Karlar sem hata konur Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 25. nóvember 2014 11:13 Í dag, á alþjóðlegum baráttudegi gegn kynbundnu ofbeldi hefjum við 16 daga átak sem helgað er baráttunni gegn þessari helstu heilsufarsógn kvenna og útbreiddasta mannréttindabroti í heiminum – ofbeldi af hendi karla. Það er ótrúlegt til þess að hugsa, að þrátt fyrir alla þær framfarir og sigra sem náðst hafa í jafnréttisbaráttu og mannréttindamálum á liðnum árum og áratugum óttist konur þessa heims, fátt meira en feður, syni og bræður þessa heims og því miður ekki að ástæðu lausu. Á hverju ári eru hundruð þúsunda kvenna myrtar af körlum um allann heim og meirihluti kvenna hefur einhverntíma á æfi sinni orðið fyrir einhverskonar ofbeldi af hálfu karla. Á hverju ári eru hundruð þúsunda kvenna, hnepptar í kynlífsþrældóm, hátt í 200 milljónum kvenna er nauðgað og hundruð milljóna beittar kynferðisofbeldi, um 82 milljónir stúlkna undir 18 ára aldri eru giftar eldri körlum og í Evrópu einni er talið að daglega deyi 7 konur af völdum heimilisofbeldis. Frá lokum heimstyrjaldarinnar síðari hafi karlar myrt fleiri konur en fórnarlömb nazista voru í heimstyrjöldinni síðari.Samfélagið bregst konumJafnvel á Íslandi, þar sem jafnrétti kynjanna er mest í öllum heiminum eru konur ekki öruggar. Ein af hverjum fimm stúlkum hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur og um helmingur íslenskra kvenna hafa einhverntíma á æfinni orðið fyrir ofbeldi af hálfu karla og stór hluti íslenskra kvenna upplifir sig óörugga í miðborg Reykjavíkur. Samhvæmt nýlegri íslenskri könnun tilkynna konur aðeins um 8% þeirra ofbeldisverka sem þær verða fyrir og lítill hluti þessara tilkynnu brota leiða til sakfellingar í meðferð réttarvörslukerfisins. Það blasir því við að réttarvörslukerfið og í raun, samfélagið allt, hefur brugðist í því hlutverki sínu að tryggja íslenskum konum öruggt umhverfi, til jafns við karla.Þú getur breytt heiminumÞað hljóta allir að sjá, að slíkt ástand er óásættanlegt í siðuðum samfélögum og það er vissulega umhugsunarefni hvers vegna þúsundir karlar beita konur ofbeldi og hvers vegna við höfum sem samfélag hingað til ekki getað unnið á þessu samfélagsmeini. En það góða er að við getum breytt þessu, þú getur breytt þessu, með því að hætt að taka þátt í þeirri ofbeldis menningu sem við lifum í. Segja frá ofbeldi sem þú veist um og hjálpa brotaþolum, taka ekki þátt í neinu sem niðurlægir konur og andmæla þess háttar ummælum, myndbirtingum, viðburðum og svo framvegis. Það er mikilvægt að við komum þeim skilaboðum til þeirra sem beita ofbeldi að það er ekki samþykkt. Ef þú beitir ofbeldi verður þú að leita þér hjálpar því við getum einfaldlega ekki haldið svona áfram, dætur okkar systur og mæður eiga betra skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag, á alþjóðlegum baráttudegi gegn kynbundnu ofbeldi hefjum við 16 daga átak sem helgað er baráttunni gegn þessari helstu heilsufarsógn kvenna og útbreiddasta mannréttindabroti í heiminum – ofbeldi af hendi karla. Það er ótrúlegt til þess að hugsa, að þrátt fyrir alla þær framfarir og sigra sem náðst hafa í jafnréttisbaráttu og mannréttindamálum á liðnum árum og áratugum óttist konur þessa heims, fátt meira en feður, syni og bræður þessa heims og því miður ekki að ástæðu lausu. Á hverju ári eru hundruð þúsunda kvenna myrtar af körlum um allann heim og meirihluti kvenna hefur einhverntíma á æfi sinni orðið fyrir einhverskonar ofbeldi af hálfu karla. Á hverju ári eru hundruð þúsunda kvenna, hnepptar í kynlífsþrældóm, hátt í 200 milljónum kvenna er nauðgað og hundruð milljóna beittar kynferðisofbeldi, um 82 milljónir stúlkna undir 18 ára aldri eru giftar eldri körlum og í Evrópu einni er talið að daglega deyi 7 konur af völdum heimilisofbeldis. Frá lokum heimstyrjaldarinnar síðari hafi karlar myrt fleiri konur en fórnarlömb nazista voru í heimstyrjöldinni síðari.Samfélagið bregst konumJafnvel á Íslandi, þar sem jafnrétti kynjanna er mest í öllum heiminum eru konur ekki öruggar. Ein af hverjum fimm stúlkum hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur og um helmingur íslenskra kvenna hafa einhverntíma á æfinni orðið fyrir ofbeldi af hálfu karla og stór hluti íslenskra kvenna upplifir sig óörugga í miðborg Reykjavíkur. Samhvæmt nýlegri íslenskri könnun tilkynna konur aðeins um 8% þeirra ofbeldisverka sem þær verða fyrir og lítill hluti þessara tilkynnu brota leiða til sakfellingar í meðferð réttarvörslukerfisins. Það blasir því við að réttarvörslukerfið og í raun, samfélagið allt, hefur brugðist í því hlutverki sínu að tryggja íslenskum konum öruggt umhverfi, til jafns við karla.Þú getur breytt heiminumÞað hljóta allir að sjá, að slíkt ástand er óásættanlegt í siðuðum samfélögum og það er vissulega umhugsunarefni hvers vegna þúsundir karlar beita konur ofbeldi og hvers vegna við höfum sem samfélag hingað til ekki getað unnið á þessu samfélagsmeini. En það góða er að við getum breytt þessu, þú getur breytt þessu, með því að hætt að taka þátt í þeirri ofbeldis menningu sem við lifum í. Segja frá ofbeldi sem þú veist um og hjálpa brotaþolum, taka ekki þátt í neinu sem niðurlægir konur og andmæla þess háttar ummælum, myndbirtingum, viðburðum og svo framvegis. Það er mikilvægt að við komum þeim skilaboðum til þeirra sem beita ofbeldi að það er ekki samþykkt. Ef þú beitir ofbeldi verður þú að leita þér hjálpar því við getum einfaldlega ekki haldið svona áfram, dætur okkar systur og mæður eiga betra skilið.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun