Lagt í'ann Ari Traustu Guðmundsson skrifar 3. október 2016 00:00 Þegar Vinstrihreyfingin – grænt framboð leggur af stað út í kosningastarf 2016 í Suðurkjördæmi liggur beint við að spyrja á hvað frambjóðendur, flestir ferskir í boði eins og ég, leggja áherslu. Eflaust finna allir stjórnmálaflokkar meira eða minna sömu brýnu verkefnin að leysa; til dæmis í málefnum sem varða samgöngur, heilbrigðisþjónustu, menntamál, atvinnu og byggðaþróun, svo sumt sé nefnt. Á milli skilur langoftast þegar kemur að lausnum. Bæði aðferðum við lausnir og leiðum til að finna fjármagn til lausnanna. Og viðmið flokka og hreyfinga eru oftast ólík. Hverra hagsmunum viljum við þjóna? Þeirra sem afla síns viðurværis með eigin afli, þekkingu og hyggjuviti? Þeirra sem treysta á samfélagslega aðstoð vegna áfalla eða aldurs? Þeirra sem lifa af lágum launum og meðallaunum? Þeirra sem þrá betri lífsskilyrði og meiri menntun? Þeirra sem sjá sjálfbærar náttúrunytjar sem einan valkost til næstu áratuga? Þeirra sem skilja að fjölmenning er fólgin í byggð sem víðast á landinu og í sem opnustu samfélagi allra er vilja búa á Íslandi?Heildræna sýn á samfélagið og heiminn Þegar við sem skipum lista VG í víðáttumesta kjördæmi landsins hittum Sunnlendinga á næstu vikum, gildir meðal annars að hlusta á orð um hvað á ykkur brennur og færa rök fyrir því sem við teljum rétt að gera í þeirra ljósi. Við getum líka minnt á að stjórnmálahreyfing hefur heildræna sýn á samfélagið og heiminn langt fram í tímann en líka stefnu til eins eða tveggja kjörtímabila sem miðar að endurbótum á óréttlátu efnahagskerfi, daglegu lífi almennings og hnökróttu lýðræði. Ég ætla að vinna opið og heiðarlega að verkefnum sem mynda málefnaskrá og málefnalausnir VG í sem mestri samvinnu við jafnt liðsmenn hreyfingarinnar sem kjósendur, jafnvel aðra flokka ef unnt er.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Þegar Vinstrihreyfingin – grænt framboð leggur af stað út í kosningastarf 2016 í Suðurkjördæmi liggur beint við að spyrja á hvað frambjóðendur, flestir ferskir í boði eins og ég, leggja áherslu. Eflaust finna allir stjórnmálaflokkar meira eða minna sömu brýnu verkefnin að leysa; til dæmis í málefnum sem varða samgöngur, heilbrigðisþjónustu, menntamál, atvinnu og byggðaþróun, svo sumt sé nefnt. Á milli skilur langoftast þegar kemur að lausnum. Bæði aðferðum við lausnir og leiðum til að finna fjármagn til lausnanna. Og viðmið flokka og hreyfinga eru oftast ólík. Hverra hagsmunum viljum við þjóna? Þeirra sem afla síns viðurværis með eigin afli, þekkingu og hyggjuviti? Þeirra sem treysta á samfélagslega aðstoð vegna áfalla eða aldurs? Þeirra sem lifa af lágum launum og meðallaunum? Þeirra sem þrá betri lífsskilyrði og meiri menntun? Þeirra sem sjá sjálfbærar náttúrunytjar sem einan valkost til næstu áratuga? Þeirra sem skilja að fjölmenning er fólgin í byggð sem víðast á landinu og í sem opnustu samfélagi allra er vilja búa á Íslandi?Heildræna sýn á samfélagið og heiminn Þegar við sem skipum lista VG í víðáttumesta kjördæmi landsins hittum Sunnlendinga á næstu vikum, gildir meðal annars að hlusta á orð um hvað á ykkur brennur og færa rök fyrir því sem við teljum rétt að gera í þeirra ljósi. Við getum líka minnt á að stjórnmálahreyfing hefur heildræna sýn á samfélagið og heiminn langt fram í tímann en líka stefnu til eins eða tveggja kjörtímabila sem miðar að endurbótum á óréttlátu efnahagskerfi, daglegu lífi almennings og hnökróttu lýðræði. Ég ætla að vinna opið og heiðarlega að verkefnum sem mynda málefnaskrá og málefnalausnir VG í sem mestri samvinnu við jafnt liðsmenn hreyfingarinnar sem kjósendur, jafnvel aðra flokka ef unnt er.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun