Af hverju vita kortafyrirtækin hvar ég spila spil? Smári McCarthy skrifar 19. júlí 2012 06:00 Í svari Ögmundar Jónassonar til Pawels Bartoszek varðandi fjárhættuspil nýlega sagði Ögmundur að kortafyrirtækin telja sig geta staðhæft að heildarvelta Íslendinga í erlendri netspilun hafi verið um 1,5 milljarðar króna árið 2011. Kortafyrirtækin eru, ólíkt öllum öðrum í samfélaginu, með mjög nákvæman og yfirgripsmikinn gagnagrunn yfir nánast öll viðskipti Íslendinga. Í flestum tilfellum vita þau nákvæmlega við hvaða verslun við áttum viðskipti og hvenær, og með ýmsum tölfræðilegum aðferðum mætti með smá vinnu draga ekki agalegar ályktanir um hvað var keypt. Þau vita auk þess af því þegar teknir eru peningar út úr hraðbanka, og geta ályktað sterklega út frá því hversu mikil viðskipti eru stunduð utan rafræna hagkerfisins, þótt mögulegt sé að einhverjir taki ennþá út af bankabókum í sínum útibúum frekar en í hraðbönkum. Það er sérkennilegt að innanríkisráðherra, sem fer meðal annars með persónuvernd sem málaflokk, sjái ekki ástæðu til að gagnrýna það sérstaklega að kortafyrirtækin telja sig geta staðhæft eitthvað um það í hvað Íslendingar eyða peningum. Þetta hefur margvíslegar afleiðingar í för með sér. Fólk á réttmæta kröfu til leyndar þegar það stundar viðskipti. Þegar ég kaupi eitthvað úti í búð, hvort sem það er mjólk í kjörbúð, ruslfæði á veitingastað, föt á markaði eða leikföng í dótabúð (hvort heldur fullorðins eða barna!), þá er eðlilegt að það sé milli mín og sölumannsins. Það að allar upplýsingar um viðskiptin séu undantekningarlaust send þriðja aðila er óviðunandi. Auðvitað er það nauðsynlegt fyrir rafræn viðskipti að ákveðnar upplýsingar séu sendar. En þarf þarf að búa til færslu sem segir hver hafi borgað hverjum og hversu mikið? Þegar við verslum með peningaseðla er eingöngu skráð hvað var keypt og fyrir hvaða upphæð, nema sérstaklega sé óskað eftir nótu með kennitölu vegna virðisaukaskatts. Er nokkur ástæða fyrir því að þetta ætti að vera öðruvísi í tilfelli korta? Þegar korti er framvísað í verslun þarf að staðfesta að réttur aðili sé með kortið (sem er tilgangur undirskriftar eða PIN númers), að nægilegir peningar séu á kortinu (sem er tilgangur posans og innhringingarinnar til bakvinnslukerfisins), og það þarf að færa viðeigandi upphæð út af þeim bankareikningi sem kortið er tengt við yfir á reikning verslunarinnar (sem er tilgangur uppgjörsins í lok dags). Að lokum þarf verslunin að skrá hjá sér í sitt bókhald að viðskiptin hafi átt sér stað (vegna skatta). Það sem þarf ekki að eiga sér stað er að kortafyrirtækið skrái hjá sér hver borgaði og hverjum var borgað. Kortafyrirtækið þarf ekki að vita hversu mikið var greitt. Og kortafyrirtækið þarf síður en svo að geyma þessar upplýsingar í heilt ár, hvað þá að stunda þess háttar greiningar á viðskiptunum að þeir geti staðhæft eitthvað um peningaveltu Íslendinga í erlendri netspilun, hvað þá annað. Einhverjir spyrja þá um ábyrgð. Hver ber ábyrgð ef kort er misnotað, eða ef ofgreitt er fyrir vöru? Eitt sinn var það á ábyrgð fyrirtækja og viðskiptavina þeirra að tryggja að rétt viðskipti ættu sér stað. Eðlilegast væri að það yrði aftur raunin, en ef upp kæmu deilur um hvort rétt hafi verið millifært þá yrði prentuð kvittun eða rafræn kvittun með stafrænni undirskrift látin gilda. Ef korti er stolið er það á ábyrgð eigandans að láta loka á það. Raunar ættu kortafyrirtækin að firra sig ákveðinni ábyrgð þar með því að hætta að nota þessi fáranlegu kreditkortanúmer - stóra leyndarmálið sem er prentað og þrykkt framan á kortið. Enginn sem hefur hundsvit á upplýsingaöryggi myndi nokkurn tímann taka í mál að skrifa leyndarmálið sem gefur aðgang að peningunum í stórum skýrum stöfum framan á fyrirbærið sem þyrfti að vernda. Ég ætla að sleppa því að tala um hversu óöruggar segulrendur eru að sinni. Gefum okkur samt það sem líklegast er, að engu af ofantöldu verði breytt á næstunni. Íslendingum finnst þægilegt að nota kortin sín og öllum er alveg sama um persónuvernd - enda höfum við aldrei þurft að fást af alvöru við þær ógnir sem skortur á persónuvernd hefur í för með sér. Í allra minnsta lagi ætti þá að gera athugasemd við það að kortafyrirtækin séu að greina viðskiptin að svo miklu leyti sem marka má af orðum Ögmundar. Það kemur ríkinu ekki við, hvað þá kortafyrirtækjunum, hvað fólk eyðir peningum sínum í. Ríkið hefur vald til að krefjast þess að fólk greiði skatta, en meðan þeir eru greiddir hefur ríkið ekki vald til að skoða hvar við kaupum inn eða hvernig við eyðum okkar peningum, og slíkt vald á enginn að hafa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Smári McCarthy Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í svari Ögmundar Jónassonar til Pawels Bartoszek varðandi fjárhættuspil nýlega sagði Ögmundur að kortafyrirtækin telja sig geta staðhæft að heildarvelta Íslendinga í erlendri netspilun hafi verið um 1,5 milljarðar króna árið 2011. Kortafyrirtækin eru, ólíkt öllum öðrum í samfélaginu, með mjög nákvæman og yfirgripsmikinn gagnagrunn yfir nánast öll viðskipti Íslendinga. Í flestum tilfellum vita þau nákvæmlega við hvaða verslun við áttum viðskipti og hvenær, og með ýmsum tölfræðilegum aðferðum mætti með smá vinnu draga ekki agalegar ályktanir um hvað var keypt. Þau vita auk þess af því þegar teknir eru peningar út úr hraðbanka, og geta ályktað sterklega út frá því hversu mikil viðskipti eru stunduð utan rafræna hagkerfisins, þótt mögulegt sé að einhverjir taki ennþá út af bankabókum í sínum útibúum frekar en í hraðbönkum. Það er sérkennilegt að innanríkisráðherra, sem fer meðal annars með persónuvernd sem málaflokk, sjái ekki ástæðu til að gagnrýna það sérstaklega að kortafyrirtækin telja sig geta staðhæft eitthvað um það í hvað Íslendingar eyða peningum. Þetta hefur margvíslegar afleiðingar í för með sér. Fólk á réttmæta kröfu til leyndar þegar það stundar viðskipti. Þegar ég kaupi eitthvað úti í búð, hvort sem það er mjólk í kjörbúð, ruslfæði á veitingastað, föt á markaði eða leikföng í dótabúð (hvort heldur fullorðins eða barna!), þá er eðlilegt að það sé milli mín og sölumannsins. Það að allar upplýsingar um viðskiptin séu undantekningarlaust send þriðja aðila er óviðunandi. Auðvitað er það nauðsynlegt fyrir rafræn viðskipti að ákveðnar upplýsingar séu sendar. En þarf þarf að búa til færslu sem segir hver hafi borgað hverjum og hversu mikið? Þegar við verslum með peningaseðla er eingöngu skráð hvað var keypt og fyrir hvaða upphæð, nema sérstaklega sé óskað eftir nótu með kennitölu vegna virðisaukaskatts. Er nokkur ástæða fyrir því að þetta ætti að vera öðruvísi í tilfelli korta? Þegar korti er framvísað í verslun þarf að staðfesta að réttur aðili sé með kortið (sem er tilgangur undirskriftar eða PIN númers), að nægilegir peningar séu á kortinu (sem er tilgangur posans og innhringingarinnar til bakvinnslukerfisins), og það þarf að færa viðeigandi upphæð út af þeim bankareikningi sem kortið er tengt við yfir á reikning verslunarinnar (sem er tilgangur uppgjörsins í lok dags). Að lokum þarf verslunin að skrá hjá sér í sitt bókhald að viðskiptin hafi átt sér stað (vegna skatta). Það sem þarf ekki að eiga sér stað er að kortafyrirtækið skrái hjá sér hver borgaði og hverjum var borgað. Kortafyrirtækið þarf ekki að vita hversu mikið var greitt. Og kortafyrirtækið þarf síður en svo að geyma þessar upplýsingar í heilt ár, hvað þá að stunda þess háttar greiningar á viðskiptunum að þeir geti staðhæft eitthvað um peningaveltu Íslendinga í erlendri netspilun, hvað þá annað. Einhverjir spyrja þá um ábyrgð. Hver ber ábyrgð ef kort er misnotað, eða ef ofgreitt er fyrir vöru? Eitt sinn var það á ábyrgð fyrirtækja og viðskiptavina þeirra að tryggja að rétt viðskipti ættu sér stað. Eðlilegast væri að það yrði aftur raunin, en ef upp kæmu deilur um hvort rétt hafi verið millifært þá yrði prentuð kvittun eða rafræn kvittun með stafrænni undirskrift látin gilda. Ef korti er stolið er það á ábyrgð eigandans að láta loka á það. Raunar ættu kortafyrirtækin að firra sig ákveðinni ábyrgð þar með því að hætta að nota þessi fáranlegu kreditkortanúmer - stóra leyndarmálið sem er prentað og þrykkt framan á kortið. Enginn sem hefur hundsvit á upplýsingaöryggi myndi nokkurn tímann taka í mál að skrifa leyndarmálið sem gefur aðgang að peningunum í stórum skýrum stöfum framan á fyrirbærið sem þyrfti að vernda. Ég ætla að sleppa því að tala um hversu óöruggar segulrendur eru að sinni. Gefum okkur samt það sem líklegast er, að engu af ofantöldu verði breytt á næstunni. Íslendingum finnst þægilegt að nota kortin sín og öllum er alveg sama um persónuvernd - enda höfum við aldrei þurft að fást af alvöru við þær ógnir sem skortur á persónuvernd hefur í för með sér. Í allra minnsta lagi ætti þá að gera athugasemd við það að kortafyrirtækin séu að greina viðskiptin að svo miklu leyti sem marka má af orðum Ögmundar. Það kemur ríkinu ekki við, hvað þá kortafyrirtækjunum, hvað fólk eyðir peningum sínum í. Ríkið hefur vald til að krefjast þess að fólk greiði skatta, en meðan þeir eru greiddir hefur ríkið ekki vald til að skoða hvar við kaupum inn eða hvernig við eyðum okkar peningum, og slíkt vald á enginn að hafa.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun