Ekki lesa þessa grein, ef… Margrét Kristmannsdóttir og Andrés Magnússon skrifar 11. apríl 2013 07:00 …þú hefur engan áhuga á því að lækka matarverð hér á landi – engan áhuga á að lækka verð á nauðsynjavörum heimilanna. En þar sem þú ert enn að lesa má ætla að þú viljir skoða hvað um er að ræða – að þú sért jafnvel í hópi þeirra þúsunda sem eiga of fáar krónur afgangs um hver mánaðamót þegar búið er að greiða af lánum eða húsaleigunni og kaupa í matinn. Það þekkir enginn betur en verslunin hvaða tækifærum við Íslendingar stöndum frammi fyrir þegar kemur að lækkun vöruverðs. Það erum jú við sem daglega kaupum inn vörur af erlendum og innlendum birgjum og þekkjum því best hvernig verðmyndunin er – hvaða álögur og gjöld eru lagðar á venjulegar neysluvörur hér á landi. Dæmin um verðlækkun sem hér yrði ef innflutningshöftum yrði aflétt eru sláandi og tækifæri til kaupmáttaraukningar 130.000 heimila stórkostleg þar sem landbúnaðarafurðir vega um 40% í matarkörfu Íslendinga.Gríðarleg tækifæri Það er vitað að mörg heimili standa illa þegar kemur að skuldamálum. En það er jafnframt vitað að mörg heimili skulda ekkert – einkum eldra fólk sem búið er að borga upp sín húsnæðislán, svo ekki sé minnst á allar þær þúsundir fjölskyldna sem búa í leiguhúsnæði. Niðurfelling húsnæðislána kemur þessum risavaxna hópi lítt til aðstoðar og það er í raun umhugsunarefni hvað lítið er rætt um þau gríðarlegu tækifæri til kaupmáttaraukningar sem eru til staðar fyrir alla – já, alla – Íslendinga með lækkun vöruverðs.Andrés Magnússon framkvæmdastjóri SVÞÁratugum saman hafa 63 alþingismenn úr öllum flokkum slegið skjaldborg um núverandi hafta- og einokunarstefnu í landbúnaði. Kannski af skiljanlegum ástæðum því þegar kastljósið beinist að þessum málaflokki rís upp öflugur varnarmúr sérhagsmuna, sem gerir allt til að tryggja óbreytt kerfi og svífst einskis til að gera málflutning þeirra sem vilja breytingar ótrúverðugan. Er þá jafnvel hjólað í manninn en ekki boltann og því ekki að undra að einstakir stjórnmálamenn hafi talið auðveldara að taka aðra slagi. Þetta er gömul saga og ný fyrir okkur Íslendinga að sérhagsmunaaðilar vilja halda dauðahaldi í óbreytt kerfi – vandamálið er hins vegar að það er yfirleitt á kostnað okkar hinna – á kostnað heildarhagsmuna.Ein mesta kjarabótin Við Íslendingar gerum margt vel en við verðum jafnframt að forðast að detta í þá gryfju að við séum best í öllu. Atvinnulífið og heimilin í landinu eru einmitt í dag fórnarlömb þess að okkur var talin trú að við ættum bestu bankamenn í heimi. Íslenskar landbúnaðarafurðir eru góðar – en það eru ótalmargir erlendir bændur sem kunna jafn vel og við að framleiða t.d. kjúklinga og svínakjöt – og hugsanlega einhverjir betur. Afnám innflutningshafta snýst einfaldlega um að gefa íslenskum neytendum val – sumir munu án vafa halda áfram að kaupa eingöngu íslenskt – aðrir munu kaupa það ódýrasta – aðrir lífrænt ræktað og þannig á það að vera. Neytandinn á að hafa val – val sem hann hefur ekki í dag. Samtök verslunar og þjónustu hafa bent á að eins og hagvaxtarhorfur eru fyrir næstu ár verður ekki innistæða fyrir miklum launahækkunum. Kjarabæturnar verða að koma annars staðar frá. Til að ná fram auknum kaupmætti verður m.a. að horfa til þess að lækka vöruverð. Verslunin lifir á kaupmætti – öflugur kaupmáttur er sameiginlegt hagsmunamál heimila og verslunar og þjónustu. Það er sammerkt öllum þeim athugunum sem varða verð á matvælum og birtar hafa verið undanfarin ár að sú stefna stjórnvalda að vernda innlendan landbúnað sé ein helsta ástæða þess hve matvælaverð er hátt hér á landi. Segir þar jafnframt að án vafa sé engin ein aðgerð jafn árangursrík til að lækka matvöruverð hér á landi og aflétting innflutningsverndar. Ábatinn yrði ein mesta kjarabót sem heimilum hér á landi gæti áskotnast. Sú spurning sem við stöndum frammi fyrir er einfaldlega þessi: Ætla stjórnmálamenn þessa lands að halda áfram að taka sérhagsmuni fárra fram yfir hagsmuni heildarinnar – standa í vegi fyrir einni mestu kjarabót sem hægt er að fá fyrir íslensk heimili? Almenningur á heimtingu á að þeirri spurningu verði svarað í kosningabaráttunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Kosningar 2013 Skoðun Margrét Kristmannsdóttir Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
…þú hefur engan áhuga á því að lækka matarverð hér á landi – engan áhuga á að lækka verð á nauðsynjavörum heimilanna. En þar sem þú ert enn að lesa má ætla að þú viljir skoða hvað um er að ræða – að þú sért jafnvel í hópi þeirra þúsunda sem eiga of fáar krónur afgangs um hver mánaðamót þegar búið er að greiða af lánum eða húsaleigunni og kaupa í matinn. Það þekkir enginn betur en verslunin hvaða tækifærum við Íslendingar stöndum frammi fyrir þegar kemur að lækkun vöruverðs. Það erum jú við sem daglega kaupum inn vörur af erlendum og innlendum birgjum og þekkjum því best hvernig verðmyndunin er – hvaða álögur og gjöld eru lagðar á venjulegar neysluvörur hér á landi. Dæmin um verðlækkun sem hér yrði ef innflutningshöftum yrði aflétt eru sláandi og tækifæri til kaupmáttaraukningar 130.000 heimila stórkostleg þar sem landbúnaðarafurðir vega um 40% í matarkörfu Íslendinga.Gríðarleg tækifæri Það er vitað að mörg heimili standa illa þegar kemur að skuldamálum. En það er jafnframt vitað að mörg heimili skulda ekkert – einkum eldra fólk sem búið er að borga upp sín húsnæðislán, svo ekki sé minnst á allar þær þúsundir fjölskyldna sem búa í leiguhúsnæði. Niðurfelling húsnæðislána kemur þessum risavaxna hópi lítt til aðstoðar og það er í raun umhugsunarefni hvað lítið er rætt um þau gríðarlegu tækifæri til kaupmáttaraukningar sem eru til staðar fyrir alla – já, alla – Íslendinga með lækkun vöruverðs.Andrés Magnússon framkvæmdastjóri SVÞÁratugum saman hafa 63 alþingismenn úr öllum flokkum slegið skjaldborg um núverandi hafta- og einokunarstefnu í landbúnaði. Kannski af skiljanlegum ástæðum því þegar kastljósið beinist að þessum málaflokki rís upp öflugur varnarmúr sérhagsmuna, sem gerir allt til að tryggja óbreytt kerfi og svífst einskis til að gera málflutning þeirra sem vilja breytingar ótrúverðugan. Er þá jafnvel hjólað í manninn en ekki boltann og því ekki að undra að einstakir stjórnmálamenn hafi talið auðveldara að taka aðra slagi. Þetta er gömul saga og ný fyrir okkur Íslendinga að sérhagsmunaaðilar vilja halda dauðahaldi í óbreytt kerfi – vandamálið er hins vegar að það er yfirleitt á kostnað okkar hinna – á kostnað heildarhagsmuna.Ein mesta kjarabótin Við Íslendingar gerum margt vel en við verðum jafnframt að forðast að detta í þá gryfju að við séum best í öllu. Atvinnulífið og heimilin í landinu eru einmitt í dag fórnarlömb þess að okkur var talin trú að við ættum bestu bankamenn í heimi. Íslenskar landbúnaðarafurðir eru góðar – en það eru ótalmargir erlendir bændur sem kunna jafn vel og við að framleiða t.d. kjúklinga og svínakjöt – og hugsanlega einhverjir betur. Afnám innflutningshafta snýst einfaldlega um að gefa íslenskum neytendum val – sumir munu án vafa halda áfram að kaupa eingöngu íslenskt – aðrir munu kaupa það ódýrasta – aðrir lífrænt ræktað og þannig á það að vera. Neytandinn á að hafa val – val sem hann hefur ekki í dag. Samtök verslunar og þjónustu hafa bent á að eins og hagvaxtarhorfur eru fyrir næstu ár verður ekki innistæða fyrir miklum launahækkunum. Kjarabæturnar verða að koma annars staðar frá. Til að ná fram auknum kaupmætti verður m.a. að horfa til þess að lækka vöruverð. Verslunin lifir á kaupmætti – öflugur kaupmáttur er sameiginlegt hagsmunamál heimila og verslunar og þjónustu. Það er sammerkt öllum þeim athugunum sem varða verð á matvælum og birtar hafa verið undanfarin ár að sú stefna stjórnvalda að vernda innlendan landbúnað sé ein helsta ástæða þess hve matvælaverð er hátt hér á landi. Segir þar jafnframt að án vafa sé engin ein aðgerð jafn árangursrík til að lækka matvöruverð hér á landi og aflétting innflutningsverndar. Ábatinn yrði ein mesta kjarabót sem heimilum hér á landi gæti áskotnast. Sú spurning sem við stöndum frammi fyrir er einfaldlega þessi: Ætla stjórnmálamenn þessa lands að halda áfram að taka sérhagsmuni fárra fram yfir hagsmuni heildarinnar – standa í vegi fyrir einni mestu kjarabót sem hægt er að fá fyrir íslensk heimili? Almenningur á heimtingu á að þeirri spurningu verði svarað í kosningabaráttunni.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun