Framtíð orkugeirans Hörður Arnarson skrifar 1. júlí 2011 06:00 Landsvirkjun hefur undanfarið unnið að heildstæðri stefnumótun um starfsemi fyrirtækisins. Markmiðið er að orkuauðlindir landsins verði nýttar með sjálfbærum og arðbærum hætti í sátt við íslenskt samfélag. Fjölmargar leiðir eru mögulegar til þess að ná því markmiði. Á opnum ársfundi fyrirtækisins 15. apríl sl. var fjallað um þessa ólíku möguleika. Þar var gerð grein fyrir því hvernig fyrirtækið geti til dæmis aukið raforkuvinnslu sína umtalsvert í viðráðanlegum skrefum. Tekið skal fram að nýir virkjunarkostir ráðast algerlega af niðurstöðu rammaáætlunar stjórnvalda um vernd og nýtingu náttúrusvæða með áherslu á vatnsafl og jarðhitasvæði. Lögð hefur verið áhersla á að stefnumótun Landsvirkjunar fari fram fyrir opnum tjöldum og hefur almenningi og hagsmunaaðilum verið gefinn kostur á að taka þátt í vinnunni, sem er hvergi nærri lokið. Einn af mikilvægum þáttum stefnumótunarinnar er að greina áhrif mismunandi möguleika á efnahagslíf landsins. Áfanga í slíkri greiningu hefur nú verið náð með skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins GAMMA, sem unnin var að beiðni Landsvirkjunar, um efnahagsleg áhrif af rekstri og arðsemi Landsvirkjunar til ársins 2035. Var hún kynnt opinberlega nú í vikunni og er þar varpað upp fjórum mismunandi sviðsmyndum. Greind eru bæði áhrif þess að raforkuvinnsla verði aukin verulega og að ekki verði af frekari virkjunarframkvæmdum. Þá eru greind áhrif þess að raforkuverð fari hækkandi eins og gerst hefur erlendis og eins af því að ekki verði af verðhækkunum. Þá eru einnig greind efnahagsleg áhrif þess að lagður verði sæstrengur til Evrópu. Í stuttu máli er niðurstaða skýrsluhöfunda sú að raforkuframleiðsla Landsvirkjunar geti haft umtalsverð efnahagsleg áhrif hér á landi. Sá kostur, að auka raforkuframleiðslu verulega, felur í sér umtalsverða aukningu á arðgreiðslugetu fyrirtækisins sem þó kemur ekki inn í hagkerfið fyrr en að tíu árum liðnum. Sá kostur að fara ekki í frekari framkvæmdir, en sækja þær verðhækkanir sem þegar hafa orðið í Evrópu, felur einnig í sér arðgreiðslugetu þótt minni sé, sem jafnframt kemur fyrr inn í hagkerfið. Hækkað verð til stórnotenda eitt og sér hefur því einnig í för með sér að raforkuframleiðsla gæti orðið afar arðbær í framtíðinni. Hver sem endanleg niðurstaða verður er nauðsynlegt að fram fari almenn umræða um þessa ólíku möguleika og áhrif þeirra á Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Arnarson Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Landsvirkjun hefur undanfarið unnið að heildstæðri stefnumótun um starfsemi fyrirtækisins. Markmiðið er að orkuauðlindir landsins verði nýttar með sjálfbærum og arðbærum hætti í sátt við íslenskt samfélag. Fjölmargar leiðir eru mögulegar til þess að ná því markmiði. Á opnum ársfundi fyrirtækisins 15. apríl sl. var fjallað um þessa ólíku möguleika. Þar var gerð grein fyrir því hvernig fyrirtækið geti til dæmis aukið raforkuvinnslu sína umtalsvert í viðráðanlegum skrefum. Tekið skal fram að nýir virkjunarkostir ráðast algerlega af niðurstöðu rammaáætlunar stjórnvalda um vernd og nýtingu náttúrusvæða með áherslu á vatnsafl og jarðhitasvæði. Lögð hefur verið áhersla á að stefnumótun Landsvirkjunar fari fram fyrir opnum tjöldum og hefur almenningi og hagsmunaaðilum verið gefinn kostur á að taka þátt í vinnunni, sem er hvergi nærri lokið. Einn af mikilvægum þáttum stefnumótunarinnar er að greina áhrif mismunandi möguleika á efnahagslíf landsins. Áfanga í slíkri greiningu hefur nú verið náð með skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins GAMMA, sem unnin var að beiðni Landsvirkjunar, um efnahagsleg áhrif af rekstri og arðsemi Landsvirkjunar til ársins 2035. Var hún kynnt opinberlega nú í vikunni og er þar varpað upp fjórum mismunandi sviðsmyndum. Greind eru bæði áhrif þess að raforkuvinnsla verði aukin verulega og að ekki verði af frekari virkjunarframkvæmdum. Þá eru greind áhrif þess að raforkuverð fari hækkandi eins og gerst hefur erlendis og eins af því að ekki verði af verðhækkunum. Þá eru einnig greind efnahagsleg áhrif þess að lagður verði sæstrengur til Evrópu. Í stuttu máli er niðurstaða skýrsluhöfunda sú að raforkuframleiðsla Landsvirkjunar geti haft umtalsverð efnahagsleg áhrif hér á landi. Sá kostur, að auka raforkuframleiðslu verulega, felur í sér umtalsverða aukningu á arðgreiðslugetu fyrirtækisins sem þó kemur ekki inn í hagkerfið fyrr en að tíu árum liðnum. Sá kostur að fara ekki í frekari framkvæmdir, en sækja þær verðhækkanir sem þegar hafa orðið í Evrópu, felur einnig í sér arðgreiðslugetu þótt minni sé, sem jafnframt kemur fyrr inn í hagkerfið. Hækkað verð til stórnotenda eitt og sér hefur því einnig í för með sér að raforkuframleiðsla gæti orðið afar arðbær í framtíðinni. Hver sem endanleg niðurstaða verður er nauðsynlegt að fram fari almenn umræða um þessa ólíku möguleika og áhrif þeirra á Ísland.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun