Hvaða valdi skal stjórnarskráin dreifa? Jón Þór Ólafsson skrifar 18. maí 2011 06:00 Valddreifingar kröfur Þjóðfundarins á síðasta ári ganga eðlilega lengra en þrískipting Montesquieu á ríkisvaldinu. Þrískipting franska greifans var greiningarlíkan og gagnrýni á því hvar vald ríkisins var að finna fyrir tæpum þrjú hundruð árum. Hún er góð en ekki endanleg uppskrift af valddreifingu í ríkjum. Hún minnist ekki á að vald ríksins kemur frá fólkinu og því skuli eftir fremsta megni tryggja sjálfræði einstaklinga og beint lýðræði heildarinnar. Spyrjum því fyrst hvaða vald er réttlætanlegt að ríkið fái frá fólkinu áður en því er dreift á milli embætta stjórnkerfisins. Þegar kemur að hugtakinu vald er íslenskan gegnsæ. Sá sem getur valdið, getur orsakað, hefur vald. Hvers konar vald ríki hafa kemur skýrt fram í almennt notuðu skilgreiningu Max Weber á hugtakinu ríki: „[Eitthvað er] ríki ef og að svo miklu leiti sem starfsmönnum stjórnkerfisins tekst að viðhalda einokun á beitingu lögmætts ofbeldis til að framfylgja sinni reglu.“ Hvorki George Washington né Mao Zedong, báðir æðstu menn og feður sinna ríkja, fóru í grafgötur með eðli ríkisvaldsins. Washington sagði: „Ríkisvaldið er ekki skilsemi, það er ekki fágun, það er afl, eins og eldur er það hættulegur þjónn og hræðilegur herra.“ Meðan Mao sagði að: „Pólitískt vald kemur úr hlaupinu á byssu.“ Vald ríkisins felst því í að geta með lögmætu ofbeldi valdið því sem stjórnendur þess vilja. Ef þú hlýðir ekki lögum ríkisins þá áskilur það sér rétt til að beita þig ofbeldi, svipta þig eignum og frelsi. Þetta er flestum ljóst en lítið rætt. En þetta er lykilatriði sem vekur upp grundvallar spurningar um valdsvið ríkisins. Þegar kemur að því að semja og samþykkja nýja stjórnarskrá skulum við því spyrja okkur og svara heiðarlega: „Í hvaða tilgangi viljum við að meirihlutinn eða fulltrúar hans beiti fólki sem hlýðir þeim ekki ofbeldi?“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Valddreifingar kröfur Þjóðfundarins á síðasta ári ganga eðlilega lengra en þrískipting Montesquieu á ríkisvaldinu. Þrískipting franska greifans var greiningarlíkan og gagnrýni á því hvar vald ríkisins var að finna fyrir tæpum þrjú hundruð árum. Hún er góð en ekki endanleg uppskrift af valddreifingu í ríkjum. Hún minnist ekki á að vald ríksins kemur frá fólkinu og því skuli eftir fremsta megni tryggja sjálfræði einstaklinga og beint lýðræði heildarinnar. Spyrjum því fyrst hvaða vald er réttlætanlegt að ríkið fái frá fólkinu áður en því er dreift á milli embætta stjórnkerfisins. Þegar kemur að hugtakinu vald er íslenskan gegnsæ. Sá sem getur valdið, getur orsakað, hefur vald. Hvers konar vald ríki hafa kemur skýrt fram í almennt notuðu skilgreiningu Max Weber á hugtakinu ríki: „[Eitthvað er] ríki ef og að svo miklu leiti sem starfsmönnum stjórnkerfisins tekst að viðhalda einokun á beitingu lögmætts ofbeldis til að framfylgja sinni reglu.“ Hvorki George Washington né Mao Zedong, báðir æðstu menn og feður sinna ríkja, fóru í grafgötur með eðli ríkisvaldsins. Washington sagði: „Ríkisvaldið er ekki skilsemi, það er ekki fágun, það er afl, eins og eldur er það hættulegur þjónn og hræðilegur herra.“ Meðan Mao sagði að: „Pólitískt vald kemur úr hlaupinu á byssu.“ Vald ríkisins felst því í að geta með lögmætu ofbeldi valdið því sem stjórnendur þess vilja. Ef þú hlýðir ekki lögum ríkisins þá áskilur það sér rétt til að beita þig ofbeldi, svipta þig eignum og frelsi. Þetta er flestum ljóst en lítið rætt. En þetta er lykilatriði sem vekur upp grundvallar spurningar um valdsvið ríkisins. Þegar kemur að því að semja og samþykkja nýja stjórnarskrá skulum við því spyrja okkur og svara heiðarlega: „Í hvaða tilgangi viljum við að meirihlutinn eða fulltrúar hans beiti fólki sem hlýðir þeim ekki ofbeldi?“
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun