Útlendinga í sjávarútveginn? Björgvin Guðmundsson skrifar 29. júlí 2005 00:01 Sjávarútvegur - Björgvin Guðmundsson Ég tel að ekki komi til greina að hleypa erlendum fjárfestum inn í íslenskar fiskveiðar. Ef við gerðum það væru útlendingar komnir inn í okkar fiskveiðilögsögu. Barátta okkar fyrir útfærslu fiskveiðilögsögunnar hefði þá verið til lítils. Hins vegar má ræða það hvort opna eigi fyrir erlenda fjárfestingu í frumvinnslu fisks svo sem frystingu. Fara verður þó varlega í því efni, þar eð víða er eignarhald á fiskiskipum og frystihúsum á einni hendi. Hugsanlegt væri að leyfa takmarkaða fjárfestingu í fyrstihúsum, t.d. í einu til tveimur frystihúsum til að byrja með, til þess að sjá hvort ný þekking kæmi inn í landið. Fram til þessa hafa útlendingar fyrst og fremst sýnt áhuga á því að komast inn í íslenskar fiskveiðar. Þeir vita um hin góðu fiskimið hér við land og þeir vilja komast inn í íslenska fiskveiðilögsögu með því að eignast íslenskt fiskiskip. Útlendingar hafa hins vegar sýnt lítinn áhuga á því að komast inn í fiskvinnsluna.Það hefur heldur ekki verið kynnt nægilega fyrir erlendum fjárfestum að þeir mættu kaupa í úrvinnslufyrirtækjum hér á landi eða stofna slík fyrirtæki. Ein aðalástæðan fyrir því að Íslendingar vilja ekki ganga í Evrópusambandið er sú að þá fengi Evrópusambandið yfirráð yfir íslenskum fiskimiðum, þ.e.fiskveiðikvótum hér við land. Þeim yrði úthlutað í Brussel. Það vilja Íslendingar ekki samþykkja. Þess vegna ganga þeir ekki í Evrópusambandið. Mikil umræða hefur átt sér stað að undanförnu um fjárfestingar útlendinga á Íslandi.Bent hefur verið á, að erlend fjárfesting á Íslandi hefur ekki aukist í takt við aukningu fjárfestingar Íslendinga erlendis.Verslunarráð Íslands telur að greiða þurfi fyrir fjárfestingu útlendinga á Íslandi og ryðja úr vegi hindrunum sem eru í vegi fyrir erlendri fjárfestingu hér á landi. Þar er hreyft mjög viðkvæmu deiluefni en fram til þessa hefur Alþingi ekki viljað opna hömlulaust fyrir erlenda fjárfestingu í íslenskum sjávarútvegi. Sá þáttur íslensks sjávarútvegs sem er viðkvæmastur í þessu sambandi er útgerðin, fiskveiðarnar. Það hefur verið einhugur meðal íslenskra stjórnmálamanna um að leyfa ekki erlenda fjárfestingu í íslenskum fiskveiðum þannig að útlendingar gætu náð yfirráðum í þeirri grein. En þegar kemur að fiskvinnslunni eru skoðanir hins vegar skiptar. Í dag er það svo, að erlend fjárfesting er óheimil í íslenskum fiskveiðum og frumvinnslu fisks, svo sem frystingu, söltun og þurrkun. Hins vegar er úrvinnsla fisks leyfileg svo og reyking og niðursuða. Framleiðsla úr frystum og söltuðum fiski er því leyfileg, t.d. hvers konar pökkun og framleiðsla til þess að gera fiskinn hæfari til neyslu og matreiðslu. Ég hygg hins vegar að erlendum fjárfestum sé almennt ekki kunnugt um það að frjálst sé að fjárfesta í úrvinnslunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Skoðanir Skoðun Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem form – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sjávarútvegur - Björgvin Guðmundsson Ég tel að ekki komi til greina að hleypa erlendum fjárfestum inn í íslenskar fiskveiðar. Ef við gerðum það væru útlendingar komnir inn í okkar fiskveiðilögsögu. Barátta okkar fyrir útfærslu fiskveiðilögsögunnar hefði þá verið til lítils. Hins vegar má ræða það hvort opna eigi fyrir erlenda fjárfestingu í frumvinnslu fisks svo sem frystingu. Fara verður þó varlega í því efni, þar eð víða er eignarhald á fiskiskipum og frystihúsum á einni hendi. Hugsanlegt væri að leyfa takmarkaða fjárfestingu í fyrstihúsum, t.d. í einu til tveimur frystihúsum til að byrja með, til þess að sjá hvort ný þekking kæmi inn í landið. Fram til þessa hafa útlendingar fyrst og fremst sýnt áhuga á því að komast inn í íslenskar fiskveiðar. Þeir vita um hin góðu fiskimið hér við land og þeir vilja komast inn í íslenska fiskveiðilögsögu með því að eignast íslenskt fiskiskip. Útlendingar hafa hins vegar sýnt lítinn áhuga á því að komast inn í fiskvinnsluna.Það hefur heldur ekki verið kynnt nægilega fyrir erlendum fjárfestum að þeir mættu kaupa í úrvinnslufyrirtækjum hér á landi eða stofna slík fyrirtæki. Ein aðalástæðan fyrir því að Íslendingar vilja ekki ganga í Evrópusambandið er sú að þá fengi Evrópusambandið yfirráð yfir íslenskum fiskimiðum, þ.e.fiskveiðikvótum hér við land. Þeim yrði úthlutað í Brussel. Það vilja Íslendingar ekki samþykkja. Þess vegna ganga þeir ekki í Evrópusambandið. Mikil umræða hefur átt sér stað að undanförnu um fjárfestingar útlendinga á Íslandi.Bent hefur verið á, að erlend fjárfesting á Íslandi hefur ekki aukist í takt við aukningu fjárfestingar Íslendinga erlendis.Verslunarráð Íslands telur að greiða þurfi fyrir fjárfestingu útlendinga á Íslandi og ryðja úr vegi hindrunum sem eru í vegi fyrir erlendri fjárfestingu hér á landi. Þar er hreyft mjög viðkvæmu deiluefni en fram til þessa hefur Alþingi ekki viljað opna hömlulaust fyrir erlenda fjárfestingu í íslenskum sjávarútvegi. Sá þáttur íslensks sjávarútvegs sem er viðkvæmastur í þessu sambandi er útgerðin, fiskveiðarnar. Það hefur verið einhugur meðal íslenskra stjórnmálamanna um að leyfa ekki erlenda fjárfestingu í íslenskum fiskveiðum þannig að útlendingar gætu náð yfirráðum í þeirri grein. En þegar kemur að fiskvinnslunni eru skoðanir hins vegar skiptar. Í dag er það svo, að erlend fjárfesting er óheimil í íslenskum fiskveiðum og frumvinnslu fisks, svo sem frystingu, söltun og þurrkun. Hins vegar er úrvinnsla fisks leyfileg svo og reyking og niðursuða. Framleiðsla úr frystum og söltuðum fiski er því leyfileg, t.d. hvers konar pökkun og framleiðsla til þess að gera fiskinn hæfari til neyslu og matreiðslu. Ég hygg hins vegar að erlendum fjárfestum sé almennt ekki kunnugt um það að frjálst sé að fjárfesta í úrvinnslunni.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun