Tímabær stefnumótun Katrín Júlíusdóttir skrifar 21. september 2011 09:30 Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að stuðla skuli að beinum erlendum fjárfestingum. Úti um allan heim leggja ríki áherslu á að laða til sín beina erlenda fjárfestingu og hvergi er slík fjárfesting jafn mikilvæg og í litlum opnum hagkerfum eins og því íslenska. Þess vegna er sérstaklega vont til þess að vita að í kjölfar efnahagshrunsins eru fjárfestingar hér í sögulegu lágmarki. Aldrei verið mótuð stefnaIðnaðarráðuneytið og Fjárfestingarstofa fengu árið 2009 PriceWaterhouseCoopers í Belgíu til að gera úttekt á beinum erlendum fjárfestingum á Íslandi. Sannast sagna voru niðurstöðurnar sláandi. Hér á landi hefur aldrei verið mótuð heildstæð stefna gagnvart beinum erlendum fjárfestingum né uppbyggileg umræða farið fram um eðli þeirra, mikilvægi eða áherslur í markaðssókn gagnvart erlendum fjárfestum. Enda er það eitt helsta einkenni beinnar erlendrar fjárfestingar hér hvað hún hefur verið einhæf og takmörkuð. Á þessu verður að ráða bót. Þegar rýnt er í skýrslur OECD sl. áratug kemur einnig í ljós að Ísland hefur árum saman verið með einna mestar takmarkanir og hömlur á erlendum fjárfestingum. Heildstæð opinber stefna um erlendar fjárfestingarÍ tíð núverandi ríkisstjórnar var stigið það risaskref að innleiða rammalöggjöf um ívilnanir vegna nýfjárfestinga hér á landi. Sú löggjöf bætir ekki aðeins samkeppnisstöðu okkar heldur auðveldar alla kynningu á Íslandi sem fjárfestingarkosti. Í skýrslu starfshóps sem ég skipaði um tillögugerð varðandi beina erlenda fjárfestingu kemur fram að nauðsynlegt er að skýra og einfalda lagaramma þannig að ljóst sé hvað sé heimilt og hvað ekki. Fjarlægja þarf þau matskenndu og óljósu atriði sem skapa óvissu um stöðu fjárfestinga. Þá þarf að móta heildstæða stefnu, skilgreina áherslusvið og vinna þannig enn markvissar að því að laða hingað beinar erlendar fjárfestingar. Í samvinnu iðnaðarráðuneytis og efnahags- og viðskiptaráðuneytis er nú unnið að þingsályktun um stefnumótun um beinar erlendar fjárfestingar og endurskoðun lagaramma og reglna til að bæta samkeppnishæfni Íslands á þessu sviði. Í ljósi vaxandi umræðu og áhuga á erlendum fjárfestingum vænti ég víðtækrar samstöðu í þjóðfélaginu um þetta löngu tímabæra verkefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að stuðla skuli að beinum erlendum fjárfestingum. Úti um allan heim leggja ríki áherslu á að laða til sín beina erlenda fjárfestingu og hvergi er slík fjárfesting jafn mikilvæg og í litlum opnum hagkerfum eins og því íslenska. Þess vegna er sérstaklega vont til þess að vita að í kjölfar efnahagshrunsins eru fjárfestingar hér í sögulegu lágmarki. Aldrei verið mótuð stefnaIðnaðarráðuneytið og Fjárfestingarstofa fengu árið 2009 PriceWaterhouseCoopers í Belgíu til að gera úttekt á beinum erlendum fjárfestingum á Íslandi. Sannast sagna voru niðurstöðurnar sláandi. Hér á landi hefur aldrei verið mótuð heildstæð stefna gagnvart beinum erlendum fjárfestingum né uppbyggileg umræða farið fram um eðli þeirra, mikilvægi eða áherslur í markaðssókn gagnvart erlendum fjárfestum. Enda er það eitt helsta einkenni beinnar erlendrar fjárfestingar hér hvað hún hefur verið einhæf og takmörkuð. Á þessu verður að ráða bót. Þegar rýnt er í skýrslur OECD sl. áratug kemur einnig í ljós að Ísland hefur árum saman verið með einna mestar takmarkanir og hömlur á erlendum fjárfestingum. Heildstæð opinber stefna um erlendar fjárfestingarÍ tíð núverandi ríkisstjórnar var stigið það risaskref að innleiða rammalöggjöf um ívilnanir vegna nýfjárfestinga hér á landi. Sú löggjöf bætir ekki aðeins samkeppnisstöðu okkar heldur auðveldar alla kynningu á Íslandi sem fjárfestingarkosti. Í skýrslu starfshóps sem ég skipaði um tillögugerð varðandi beina erlenda fjárfestingu kemur fram að nauðsynlegt er að skýra og einfalda lagaramma þannig að ljóst sé hvað sé heimilt og hvað ekki. Fjarlægja þarf þau matskenndu og óljósu atriði sem skapa óvissu um stöðu fjárfestinga. Þá þarf að móta heildstæða stefnu, skilgreina áherslusvið og vinna þannig enn markvissar að því að laða hingað beinar erlendar fjárfestingar. Í samvinnu iðnaðarráðuneytis og efnahags- og viðskiptaráðuneytis er nú unnið að þingsályktun um stefnumótun um beinar erlendar fjárfestingar og endurskoðun lagaramma og reglna til að bæta samkeppnishæfni Íslands á þessu sviði. Í ljósi vaxandi umræðu og áhuga á erlendum fjárfestingum vænti ég víðtækrar samstöðu í þjóðfélaginu um þetta löngu tímabæra verkefni.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar