Skattar og velferð – Hugsum til framtíðar Hulda Guðmunda Óskarsdóttir skrifar 25. apríl 2013 06:00 Nóbelshafarnir í hagfræði, Paul Krugman og Joseph Stiglitz, telja að óheftir fjármálamarkaðir hafði stuðlað að efnahagskreppunni sem heimurinn varð fyrir. Þeir benda á að niðurskurðar- og samdráttarstefna leiði til minni hagvaxtar, sem vísar til hlutfallslegra breytinga á landsframleiðslu frá einu ári til annars. Landsframleiðsla gerir grein fyrir ráðstöfun fjármuna sem verða til í efnahagskerfinu. Þegar búið er að draga frá afskriftir og skuldir er talað um verga landsframleiðslu. Undirstaða hagvaxtar eru fjárfestingar og nýsköpun sem eru grunnurinn að aukningu samkeppnishæfni. Virk samkeppni leiðir meðal annars til betri vara og þjónustu, ábyrgari rekstur og frekari nýsköpunar og framfara atvinnulífs. Fjölmargir tengja skattalækkanir við aukinn niðurskurð í opinberum rekstri. Á tíunda áratug síðustu aldar urðu Finnar fyrir djúpri efnahagskreppu. Verg landsframleiðsla þeirra dróst saman um 11%, gengið féll um 40%, fasteigaverð lækkaði um 50%, atvinnuleysið fór úr 3% í 18,4% og skuldabyrði almennings og fyrirtæka varð gífurleg. Tekjuskattur varð meðal hinna hæstu sem þekkjast í heiminum. Hið opinbera var fjársvelt og gripið var til þeirra ráða að veita fé til atvinnulífsins og skattar voru lækkaðir samtals um 20%. Aðgerðirnar áttu að örva efnahagsaðstæður og lögð var áhersla á útflutningsgreinar. Aðgerðir Finna voru álitnar glapræði. Reyndin var hinsvegar sú að aðgerðirnar stuðluðu að aukningu í verðmætasköpun, útflutningi (aukinn gjaldeyrisforði), fjárfestingum, nýsköpun og hagvöxtur jókst. Skattalækkanirnar örvuðu atvinnulífið og á örfáum árum varð Finnland meðal samkeppnishæfustu þjóða heims. Hagfræðingar á borð við Krugman og Stiglitz hafa bent á að með því að stækka kökuna verða skuldir mun viðráðanlegri, eins og Finnar komust að, og stefna frjálshyggjunnar sem einkennist af niðurskurðar- og samdráttarúrræðum er ekki líkleg til árangurs. Stjórnvöld þurfa að beita örvandi aðgerðum til að koma atvinnulífinu áfram. Slíkar aðferðir leiða til aukins hagvaxtar og þar með aukinnar velferðar. Aðgerðir núverandi ríkisstjórnar eru í anda frjálshyggjunnar. Töfralausnir eru ekki til. Það tekur nokkur ár að auka hagvöxt, ná stöðugleika og draga verulega úr almennum skuldavanda. Forgangsmál Sjálfstæðisflokksins er að horfa til framtíðar og ná þannig að stækka kökuna til langs tíma. Efla þarf atvinnulífið, lækka skatta og auka ráðstöfunartekjur og takast á við skuldavanda heimilanna. Með eflingu atvinnulífs aukast fjárfestingar og nýsköpun sem stuðar að hagvexti og stöðugleika. Lækkun skatta á fyrirtæki eykur meðal annars svigrúm til nýráðninga og hærri launaveitinga. Lækkun skatta á einstaklinga eykur ráðstöfunartekjur heimilanna og léttir rekstur þeirra. Samanlagt auka aðgerðirnar velferð og samkeppnishæfni Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Nóbelshafarnir í hagfræði, Paul Krugman og Joseph Stiglitz, telja að óheftir fjármálamarkaðir hafði stuðlað að efnahagskreppunni sem heimurinn varð fyrir. Þeir benda á að niðurskurðar- og samdráttarstefna leiði til minni hagvaxtar, sem vísar til hlutfallslegra breytinga á landsframleiðslu frá einu ári til annars. Landsframleiðsla gerir grein fyrir ráðstöfun fjármuna sem verða til í efnahagskerfinu. Þegar búið er að draga frá afskriftir og skuldir er talað um verga landsframleiðslu. Undirstaða hagvaxtar eru fjárfestingar og nýsköpun sem eru grunnurinn að aukningu samkeppnishæfni. Virk samkeppni leiðir meðal annars til betri vara og þjónustu, ábyrgari rekstur og frekari nýsköpunar og framfara atvinnulífs. Fjölmargir tengja skattalækkanir við aukinn niðurskurð í opinberum rekstri. Á tíunda áratug síðustu aldar urðu Finnar fyrir djúpri efnahagskreppu. Verg landsframleiðsla þeirra dróst saman um 11%, gengið féll um 40%, fasteigaverð lækkaði um 50%, atvinnuleysið fór úr 3% í 18,4% og skuldabyrði almennings og fyrirtæka varð gífurleg. Tekjuskattur varð meðal hinna hæstu sem þekkjast í heiminum. Hið opinbera var fjársvelt og gripið var til þeirra ráða að veita fé til atvinnulífsins og skattar voru lækkaðir samtals um 20%. Aðgerðirnar áttu að örva efnahagsaðstæður og lögð var áhersla á útflutningsgreinar. Aðgerðir Finna voru álitnar glapræði. Reyndin var hinsvegar sú að aðgerðirnar stuðluðu að aukningu í verðmætasköpun, útflutningi (aukinn gjaldeyrisforði), fjárfestingum, nýsköpun og hagvöxtur jókst. Skattalækkanirnar örvuðu atvinnulífið og á örfáum árum varð Finnland meðal samkeppnishæfustu þjóða heims. Hagfræðingar á borð við Krugman og Stiglitz hafa bent á að með því að stækka kökuna verða skuldir mun viðráðanlegri, eins og Finnar komust að, og stefna frjálshyggjunnar sem einkennist af niðurskurðar- og samdráttarúrræðum er ekki líkleg til árangurs. Stjórnvöld þurfa að beita örvandi aðgerðum til að koma atvinnulífinu áfram. Slíkar aðferðir leiða til aukins hagvaxtar og þar með aukinnar velferðar. Aðgerðir núverandi ríkisstjórnar eru í anda frjálshyggjunnar. Töfralausnir eru ekki til. Það tekur nokkur ár að auka hagvöxt, ná stöðugleika og draga verulega úr almennum skuldavanda. Forgangsmál Sjálfstæðisflokksins er að horfa til framtíðar og ná þannig að stækka kökuna til langs tíma. Efla þarf atvinnulífið, lækka skatta og auka ráðstöfunartekjur og takast á við skuldavanda heimilanna. Með eflingu atvinnulífs aukast fjárfestingar og nýsköpun sem stuðar að hagvexti og stöðugleika. Lækkun skatta á fyrirtæki eykur meðal annars svigrúm til nýráðninga og hærri launaveitinga. Lækkun skatta á einstaklinga eykur ráðstöfunartekjur heimilanna og léttir rekstur þeirra. Samanlagt auka aðgerðirnar velferð og samkeppnishæfni Íslands.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun