Vilt þú tillögur stjórnlagaráðs sem grundvöll að stjórnarskrá? Þorkell Helgason skrifar 11. október 2012 00:00 Í pistlum undanfarnar vikur hafa verið reifaðar þær fimm spurningar sem lagðar verða fyrir þjóðina 20. október nk. og fjalla um einstök lykilatriði í nýrri stjórnarskrá. Eftir situr fyrsta, og um leið aðalspurningin, um það hvort tillögur stjórnlagaráðs skuli lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Spurningin er í heild þannig: „Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?" Spurningin er nokkuð opin, væntanlega vísvitandi. Fyrir liggur að þingnefnd sú sem fjallar um málið er að láta hóp lögfræðinga yfirfara tillögur stjórnlagaráðs. Ekki til að breyta þeim efnislega, heldur til að lagfæra hugsanlega fræðilega hnökra. Jafnframt verður að ætla að þingnefndin muni bregðast við svörum þjóðarinnar við sundurgreindu spurningunum fimm. Komi ótvírætt í ljós að þjóðin vilji hafa einhver af þeim atriðum sem um er spurt á annan veg en stjórnlagaráð leggur til, hlýtur þingnefndin að breyta frumvarpinu eins og það kom frá ráðinu til samræmis. Grundvallarspurningin er því hvort leggja skuli tillögur stjórnlagaráðs fyrir þingið sem frumvarp að nýrri stjórnarskrá eftir lagatæknilegar lagfæringar og breytingar í samræmi við úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Þjóðaratkvæðagreiðslan er einungis ráðgefandi fyrir þá nefnd þingsins sem mun að lokum leggja frumvarpið fyrir þingið. Síðan tekur við umræða og afgreiðsla á þinginu sjálfu. Þingið gæti átt til að breyta frumvarpinu enn frekar – en vonandi aðeins til bóta! Þjóðin er því ekki að taka afstöðu til endanlegrar gerðar stjórnarskrár á þessu stigi. Vonandi gefst henni tækifæri til þess á lokastigi. Þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október er engu að síður afar mikilvægur áfangi að því marki að fá lýðveldinu endurbætta og heilstæða stjórnarskrá. Rök fyrir JÁ við spurningunniÞjóðin hefur búið við bráðabirgðastjórnarskrá allan lýðveldistímann. Nú er tækifæri til að setja okkur tryggan íslenskan samfélagssáttmála. Það er allsendis óvíst hvort annað tækifæri gefst næstu áratugina. Í stjórnarskrárfrumvarpi stjórnlagaráðs eru m.a. eftirfarandi nýmæli: n Ákvæði um mannréttindi efld. n Náttúruvernd gert hærra undir höfði en áður. n Auðlindir skilgreindar sem þjóðareign og kveðið á um afnotagreiðslur. n Jafn atkvæðisréttur allra og persónukjör. n Staða Alþingis styrkt andspænis framkvæmdarvaldinu. n Ítarleg ný ákvæði um beint lýðræði. n Stjórnarskráin vernduð með skipun eftirlitsnefndar, Lögréttu. n Ákvæði um forseta Íslands gerð skýr og honum falið aðhaldshlutverk. n Þingræðið treyst, m.a. með því að Alþingi kjósi forsætisráðherra. n Ákvæði til að tryggja óháð val á dómurum. n Sveitarfélögunum lyft á stall í sérstökum kafla. n Tryggt að ekki verði af inngöngu í Evrópusambandið nema þjóðin ákveði það sjálf. n Þjóðin staðfesti framvegis stjórnarskrárbreytingar. Rök fyrir NEI við spurningunniÚrtöluraddir heyrast: n „Ekki núna heldur seinna" segja sumir. Svo hefur verið talað í nær sjötíu ár. Tilraunir hafa verið gerðar til semja nýja stjórnarskrá – en án árangurs. Einmitt nú gefst kjósendum kostur á að tjá hug sinn og stuðla að gagngerum umbótum á stjórnarskránni. n „Það er verið að bylta stjórnarskránni" er sagt. Þetta eru ýkjur. Það eru tiltölulega fá atriði sem breytast umtalsvert, en lykilatriði að vísu. En einmitt um flest þeirra verður spurt í þjóðaratkvæðagreiðslunni. n „Gamla stjórnarskráin olli ekki kreppunni" er líka sagt. Hún var e.t.v. ekki bein örsök en með því herta aðhaldi að valdinu sem lagt er til í stjórnarskrárfrumvarpinu er það gert ólíklegra að þvílík ósköp af mannavöldum hendi okkur aftur. n Heyrist hefur að það hafi ekki verið „rétta" fólkið sem sat í stjórnlagaráði. Hverjir völdust til verksins má ekki skipta máli heldur innihaldið í því sem lagt er til. Kjósendur dæmi af verkunum, ekki höfundunum. Aukin heldur kom fjöldi annarra en stjórnlagaráðsmanna að málinu, svo sem stjórnlaganefnd, sérfræðingar stjórnlagaráðs og fyrri stjórnarskrárnefndir, en ekki síst þúsundmannafundur þjóðarinnar haustið 2010. n „Frumvarp stjórnlagaráðs er gallað" segja einstaka fræðingar, en nefna þó sjaldnast bitastæð dæmi. Vitaskuld getur gott lengi batnað. Verið er að yfirfara lögfræðina í frumvarpinu og þjóðin mun kveða upp úr um nokkur álitamál í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Síðan geta þingmenn, velviljaðir málinu, bætt um betur þegar frumvarpið hefur verið lagt fram. Fullyrða má að aldrei hafi jafn vel verið staðið að endurbótum á stjórnarskránni og nú. ÁlyktunValið stendur aðeins um tvennt: Stjórnarskrá sem byggð er á frumvarpi stjórnlagaráðs eða núgildandi bráðabirgðastjórnarskrá frá 1944. Vilji kjósendur koma í veg fyrir að málinu verði drepið á dreif og að stjórnarskrárumbætur verði að engu eiga þeir að flykkjast á kjörstað og gjalda stjórnarskrárfrumvarpinu jáyrði sitt. Verði þátttaka 20. október góð og afstaða kjósenda afgerandi hlýtur þingið að taka mark á niðurstöðunum og greiða götu nýrrar stjórnarskrár sem getur tekið gildi 17. júní 2013. Höfundur þessa pistils bendir á að nú gefst einstætt tækifæri til að stuðla að bættum stjórnarháttum og mælir því eindregið með jáyrði við grundvallarspurningunni um stjórnarskrárfrumvarpið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Þorkell Helgason Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í pistlum undanfarnar vikur hafa verið reifaðar þær fimm spurningar sem lagðar verða fyrir þjóðina 20. október nk. og fjalla um einstök lykilatriði í nýrri stjórnarskrá. Eftir situr fyrsta, og um leið aðalspurningin, um það hvort tillögur stjórnlagaráðs skuli lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Spurningin er í heild þannig: „Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?" Spurningin er nokkuð opin, væntanlega vísvitandi. Fyrir liggur að þingnefnd sú sem fjallar um málið er að láta hóp lögfræðinga yfirfara tillögur stjórnlagaráðs. Ekki til að breyta þeim efnislega, heldur til að lagfæra hugsanlega fræðilega hnökra. Jafnframt verður að ætla að þingnefndin muni bregðast við svörum þjóðarinnar við sundurgreindu spurningunum fimm. Komi ótvírætt í ljós að þjóðin vilji hafa einhver af þeim atriðum sem um er spurt á annan veg en stjórnlagaráð leggur til, hlýtur þingnefndin að breyta frumvarpinu eins og það kom frá ráðinu til samræmis. Grundvallarspurningin er því hvort leggja skuli tillögur stjórnlagaráðs fyrir þingið sem frumvarp að nýrri stjórnarskrá eftir lagatæknilegar lagfæringar og breytingar í samræmi við úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Þjóðaratkvæðagreiðslan er einungis ráðgefandi fyrir þá nefnd þingsins sem mun að lokum leggja frumvarpið fyrir þingið. Síðan tekur við umræða og afgreiðsla á þinginu sjálfu. Þingið gæti átt til að breyta frumvarpinu enn frekar – en vonandi aðeins til bóta! Þjóðin er því ekki að taka afstöðu til endanlegrar gerðar stjórnarskrár á þessu stigi. Vonandi gefst henni tækifæri til þess á lokastigi. Þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október er engu að síður afar mikilvægur áfangi að því marki að fá lýðveldinu endurbætta og heilstæða stjórnarskrá. Rök fyrir JÁ við spurningunniÞjóðin hefur búið við bráðabirgðastjórnarskrá allan lýðveldistímann. Nú er tækifæri til að setja okkur tryggan íslenskan samfélagssáttmála. Það er allsendis óvíst hvort annað tækifæri gefst næstu áratugina. Í stjórnarskrárfrumvarpi stjórnlagaráðs eru m.a. eftirfarandi nýmæli: n Ákvæði um mannréttindi efld. n Náttúruvernd gert hærra undir höfði en áður. n Auðlindir skilgreindar sem þjóðareign og kveðið á um afnotagreiðslur. n Jafn atkvæðisréttur allra og persónukjör. n Staða Alþingis styrkt andspænis framkvæmdarvaldinu. n Ítarleg ný ákvæði um beint lýðræði. n Stjórnarskráin vernduð með skipun eftirlitsnefndar, Lögréttu. n Ákvæði um forseta Íslands gerð skýr og honum falið aðhaldshlutverk. n Þingræðið treyst, m.a. með því að Alþingi kjósi forsætisráðherra. n Ákvæði til að tryggja óháð val á dómurum. n Sveitarfélögunum lyft á stall í sérstökum kafla. n Tryggt að ekki verði af inngöngu í Evrópusambandið nema þjóðin ákveði það sjálf. n Þjóðin staðfesti framvegis stjórnarskrárbreytingar. Rök fyrir NEI við spurningunniÚrtöluraddir heyrast: n „Ekki núna heldur seinna" segja sumir. Svo hefur verið talað í nær sjötíu ár. Tilraunir hafa verið gerðar til semja nýja stjórnarskrá – en án árangurs. Einmitt nú gefst kjósendum kostur á að tjá hug sinn og stuðla að gagngerum umbótum á stjórnarskránni. n „Það er verið að bylta stjórnarskránni" er sagt. Þetta eru ýkjur. Það eru tiltölulega fá atriði sem breytast umtalsvert, en lykilatriði að vísu. En einmitt um flest þeirra verður spurt í þjóðaratkvæðagreiðslunni. n „Gamla stjórnarskráin olli ekki kreppunni" er líka sagt. Hún var e.t.v. ekki bein örsök en með því herta aðhaldi að valdinu sem lagt er til í stjórnarskrárfrumvarpinu er það gert ólíklegra að þvílík ósköp af mannavöldum hendi okkur aftur. n Heyrist hefur að það hafi ekki verið „rétta" fólkið sem sat í stjórnlagaráði. Hverjir völdust til verksins má ekki skipta máli heldur innihaldið í því sem lagt er til. Kjósendur dæmi af verkunum, ekki höfundunum. Aukin heldur kom fjöldi annarra en stjórnlagaráðsmanna að málinu, svo sem stjórnlaganefnd, sérfræðingar stjórnlagaráðs og fyrri stjórnarskrárnefndir, en ekki síst þúsundmannafundur þjóðarinnar haustið 2010. n „Frumvarp stjórnlagaráðs er gallað" segja einstaka fræðingar, en nefna þó sjaldnast bitastæð dæmi. Vitaskuld getur gott lengi batnað. Verið er að yfirfara lögfræðina í frumvarpinu og þjóðin mun kveða upp úr um nokkur álitamál í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Síðan geta þingmenn, velviljaðir málinu, bætt um betur þegar frumvarpið hefur verið lagt fram. Fullyrða má að aldrei hafi jafn vel verið staðið að endurbótum á stjórnarskránni og nú. ÁlyktunValið stendur aðeins um tvennt: Stjórnarskrá sem byggð er á frumvarpi stjórnlagaráðs eða núgildandi bráðabirgðastjórnarskrá frá 1944. Vilji kjósendur koma í veg fyrir að málinu verði drepið á dreif og að stjórnarskrárumbætur verði að engu eiga þeir að flykkjast á kjörstað og gjalda stjórnarskrárfrumvarpinu jáyrði sitt. Verði þátttaka 20. október góð og afstaða kjósenda afgerandi hlýtur þingið að taka mark á niðurstöðunum og greiða götu nýrrar stjórnarskrár sem getur tekið gildi 17. júní 2013. Höfundur þessa pistils bendir á að nú gefst einstætt tækifæri til að stuðla að bættum stjórnarháttum og mælir því eindregið með jáyrði við grundvallarspurningunni um stjórnarskrárfrumvarpið.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun