Hvað kostar frelsið? Viktor Hrafn Guðmundsson skrifar 27. apríl 2013 06:00 Það getur verið hættulegt að eiga samskipti við annað fólk. Í hverju samfélagi leynast ýmis konar brotamenn og ógæfufólk sem á það til að brjóta á öðrum. Á hverjum einasta degi eigum við þó, flest okkar, samskipti við ókunnugt fólk, í hinum ýmsu aðstæðum. Við vitum þó að hluti þessa ókunnuga fólks getur tilheyrt hópi ógæfufólks sem á það til að brjóta af sér. Engu að síður kjósum við að eiga samskipti við það. Þeir sem verða fyrir því óláni að það sé brotið á þeim eru oftar en ekki óheppnir. En hvernig væri hægt að verða nær algerlega öruggur gagnvart brotum annarra? Ein leið væri einfaldlega að stíga ekki skrefi út úr húsi. Önnur leið væri með lagasetningu. Þar sem fólk hefur möguleikann á því að brjóta á hvoru öðru, þá væri ekki úr vegi að seta einfaldlega lög sem takmarka samskipti fólks við hvort annað. En það yrðu þó einungis samskipti sem geta leitt til þess að fólk brjóti á hvoru öðru. Að sjálfsögðu myndum við ekki vilja það. Við kjósum þessa áhættu. Ef við gerðum það ekki myndi það skerða okkar frelsi í amstri hins daglega lífs og á hlutum sem okkur þykja sjálfsagðir og nauðsynlegir til þess að lifa eðlilegu lífi. Enn fremur væri illmögulegt að skilgreina hvers konar samskipti gætu leitt til brota. Sams konar samskipti gætu stundum leitt til brota og stundum ekki. Því miður er þó verið að leggja tvö frumvörp til laga af þessum toga fyrir Alþingi okkar Íslendinga. Þar ætlar Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra að takmarka samskipti fólks á vefnum, þrátt fyrir að ekkert brotlegt hafi átt sér stað. Samskipti með ýmis konar fjárhættuspil og klám eiga einfaldlega að vera bönnuð. Hvernig á að skilgreina hvað sé skynsamlegt og hvað ekki? Eiga virkilega öll samskipti fólks á vefnum að vera vöktuð með það að markmiði að koma í veg fyrir samskipti af þessum toga? Ég get ekki séð að lög sem þessi yrðu skilvirk nema að svo yrði gert. Ef Ögmundur vill banna fjárhættuspil, þá ætti hann að banna fjárhættuspil. Ef Ögmundur vill banna klám, þá ætti hann að banna klám. En hann ætti ekki takmarka frelsi fólks á vefnum. Það er óumflýjanlegt að frelsisskerðing eins og hér er lagt upp með muni ná til annarra sviða vefsins, sviða sem fólki finnst sjálfsagt að hafa óheftan aðgang að. Við lifum í samfélagi þar sem fólk hefur frelsi til þess að eiga hvers konar samskipti sem það kýs við annað fólk. Við erum tilbúin að veita hvoru öðru þetta frelsi til þess að öðlast meira frelsi sjálf. Ef fólk misnotar hins vegar þetta frelsi og brýtur af sér, þá þarf það að axla ábyrgð á gjörðum sínum. Það sama á að gilda um vefinn. Ögmundur Jónasson ætti að gefa fólki tækifæri á að haga sér skynsamlega, ekki takmarka frelsi þess á vefnum, heldur láta það frekar axla ábyrgð á gjörðum sínum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Það getur verið hættulegt að eiga samskipti við annað fólk. Í hverju samfélagi leynast ýmis konar brotamenn og ógæfufólk sem á það til að brjóta á öðrum. Á hverjum einasta degi eigum við þó, flest okkar, samskipti við ókunnugt fólk, í hinum ýmsu aðstæðum. Við vitum þó að hluti þessa ókunnuga fólks getur tilheyrt hópi ógæfufólks sem á það til að brjóta af sér. Engu að síður kjósum við að eiga samskipti við það. Þeir sem verða fyrir því óláni að það sé brotið á þeim eru oftar en ekki óheppnir. En hvernig væri hægt að verða nær algerlega öruggur gagnvart brotum annarra? Ein leið væri einfaldlega að stíga ekki skrefi út úr húsi. Önnur leið væri með lagasetningu. Þar sem fólk hefur möguleikann á því að brjóta á hvoru öðru, þá væri ekki úr vegi að seta einfaldlega lög sem takmarka samskipti fólks við hvort annað. En það yrðu þó einungis samskipti sem geta leitt til þess að fólk brjóti á hvoru öðru. Að sjálfsögðu myndum við ekki vilja það. Við kjósum þessa áhættu. Ef við gerðum það ekki myndi það skerða okkar frelsi í amstri hins daglega lífs og á hlutum sem okkur þykja sjálfsagðir og nauðsynlegir til þess að lifa eðlilegu lífi. Enn fremur væri illmögulegt að skilgreina hvers konar samskipti gætu leitt til brota. Sams konar samskipti gætu stundum leitt til brota og stundum ekki. Því miður er þó verið að leggja tvö frumvörp til laga af þessum toga fyrir Alþingi okkar Íslendinga. Þar ætlar Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra að takmarka samskipti fólks á vefnum, þrátt fyrir að ekkert brotlegt hafi átt sér stað. Samskipti með ýmis konar fjárhættuspil og klám eiga einfaldlega að vera bönnuð. Hvernig á að skilgreina hvað sé skynsamlegt og hvað ekki? Eiga virkilega öll samskipti fólks á vefnum að vera vöktuð með það að markmiði að koma í veg fyrir samskipti af þessum toga? Ég get ekki séð að lög sem þessi yrðu skilvirk nema að svo yrði gert. Ef Ögmundur vill banna fjárhættuspil, þá ætti hann að banna fjárhættuspil. Ef Ögmundur vill banna klám, þá ætti hann að banna klám. En hann ætti ekki takmarka frelsi fólks á vefnum. Það er óumflýjanlegt að frelsisskerðing eins og hér er lagt upp með muni ná til annarra sviða vefsins, sviða sem fólki finnst sjálfsagt að hafa óheftan aðgang að. Við lifum í samfélagi þar sem fólk hefur frelsi til þess að eiga hvers konar samskipti sem það kýs við annað fólk. Við erum tilbúin að veita hvoru öðru þetta frelsi til þess að öðlast meira frelsi sjálf. Ef fólk misnotar hins vegar þetta frelsi og brýtur af sér, þá þarf það að axla ábyrgð á gjörðum sínum. Það sama á að gilda um vefinn. Ögmundur Jónasson ætti að gefa fólki tækifæri á að haga sér skynsamlega, ekki takmarka frelsi þess á vefnum, heldur láta það frekar axla ábyrgð á gjörðum sínum.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar