Verðbólgubálið aukið Guðmundur Gunnarsson skrifar 25. apríl 2013 06:00 Stjórnmálamönnum hefur undanfarin ár verið tíðrætt um að til standi að lagfæra stökkbreytingu lána og það yrði gert með því að strika verðtryggingu út. Ráðherrar komu fram í fjölmiðlum veturinn 2010 og sögðust ætla að gera þetta með því taka um 250 milljarða út úr lífeyrissjóðunum til þess að greiða þann reikning. Í kjölfar yfirlýsinga ráðherranna höfðu allmargir sjóðsfélagar samband við stjórnir sjóðanna og bentu á að það væru í gildi landslög og reyndar einnig stjórnarskrá, sem gerði þessa leið ófæra. Með þessu væri örorku- og lífeyrisþegum sem væru á bótum í dag, auk þeirra sem kæmust á bætur á næstu árum, einum gert að greiða allan kostnaðinn af þessu. Þessi fyrirætlan ráðherranna væri brot á stjórnarskrárvörðum eignarétti, auk þess að vera brot á jafnræðisreglu, því þetta myndi einvörðungu bitna á sjóðsfélögum almennu lífeyrissjóðanna. Sjóðsfélagar opinberu sjóðanna myndu ekki verða fyrir skerðingum. Skuld ríkissjóðs við opinberu lífeyrissjóðina er í dag um 500 milljarðar og hækkar um tugi milljarða á ári. Sá hraði mun vaxa á komandi árum vegna þess að stóru barnasprengjuárgangarnir eru að nálgast lífeyrisaldur. Útgjöld Tryggingastofnunar hækka þegar lífeyrir frá lífeyrissjóðunum lækkar. Auknar skuldir ríkisjóðs vegna lífeyrisskuldbindinga og aukin útgjöld TR, kalla á enn frekari niðurskurð eða hækkun skatta. Hagdeild ASÍ telur að ekki verði komist hjá um 4-6% hækkun skatta og sú ákvörðun verði ekki dregin lengur en í mesta lagi 4 ár. Ef lífeyriskerfið verður lagt í sömu rúst og það lá árið 1980, mun það kalla þar að auki á umtalsverða skattahækkun.Sökudólgurinn Hvað gerðu ráðherrarnir þegar elli- og örorkuþegar höfnuðu því alfarið að greiða reikninginn? Jú þeir fóru í fjölmiðla og sögðu að venju að verkalýðshreyfingin væri sökudólgurinn. Hún stæði gegn því að tekið yrði á skuldavanda heimilanna og lífeyrissjóðirnir höfnuðu þess vegna að taka þátt í því. Þessi ómerkilega klisja hefur verið endurtækin á Alþingi undanfarna daga. Hverjir eru það sem setja lög í þessu landi? Hverjir eru það sem ákvarða hina opinberu efnahagstefnu og þá um leið vaxtastigið og hvernig það kerfi er útfært? Hverjir voru það sem settu lög um verðtryggingu? Hvers vegna voru þau lög sett? Hvernig stendur á því að fjölmiðlamenn spyrja ekki alþingismenn um hvers vegna þeir vilji að landslög séu brotin? Það hefur lengi legið fyrir að flöt lækkun lána kemur þeim sem mest hafa milli handanna best, 80% af þeim fjármunum hafna í vösum þeirra sem ekki þurfa á því að halda. Það sem nær til þeirra sem eru í vanda, það er að segja barnafjölskyldna og einstæðra foreldra, verður of lítið til þess að bjarga þeim frá vandanum. Í dag er allt sem bendir til þess að stjórnmálamenn ætli sér að steypa efnahagslífinu í enn eitt verðbólgubálið, án þess að taka á vandanum. Þeir ætla að taka enn eitt fixið, detta bara einu sinni í það aftur og svo lofa þeir að vera edrú eftir það. Kosningaloforðin á að venju að leysa með enn einni gengisfellingunni og bara eitt verðbólgubálið enn, sem þýðir að verðgildi launa lækkar og framkölluð er eignaupptaka hjá launamönnum. Þessi endurtekna eignaupptaka hefur undanfarna áratugi jafngilt því að fjórðungur launa hafi verið tekinn úr launaumslögunum áður en þau ná í vasa launamanna. Verðtrygging er greiðsludreifingarkerfi á ofurvöxtum, sem er afleiðing mikillar verðbólgu, sem er afleiðing óagaðrar efnahagsstjórnunar. Ef greiðsludreifingin er afnumin verður fólki einfaldlega gert að greiða ofurvextina með öðrum hætti. Umræða stjórnmálamanna jafngildir því að þeir reikni með því að meinið hverfi við það plásturinn verði fjarlægður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Stjórnmálamönnum hefur undanfarin ár verið tíðrætt um að til standi að lagfæra stökkbreytingu lána og það yrði gert með því að strika verðtryggingu út. Ráðherrar komu fram í fjölmiðlum veturinn 2010 og sögðust ætla að gera þetta með því taka um 250 milljarða út úr lífeyrissjóðunum til þess að greiða þann reikning. Í kjölfar yfirlýsinga ráðherranna höfðu allmargir sjóðsfélagar samband við stjórnir sjóðanna og bentu á að það væru í gildi landslög og reyndar einnig stjórnarskrá, sem gerði þessa leið ófæra. Með þessu væri örorku- og lífeyrisþegum sem væru á bótum í dag, auk þeirra sem kæmust á bætur á næstu árum, einum gert að greiða allan kostnaðinn af þessu. Þessi fyrirætlan ráðherranna væri brot á stjórnarskrárvörðum eignarétti, auk þess að vera brot á jafnræðisreglu, því þetta myndi einvörðungu bitna á sjóðsfélögum almennu lífeyrissjóðanna. Sjóðsfélagar opinberu sjóðanna myndu ekki verða fyrir skerðingum. Skuld ríkissjóðs við opinberu lífeyrissjóðina er í dag um 500 milljarðar og hækkar um tugi milljarða á ári. Sá hraði mun vaxa á komandi árum vegna þess að stóru barnasprengjuárgangarnir eru að nálgast lífeyrisaldur. Útgjöld Tryggingastofnunar hækka þegar lífeyrir frá lífeyrissjóðunum lækkar. Auknar skuldir ríkisjóðs vegna lífeyrisskuldbindinga og aukin útgjöld TR, kalla á enn frekari niðurskurð eða hækkun skatta. Hagdeild ASÍ telur að ekki verði komist hjá um 4-6% hækkun skatta og sú ákvörðun verði ekki dregin lengur en í mesta lagi 4 ár. Ef lífeyriskerfið verður lagt í sömu rúst og það lá árið 1980, mun það kalla þar að auki á umtalsverða skattahækkun.Sökudólgurinn Hvað gerðu ráðherrarnir þegar elli- og örorkuþegar höfnuðu því alfarið að greiða reikninginn? Jú þeir fóru í fjölmiðla og sögðu að venju að verkalýðshreyfingin væri sökudólgurinn. Hún stæði gegn því að tekið yrði á skuldavanda heimilanna og lífeyrissjóðirnir höfnuðu þess vegna að taka þátt í því. Þessi ómerkilega klisja hefur verið endurtækin á Alþingi undanfarna daga. Hverjir eru það sem setja lög í þessu landi? Hverjir eru það sem ákvarða hina opinberu efnahagstefnu og þá um leið vaxtastigið og hvernig það kerfi er útfært? Hverjir voru það sem settu lög um verðtryggingu? Hvers vegna voru þau lög sett? Hvernig stendur á því að fjölmiðlamenn spyrja ekki alþingismenn um hvers vegna þeir vilji að landslög séu brotin? Það hefur lengi legið fyrir að flöt lækkun lána kemur þeim sem mest hafa milli handanna best, 80% af þeim fjármunum hafna í vösum þeirra sem ekki þurfa á því að halda. Það sem nær til þeirra sem eru í vanda, það er að segja barnafjölskyldna og einstæðra foreldra, verður of lítið til þess að bjarga þeim frá vandanum. Í dag er allt sem bendir til þess að stjórnmálamenn ætli sér að steypa efnahagslífinu í enn eitt verðbólgubálið, án þess að taka á vandanum. Þeir ætla að taka enn eitt fixið, detta bara einu sinni í það aftur og svo lofa þeir að vera edrú eftir það. Kosningaloforðin á að venju að leysa með enn einni gengisfellingunni og bara eitt verðbólgubálið enn, sem þýðir að verðgildi launa lækkar og framkölluð er eignaupptaka hjá launamönnum. Þessi endurtekna eignaupptaka hefur undanfarna áratugi jafngilt því að fjórðungur launa hafi verið tekinn úr launaumslögunum áður en þau ná í vasa launamanna. Verðtrygging er greiðsludreifingarkerfi á ofurvöxtum, sem er afleiðing mikillar verðbólgu, sem er afleiðing óagaðrar efnahagsstjórnunar. Ef greiðsludreifingin er afnumin verður fólki einfaldlega gert að greiða ofurvextina með öðrum hætti. Umræða stjórnmálamanna jafngildir því að þeir reikni með því að meinið hverfi við það plásturinn verði fjarlægður.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun