Nú er tíminn 8. apríl 2009 05:30 Kosningarnar 25. apríl nk. eru fyrir margt ansi mikilvægar. Við hrun efnahagskerfisins hefur myndast tækifæri til þess að byggja upp nýtt og réttlát samfélag sem grundvallast á gildum jafnaðar, réttlætis og lýðræðis eftir hugmyndafræðilegt hrun frjálshyggjunnar. Síðustu árin hefur samfélag okkar einkennst af gildum þar sem græðgin og einstaklingshyggjan réði ferðinni undir stjórn Sjálfstæðisflokksins. Arðsemi, eiginfjárhlutfall, rekstrarleg hagkvæmni og fleiri hugtök í þessum anda lágu til grundvallar öllum helstu ákvörðunum jafnt hjá fyrirtækjum og stjórnvöldum. Þessa tíma eigum við eftir að minnast sem tíma þar sem einkavinavæðingin náði hámarki, samfélagvitundin dofnaði, og siðferði spilltist, með vaxandi ójöfnuði. Við höfum val í kosningunum sem fara fram 25. apríl um að kjósa fólk til áhrifa sem hefur sameinast undir merkjum jafnaðarstefnunnar, þeirri hugmyndafræði sem hefur aldrei hefur verið jafn mikil þörf fyrir eins og nú. Breytinga er þörf Næstu árin koma stjórnmálin til með að snúast um stóru línurnar. Við þurfum að taka afstöðu til ýmissa mála, þ.m.t. hvort við viljum gera breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu, hvort við viljum gera breytingar á landbúnaðarkerfinu, hvort við viljum við skoða tækifærin sem geta falist í aðild að Evrópusambandinu og hvort við viljum halda byggð í landinu. Þessum spurningum hefur Samfylkingin svarað játandi. Við viljum gera breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Auðlindirnar í hafinu eru eign þjóðarinnar. Þetta er réttlætismál sem þarf að tryggja í stjórnarskrá. Við viljum líka gera breytingar á landbúnaðarkerfinu og auka frelsi bænda til framleiðslu gæðaafurða og fullvinnslu. Við viljum skoða tækifærin sem felast í aðild að Evrópusambandinu en gerum kröfur um full yfirráð yfir auðlindum okkar og berum aðildarsamning undir þjóðaratkvæði. Síðustu árin hefur landsbyggðin setið á hakanum. Við höfum þurft að horfa upp á frestun framkvæmda vegna ofþenslu og samdráttar í efnahagslífinu. Nú er tími til þess að líta á landsbyggðina sem mikilvægan þátttakanda í uppbyggingarstarfinu sem er framundan. Á landsbyggðinni eru ýmis tækifæri til atvinnusköpunar. Þar erum við með gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar sem eru sérlega vel til þess fallnar að vinna á þeirri kreppu sem við erum í núna. En til þess að landsbyggðin fái notið tækifæra sinna til fulls verður hún að búa við samkeppnishæf skilyrði. Með samkeppnishæfum skilyrðum á ég við samgöngukerfi sem eru við hæfi á árinu 2009, öryggi í raforkuflutningum og öryggi í gagnaflutningum. Verum óhrædd við breytingar. Verkefnin framundan Framundan eru tímar þar sem þarf að taka erfiðar ákvarðanir, skera niður og forgangsraða. En það viljum við í Samfylkingunni gera með grunngildi jafnaðarstefnunnar að leiðarljósi, þar sem velferð og vinna eru sett í öndvegi. Við viljum bera ábyrgð og skila vel unnu verki. Nýtum tækifærið og byggjum upp réttlátt samfélag. Það skiptir máli hverjir stjórna landinu! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arna Lára Jónsdóttir Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Friðum Eyjafjörð Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Kosningarnar 25. apríl nk. eru fyrir margt ansi mikilvægar. Við hrun efnahagskerfisins hefur myndast tækifæri til þess að byggja upp nýtt og réttlát samfélag sem grundvallast á gildum jafnaðar, réttlætis og lýðræðis eftir hugmyndafræðilegt hrun frjálshyggjunnar. Síðustu árin hefur samfélag okkar einkennst af gildum þar sem græðgin og einstaklingshyggjan réði ferðinni undir stjórn Sjálfstæðisflokksins. Arðsemi, eiginfjárhlutfall, rekstrarleg hagkvæmni og fleiri hugtök í þessum anda lágu til grundvallar öllum helstu ákvörðunum jafnt hjá fyrirtækjum og stjórnvöldum. Þessa tíma eigum við eftir að minnast sem tíma þar sem einkavinavæðingin náði hámarki, samfélagvitundin dofnaði, og siðferði spilltist, með vaxandi ójöfnuði. Við höfum val í kosningunum sem fara fram 25. apríl um að kjósa fólk til áhrifa sem hefur sameinast undir merkjum jafnaðarstefnunnar, þeirri hugmyndafræði sem hefur aldrei hefur verið jafn mikil þörf fyrir eins og nú. Breytinga er þörf Næstu árin koma stjórnmálin til með að snúast um stóru línurnar. Við þurfum að taka afstöðu til ýmissa mála, þ.m.t. hvort við viljum gera breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu, hvort við viljum gera breytingar á landbúnaðarkerfinu, hvort við viljum við skoða tækifærin sem geta falist í aðild að Evrópusambandinu og hvort við viljum halda byggð í landinu. Þessum spurningum hefur Samfylkingin svarað játandi. Við viljum gera breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Auðlindirnar í hafinu eru eign þjóðarinnar. Þetta er réttlætismál sem þarf að tryggja í stjórnarskrá. Við viljum líka gera breytingar á landbúnaðarkerfinu og auka frelsi bænda til framleiðslu gæðaafurða og fullvinnslu. Við viljum skoða tækifærin sem felast í aðild að Evrópusambandinu en gerum kröfur um full yfirráð yfir auðlindum okkar og berum aðildarsamning undir þjóðaratkvæði. Síðustu árin hefur landsbyggðin setið á hakanum. Við höfum þurft að horfa upp á frestun framkvæmda vegna ofþenslu og samdráttar í efnahagslífinu. Nú er tími til þess að líta á landsbyggðina sem mikilvægan þátttakanda í uppbyggingarstarfinu sem er framundan. Á landsbyggðinni eru ýmis tækifæri til atvinnusköpunar. Þar erum við með gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar sem eru sérlega vel til þess fallnar að vinna á þeirri kreppu sem við erum í núna. En til þess að landsbyggðin fái notið tækifæra sinna til fulls verður hún að búa við samkeppnishæf skilyrði. Með samkeppnishæfum skilyrðum á ég við samgöngukerfi sem eru við hæfi á árinu 2009, öryggi í raforkuflutningum og öryggi í gagnaflutningum. Verum óhrædd við breytingar. Verkefnin framundan Framundan eru tímar þar sem þarf að taka erfiðar ákvarðanir, skera niður og forgangsraða. En það viljum við í Samfylkingunni gera með grunngildi jafnaðarstefnunnar að leiðarljósi, þar sem velferð og vinna eru sett í öndvegi. Við viljum bera ábyrgð og skila vel unnu verki. Nýtum tækifærið og byggjum upp réttlátt samfélag. Það skiptir máli hverjir stjórna landinu!
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar