiminum – ofbeldi af hendi karla. Það er ótrúlegt til þess að hugsa, að þrátt fyrir alla þær framfarir og sigra sem náðst hafa í jafnréttisbaráttu og mannréttindamálum á liðnum árum og áratugum óttist konur þessa heims, fátt meira en feður, syni og bræður þessa heims og því miður ekki að ástæðu lausu. Á hverju ári eru hundruð þúsunda kvenna myrtar af körlum um allann heim og meirihluti kvenna hefur einhverntíma á æfi sinni orðið fyrir einhverskonar ofbeldi af hálfu karla. Á hverju ári eru hundruð þúsunda kvenna, hnepptar í kynlífsþrældóm, hátt í 200 milljónum kvenna er nauðgað og hundruð milljóna beittar kynferðisofbeldi, um 82 milljónir stúlkna undir 18 ára aldri eru giftar eldri körlum og í Evrópu einni er talið að daglega deyi 7 konur af völdum heimilisofbeldis. Frá lokum heimstyrjaldarinnar síðari hafi karlar myrt fleiri konur en fórnarlömb nazista voru í heimstyrjöldinni síðari.Samfélagið bregst konumJafnvel á Íslandi, þar sem jafnrétti kynjanna er mest í öllum heiminum eru konur ekki öruggar. Ein af hverjum fimm stúlkum hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur og um helmingur íslenskra kvenna hafa einhverntíma á æfinni orðið fyrir ofbeldi af hálfu karla og stór hluti íslenskra kvenna upplifir sig óörugga í miðborg Reykjavíkur. Samhvæmt nýlegri íslenskri könnun tilkynna konur aðeins um 8% þeirra ofbeldisverka sem þær verða fyrir og lítill hluti þessara tilkynnu brota leiða til sakfellingar í meðferð réttarvörslukerfisins. Það blasir því við að réttarvörslukerfið og í raun, samfélagið allt, hefur brugðist í því hlutverki sínu að tryggja íslenskum konum öruggt umhverfi, til jafns við karla.Þú getur breytt heiminumÞað hljóta allir að sjá, að slíkt ástand er óásættanlegt í siðuðum samfélögum og það er vissulega umhugsunarefni hvers vegna þúsundir karlar beita konur ofbeldi og hvers vegna við höfum sem samfélag hingað til ekki getað unnið á þessu samfélagsmeini. En það góða er að við getum breytt þessu, þú getur breytt þessu, með því að hætt að taka þátt í þeirri ofbeldis menningu sem við lifum í. Segja frá ofbeldi sem þú veist um og hjálpa brotaþolum, taka ekki þátt í neinu sem niðurlægir konur og andmæla þess háttar ummælum, myndbirtingum, viðburðum og svo framvegis. Það er mikilvægt að við komum þeim skilaboðum til þeirra sem beita ofbeldi að það er ekki samþykkt. Ef þú beitir ofbeldi verður þú að leita þér hjálpar því við getum einfaldlega ekki haldið svona áfram, dætur okkar systur og mæður eiga betra skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Sjá meira
Í dag, á alþjóðlegum baráttudegi gegn kynbundnu ofbeldi hefjum við 16 daga átak sem helgað er baráttunni gegn þessari helstu heilsufarsógn kvenna og útbreiddasta mannréttindabroti í heiminum – ofbeldi af hendi karla. Það er ótrúlegt til þess að hugsa, að þrátt fyrir alla þær framfarir og sigra sem náðst hafa í jafnréttisbaráttu og mannréttindamálum á liðnum árum og áratugum óttist konur þessa heims, fátt meira en feður, syni og bræður þessa heims og því miður ekki að ástæðu lausu. Á hverju ári eru hundruð þúsunda kvenna myrtar af körlum um allann heim og meirihluti kvenna hefur einhverntíma á æfi sinni orðið fyrir einhverskonar ofbeldi af hálfu karla. Á hverju ári eru hundruð þúsunda kvenna, hnepptar í kynlífsþrældóm, hátt í 200 milljónum kvenna er nauðgað og hundruð milljóna beittar kynferðisofbeldi, um 82 milljónir stúlkna undir 18 ára aldri eru giftar eldri körlum og í Evrópu einni er talið að daglega deyi 7 konur af völdum heimilisofbeldis. Frá lokum heimstyrjaldarinnar síðari hafi karlar myrt fleiri konur en fórnarlömb nazista voru í heimstyrjöldinni síðari.Samfélagið bregst konumJafnvel á Íslandi, þar sem jafnrétti kynjanna er mest í öllum heiminum eru konur ekki öruggar. Ein af hverjum fimm stúlkum hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur og um helmingur íslenskra kvenna hafa einhverntíma á æfinni orðið fyrir ofbeldi af hálfu karla og stór hluti íslenskra kvenna upplifir sig óörugga í miðborg Reykjavíkur. Samhvæmt nýlegri íslenskri könnun tilkynna konur aðeins um 8% þeirra ofbeldisverka sem þær verða fyrir og lítill hluti þessara tilkynnu brota leiða til sakfellingar í meðferð réttarvörslukerfisins. Það blasir því við að réttarvörslukerfið og í raun, samfélagið allt, hefur brugðist í því hlutverki sínu að tryggja íslenskum konum öruggt umhverfi, til jafns við karla.Þú getur breytt heiminumÞað hljóta allir að sjá, að slíkt ástand er óásættanlegt í siðuðum samfélögum og það er vissulega umhugsunarefni hvers vegna þúsundir karlar beita konur ofbeldi og hvers vegna við höfum sem samfélag hingað til ekki getað unnið á þessu samfélagsmeini. En það góða er að við getum breytt þessu, þú getur breytt þessu, með því að hætt að taka þátt í þeirri ofbeldis menningu sem við lifum í. Segja frá ofbeldi sem þú veist um og hjálpa brotaþolum, taka ekki þátt í neinu sem niðurlægir konur og andmæla þess háttar ummælum, myndbirtingum, viðburðum og svo framvegis. Það er mikilvægt að við komum þeim skilaboðum til þeirra sem beita ofbeldi að það er ekki samþykkt. Ef þú beitir ofbeldi verður þú að leita þér hjálpar því við getum einfaldlega ekki haldið svona áfram, dætur okkar systur og mæður eiga betra skilið.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar