LÍN-grín Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 11. júlí 2013 06:00 Nýlega kom út skýrsla sem sýnir að Íslendingar eru elstir allra til að útskrifast úr háskóla. Sama skýrsla segir líka að við séum eina þjóðin sem styrkir grunnskólanemendur meira en háskólanema. Nú hefur stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna ákveðið að námsmenn þurfi að hafa 75% námsframvindu til að geta fengið námslán. Fyrsta hugsun mín þegar ég heyrði um tillögu LÍN var eftirfarandi: Veruleikafirring. Fólkið sem stendur að þessari breytingu hefur ekki þurft að lifa á námslánum á sínum námsárum, hvað þá erlendis. Ég skrifaði um LÍN í Fréttablaðið í fyrra til að vonast eftir umbótum á öðrum hlægilegum LÍN-reglum, en ekki batnar ástandið. Það versnar. 75% nám þýðir 22,5 einingar, í flestum háskólum Evrópu eru fögin 10 einingar og 100% nám því 30 einingar, svo í rauninni þýðir þetta að maður verði að vera í 100% námi og ná öllum prófunum til að geta fengið krónu í námslán. Í mörgum af nágrannalöndum okkar eru hluti peninganna styrkur, jafnvel allt saman. Við erum að tala um lán en nú á að hefta enn frekar möguleika fólks til að geta tekið þetta lán. Í hvernig aðstæður setur þetta fólk sem fær tímabundið lán þangað til að námslánin koma eftir prófin? Það þurfa margir að gera því ekki er hægt að lifa á lofti fyrstu önn háskólanámsins. Þetta eykur á kvíða og stillir fólki upp við vegg.Töpum öll Ég tel mig vera góðan námsmann. Ég tók bachelor-gráðuna mína erlendis og útskrifaðist á réttum tíma með góðum árangri. Samt hafði ég þörf fyrir að taka tvö fög (67% nám) en ekki þrjú eitt misserið, sem ég svo náði upp með því að taka fjögur fög (133 % nám) önnina eftir. Ég get kallast dæmi gegn orðum Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um að þetta sé eðlileg krafa sem að þeir sem séu í námi af fullri alvöru ættu að ráða við. Ég þurfti svigrúm þrátt fyrir að hafa tekið mitt nám mjög alvarlega. Það er mannlegt, æfingin skapar meistarann og það sýndi ég önnina eftir þegar mér tókst að taka 133% með góðum árangri, enda aðstæður aðrar. Hefði ég ekki fengið krónu þetta sérstaka misseri sem var undartekning frá reglunni, hefði minn persónulegi fjárhagur farið í rúst. Til hvers? Er það hvatning til frekara náms?Háskólamenntun vanmetin Allt bendir í sömu átt. Háskólamenntun er vanmetin á Íslandi sem hefur neikvæðar afleiðingar. Það er erfitt að vera í námi á íslenskum námslánum án þess að vinna með. Þess vegna er ekki skrítið að fólki seinki í námi, enda er nám full vinna og ósanngjörn krafa að fólk geti unnið meira en 100% með góðum árangri. Það væri réttara að byrja á að vinna gegn þessum vanda áður en hægt er að íhuga að krefjast enn meiri námsframvindu. Þessi nýja regla mun auka enn á vandamálin. Fólk hefur ekki tíma til eða efni á að mennta sig og hættir því námi eða kemst seint út á vinnumarkaðinn. Við töpum öll á því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Nýlega kom út skýrsla sem sýnir að Íslendingar eru elstir allra til að útskrifast úr háskóla. Sama skýrsla segir líka að við séum eina þjóðin sem styrkir grunnskólanemendur meira en háskólanema. Nú hefur stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna ákveðið að námsmenn þurfi að hafa 75% námsframvindu til að geta fengið námslán. Fyrsta hugsun mín þegar ég heyrði um tillögu LÍN var eftirfarandi: Veruleikafirring. Fólkið sem stendur að þessari breytingu hefur ekki þurft að lifa á námslánum á sínum námsárum, hvað þá erlendis. Ég skrifaði um LÍN í Fréttablaðið í fyrra til að vonast eftir umbótum á öðrum hlægilegum LÍN-reglum, en ekki batnar ástandið. Það versnar. 75% nám þýðir 22,5 einingar, í flestum háskólum Evrópu eru fögin 10 einingar og 100% nám því 30 einingar, svo í rauninni þýðir þetta að maður verði að vera í 100% námi og ná öllum prófunum til að geta fengið krónu í námslán. Í mörgum af nágrannalöndum okkar eru hluti peninganna styrkur, jafnvel allt saman. Við erum að tala um lán en nú á að hefta enn frekar möguleika fólks til að geta tekið þetta lán. Í hvernig aðstæður setur þetta fólk sem fær tímabundið lán þangað til að námslánin koma eftir prófin? Það þurfa margir að gera því ekki er hægt að lifa á lofti fyrstu önn háskólanámsins. Þetta eykur á kvíða og stillir fólki upp við vegg.Töpum öll Ég tel mig vera góðan námsmann. Ég tók bachelor-gráðuna mína erlendis og útskrifaðist á réttum tíma með góðum árangri. Samt hafði ég þörf fyrir að taka tvö fög (67% nám) en ekki þrjú eitt misserið, sem ég svo náði upp með því að taka fjögur fög (133 % nám) önnina eftir. Ég get kallast dæmi gegn orðum Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um að þetta sé eðlileg krafa sem að þeir sem séu í námi af fullri alvöru ættu að ráða við. Ég þurfti svigrúm þrátt fyrir að hafa tekið mitt nám mjög alvarlega. Það er mannlegt, æfingin skapar meistarann og það sýndi ég önnina eftir þegar mér tókst að taka 133% með góðum árangri, enda aðstæður aðrar. Hefði ég ekki fengið krónu þetta sérstaka misseri sem var undartekning frá reglunni, hefði minn persónulegi fjárhagur farið í rúst. Til hvers? Er það hvatning til frekara náms?Háskólamenntun vanmetin Allt bendir í sömu átt. Háskólamenntun er vanmetin á Íslandi sem hefur neikvæðar afleiðingar. Það er erfitt að vera í námi á íslenskum námslánum án þess að vinna með. Þess vegna er ekki skrítið að fólki seinki í námi, enda er nám full vinna og ósanngjörn krafa að fólk geti unnið meira en 100% með góðum árangri. Það væri réttara að byrja á að vinna gegn þessum vanda áður en hægt er að íhuga að krefjast enn meiri námsframvindu. Þessi nýja regla mun auka enn á vandamálin. Fólk hefur ekki tíma til eða efni á að mennta sig og hættir því námi eða kemst seint út á vinnumarkaðinn. Við töpum öll á því.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun