Sóðakarl/kvendi Þórður Snær Júlíusson skrifar 26. júlí 2013 22:00 Þegar orðinu drusla er flett upp í orðabók er það sagt þýða: tuska, léleg flík, bíldrusla eða sóðakvendi. Tvær síðastnefndu merkingarnar eru þær sem ég ólst upp við. Að drusla væri annaðhvort lélegur bíll eða lausgirt kona. Ég heyrði orðið sjaldan en nógu oft til að tengja það mjög sterkt við þessar óliku merkingar. Eftir að ég varð unglingur, og kynhvötin helltist óbeiðsluð yfir mig og jafnaldra mína, fór að bera meira á miskunnarlausri notkun þessa orðs. Þá virtust viðkvæmir drengir bregðast við höfnun frambærilegra stúlkna sem litu ekki við þeim með því að kalla atlot þeirra við aðra drusluskap. Þær voru að svala sömu forvitni og allir aðrir voru uppfullir af á þessu aldurskeiði, en ekki á þann hátt sem þeim höfnuðu vildu að henni yrði svalað. Því var eðlilegt athæfi gert skítugt. Þegar ég óx og dafnaði tók ég betur og betur eftir því að druslustimpillinn er líka notaður sem niðrandi stjórnunartól í fullorðinsheimum. Ef kona nær árangri í námi, innan fyrirtækis, í stjórnmálum eða á hvaða vettvangi sem er þá kvissast oft út kjaftasögur um meintan drusluskap hennar. Sem fjölmiðlamaður fæ ég að heyra þær allar. Það virðist skapast karllægur hvati til að kippa þeim niður á jörðina. Að það hljóti að búa einhverskonar kynferðisleg ástæða undir ef kona kemst áfram. Framhjáhald, óvenjuleg vergirni, daður eða önnur örvandi hegðun. Þær hljóti að hafa riðið sig á toppinn. Vanvirðing sem þessi er klárt form af ofbeldi. Hún er sprottin af sama meiði og sú sem lætur menn halda að fatnaður, danstaktar, augntillit, lítið bros eða efnisrýr kjóll sé óafturkræft tilboð um kyníf. Hún er sprottin af minnimáttarkennd sem brýst út sem mikilmennskubrjálæði. Knýjandi þörf manna fyrir að fá staðfestingu á að allar konur girnist þá. Eða bara af því að þeir eru siðlausir fávitar. Miðað við þá merkingu sem mér var kennt að leggja í orðið drusla ætti það mun fremur að eiga við karla en konur. Í skýringu orðabókar á því ætti að standa sóðakarl, að minnsta kosti til hliðar. Ég þekki mun fleiri karla sem sækjast eftir kynlífi með mörgum konum og líta á hverja legu sem sigur. Konur virðast á hinn bóginn, almennt, hafa heilbrigðara viðhorf til samskipta kynjanna en karlar. Þær nálgast þau oftar með von um alvöru í stað þess að nálgast þau með von um að ekki komist upp um lygi. Samt er kvennsömum mönnum hampað sem hetjum en leitandi konur niðurlægðar sem druslur. Yfirlýst markmið Druslugöngunnar er að færa ábyrgðina á kynferðisglæpum frá fórnarlömbum yfir á gerendur. Góð byrjun væri að kenna orðið drusla við það kyn sem hefur unnið fyrir því.Druslugangan verður farin í þriðja sinn þann 27. júlí, nk. Með Druslugöngunni viljum við færa ábyrgð kynferðisglæpa frá fórnarlömbunm og yfir á gerendur. Við viljum ekki einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem mögulega afsökun fyrir glæpamenn. Við viljum einfaldlega að menn hætti að nauðga. Gangan verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan 14:00, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og mun enda á Austurvelli þar sem við taka fundarhöld og tónleikar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Þegar orðinu drusla er flett upp í orðabók er það sagt þýða: tuska, léleg flík, bíldrusla eða sóðakvendi. Tvær síðastnefndu merkingarnar eru þær sem ég ólst upp við. Að drusla væri annaðhvort lélegur bíll eða lausgirt kona. Ég heyrði orðið sjaldan en nógu oft til að tengja það mjög sterkt við þessar óliku merkingar. Eftir að ég varð unglingur, og kynhvötin helltist óbeiðsluð yfir mig og jafnaldra mína, fór að bera meira á miskunnarlausri notkun þessa orðs. Þá virtust viðkvæmir drengir bregðast við höfnun frambærilegra stúlkna sem litu ekki við þeim með því að kalla atlot þeirra við aðra drusluskap. Þær voru að svala sömu forvitni og allir aðrir voru uppfullir af á þessu aldurskeiði, en ekki á þann hátt sem þeim höfnuðu vildu að henni yrði svalað. Því var eðlilegt athæfi gert skítugt. Þegar ég óx og dafnaði tók ég betur og betur eftir því að druslustimpillinn er líka notaður sem niðrandi stjórnunartól í fullorðinsheimum. Ef kona nær árangri í námi, innan fyrirtækis, í stjórnmálum eða á hvaða vettvangi sem er þá kvissast oft út kjaftasögur um meintan drusluskap hennar. Sem fjölmiðlamaður fæ ég að heyra þær allar. Það virðist skapast karllægur hvati til að kippa þeim niður á jörðina. Að það hljóti að búa einhverskonar kynferðisleg ástæða undir ef kona kemst áfram. Framhjáhald, óvenjuleg vergirni, daður eða önnur örvandi hegðun. Þær hljóti að hafa riðið sig á toppinn. Vanvirðing sem þessi er klárt form af ofbeldi. Hún er sprottin af sama meiði og sú sem lætur menn halda að fatnaður, danstaktar, augntillit, lítið bros eða efnisrýr kjóll sé óafturkræft tilboð um kyníf. Hún er sprottin af minnimáttarkennd sem brýst út sem mikilmennskubrjálæði. Knýjandi þörf manna fyrir að fá staðfestingu á að allar konur girnist þá. Eða bara af því að þeir eru siðlausir fávitar. Miðað við þá merkingu sem mér var kennt að leggja í orðið drusla ætti það mun fremur að eiga við karla en konur. Í skýringu orðabókar á því ætti að standa sóðakarl, að minnsta kosti til hliðar. Ég þekki mun fleiri karla sem sækjast eftir kynlífi með mörgum konum og líta á hverja legu sem sigur. Konur virðast á hinn bóginn, almennt, hafa heilbrigðara viðhorf til samskipta kynjanna en karlar. Þær nálgast þau oftar með von um alvöru í stað þess að nálgast þau með von um að ekki komist upp um lygi. Samt er kvennsömum mönnum hampað sem hetjum en leitandi konur niðurlægðar sem druslur. Yfirlýst markmið Druslugöngunnar er að færa ábyrgðina á kynferðisglæpum frá fórnarlömbum yfir á gerendur. Góð byrjun væri að kenna orðið drusla við það kyn sem hefur unnið fyrir því.Druslugangan verður farin í þriðja sinn þann 27. júlí, nk. Með Druslugöngunni viljum við færa ábyrgð kynferðisglæpa frá fórnarlömbunm og yfir á gerendur. Við viljum ekki einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem mögulega afsökun fyrir glæpamenn. Við viljum einfaldlega að menn hætti að nauðga. Gangan verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan 14:00, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og mun enda á Austurvelli þar sem við taka fundarhöld og tónleikar.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun