Hvaða valdi skal stjórnarskráin dreifa? Jón Þór Ólafsson skrifar 18. maí 2011 06:00 Valddreifingar kröfur Þjóðfundarins á síðasta ári ganga eðlilega lengra en þrískipting Montesquieu á ríkisvaldinu. Þrískipting franska greifans var greiningarlíkan og gagnrýni á því hvar vald ríkisins var að finna fyrir tæpum þrjú hundruð árum. Hún er góð en ekki endanleg uppskrift af valddreifingu í ríkjum. Hún minnist ekki á að vald ríksins kemur frá fólkinu og því skuli eftir fremsta megni tryggja sjálfræði einstaklinga og beint lýðræði heildarinnar. Spyrjum því fyrst hvaða vald er réttlætanlegt að ríkið fái frá fólkinu áður en því er dreift á milli embætta stjórnkerfisins. Þegar kemur að hugtakinu vald er íslenskan gegnsæ. Sá sem getur valdið, getur orsakað, hefur vald. Hvers konar vald ríki hafa kemur skýrt fram í almennt notuðu skilgreiningu Max Weber á hugtakinu ríki: „[Eitthvað er] ríki ef og að svo miklu leiti sem starfsmönnum stjórnkerfisins tekst að viðhalda einokun á beitingu lögmætts ofbeldis til að framfylgja sinni reglu.“ Hvorki George Washington né Mao Zedong, báðir æðstu menn og feður sinna ríkja, fóru í grafgötur með eðli ríkisvaldsins. Washington sagði: „Ríkisvaldið er ekki skilsemi, það er ekki fágun, það er afl, eins og eldur er það hættulegur þjónn og hræðilegur herra.“ Meðan Mao sagði að: „Pólitískt vald kemur úr hlaupinu á byssu.“ Vald ríkisins felst því í að geta með lögmætu ofbeldi valdið því sem stjórnendur þess vilja. Ef þú hlýðir ekki lögum ríkisins þá áskilur það sér rétt til að beita þig ofbeldi, svipta þig eignum og frelsi. Þetta er flestum ljóst en lítið rætt. En þetta er lykilatriði sem vekur upp grundvallar spurningar um valdsvið ríkisins. Þegar kemur að því að semja og samþykkja nýja stjórnarskrá skulum við því spyrja okkur og svara heiðarlega: „Í hvaða tilgangi viljum við að meirihlutinn eða fulltrúar hans beiti fólki sem hlýðir þeim ekki ofbeldi?“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Mest lesið Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Valddreifingar kröfur Þjóðfundarins á síðasta ári ganga eðlilega lengra en þrískipting Montesquieu á ríkisvaldinu. Þrískipting franska greifans var greiningarlíkan og gagnrýni á því hvar vald ríkisins var að finna fyrir tæpum þrjú hundruð árum. Hún er góð en ekki endanleg uppskrift af valddreifingu í ríkjum. Hún minnist ekki á að vald ríksins kemur frá fólkinu og því skuli eftir fremsta megni tryggja sjálfræði einstaklinga og beint lýðræði heildarinnar. Spyrjum því fyrst hvaða vald er réttlætanlegt að ríkið fái frá fólkinu áður en því er dreift á milli embætta stjórnkerfisins. Þegar kemur að hugtakinu vald er íslenskan gegnsæ. Sá sem getur valdið, getur orsakað, hefur vald. Hvers konar vald ríki hafa kemur skýrt fram í almennt notuðu skilgreiningu Max Weber á hugtakinu ríki: „[Eitthvað er] ríki ef og að svo miklu leiti sem starfsmönnum stjórnkerfisins tekst að viðhalda einokun á beitingu lögmætts ofbeldis til að framfylgja sinni reglu.“ Hvorki George Washington né Mao Zedong, báðir æðstu menn og feður sinna ríkja, fóru í grafgötur með eðli ríkisvaldsins. Washington sagði: „Ríkisvaldið er ekki skilsemi, það er ekki fágun, það er afl, eins og eldur er það hættulegur þjónn og hræðilegur herra.“ Meðan Mao sagði að: „Pólitískt vald kemur úr hlaupinu á byssu.“ Vald ríkisins felst því í að geta með lögmætu ofbeldi valdið því sem stjórnendur þess vilja. Ef þú hlýðir ekki lögum ríkisins þá áskilur það sér rétt til að beita þig ofbeldi, svipta þig eignum og frelsi. Þetta er flestum ljóst en lítið rætt. En þetta er lykilatriði sem vekur upp grundvallar spurningar um valdsvið ríkisins. Þegar kemur að því að semja og samþykkja nýja stjórnarskrá skulum við því spyrja okkur og svara heiðarlega: „Í hvaða tilgangi viljum við að meirihlutinn eða fulltrúar hans beiti fólki sem hlýðir þeim ekki ofbeldi?“
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun