Gjaldfelldu sig í hagnaðarskyni Sigurjón M. Egilsson skrifar 20. nóvember 2014 06:00 Segja verður sem er að forysta stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi hefur gjaldfellt sig. Og það á því aumasta af öllu aumu. Þrátt fyrir að eiga það sameiginlegt að búa við fjárhagslegt öryggi, sameinaðist forysta stjórnarandstöðuflokkanna, reyndar að Pírötum frátöldum, í að þiggja greiðslur úr ríkissjóði til að lækka skuldir sínar lítið eitt. Ekki vegna þess að þetta annars ágæta fólk glímdi við fjárhagslegan vanda, ætti ekki fyrir afborgunum, lifði í óvissu um hvernig tækist að ná endum saman. Nei, bara til að þess að hafa það ögn betra. Ekki er nokkrum blöðum um það fletta að þau eru ekki ein velstæðra sem gerðu það. Nei, aldeilis ekki. Víða má finna dæmi þess að velstætt fólk hafi fengið ótrúlegar niðurfellingar lána. Enda var leikurinn meðal annars til þess gerður. Hitt er annað, að fáir hafa haft uppi jafn mikla gagnrýni og stjórnmálaleiðtogar á Alþingi Íslendinga. Þar er fólk sem fann allt að aðgerðunum, fannst rangt að útdeila peningum til þeirra sem ekki þurfa nauðsynlega á þeim halda. Þar á meðal til þeirra sjálfra. Eins og þetta ágæta fólk hefur bent á er víða brýn þörf fyrir þá peninga sem fara nú til velstæðra Íslendinga, meðal annars stjórnmálaforingja. Grípum aðeins niður í ræðu eins þeirra: „Það er verið að ganga á innviðina, við sjáum það bara á vegunum, þeim er ekki haldið við. Það safnar bara upp kostnaði ef þeim er ekki haldið við. Þörf er á nýjum spítala en það er ekki hægt að fara í hann. Peningarnir fara í skuldaleiðréttinguna. Það er þörf á fjárfestingu í menntakerfinu, menntamálaráðherra talar síendurtekið um að við séum að dragast aftur úr þar, og það er þörf á því að greiða niður opinberar skuldir.“ Já, orð að sönnu. Við lesturinn hér að ofan er hreint ótrúlegt að þeir sem þannig tala, og skortir ekki neitt, skuli samt sækja í almannapeninga sér til hagsbóta. Frægt er að fjármálaráðherrann, sem er með stöndugri mönnum en sótti samt um að hluti skulda hans færi yfir á ríkissjóð, sagði í ræðustól Alþingis: „Var það sanngjarnt að öllu leyti hvernig tekið var á gengislánamálum eða á öðrum skuldum? Ég veit það ekki, en það er að minnsta kosti ýmislegt búið að gera fyrir flesta aðra en þá sem falla undir þá aðgerð sem við ræðum hér í dag.“ Trúverðugleiki er stjórnmálamönnum eflaust mikils virði. Þess vegna er klént að tala sig hásan um vondar aðgerðir í niðurfellingu skulda en fara samt í röðina í von um að fá sneið af hinni fordæmdu köku. Öll orð hér eftir, um þetta mál hið minnsta, verða að skoðast í því ljósi að orð og athafnir hafa stangast á. Öll gagnrýnin, sem sett hefur verið fram, missir þar með marks. Enn og aftur eru það peningar, von um gróða, sem varpar skugga á fólk. Það er ekki hægt að tala á einn veg og fara aðra leið sjálfur. Það er eiginlega aumast af öllu aumu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Segja verður sem er að forysta stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi hefur gjaldfellt sig. Og það á því aumasta af öllu aumu. Þrátt fyrir að eiga það sameiginlegt að búa við fjárhagslegt öryggi, sameinaðist forysta stjórnarandstöðuflokkanna, reyndar að Pírötum frátöldum, í að þiggja greiðslur úr ríkissjóði til að lækka skuldir sínar lítið eitt. Ekki vegna þess að þetta annars ágæta fólk glímdi við fjárhagslegan vanda, ætti ekki fyrir afborgunum, lifði í óvissu um hvernig tækist að ná endum saman. Nei, bara til að þess að hafa það ögn betra. Ekki er nokkrum blöðum um það fletta að þau eru ekki ein velstæðra sem gerðu það. Nei, aldeilis ekki. Víða má finna dæmi þess að velstætt fólk hafi fengið ótrúlegar niðurfellingar lána. Enda var leikurinn meðal annars til þess gerður. Hitt er annað, að fáir hafa haft uppi jafn mikla gagnrýni og stjórnmálaleiðtogar á Alþingi Íslendinga. Þar er fólk sem fann allt að aðgerðunum, fannst rangt að útdeila peningum til þeirra sem ekki þurfa nauðsynlega á þeim halda. Þar á meðal til þeirra sjálfra. Eins og þetta ágæta fólk hefur bent á er víða brýn þörf fyrir þá peninga sem fara nú til velstæðra Íslendinga, meðal annars stjórnmálaforingja. Grípum aðeins niður í ræðu eins þeirra: „Það er verið að ganga á innviðina, við sjáum það bara á vegunum, þeim er ekki haldið við. Það safnar bara upp kostnaði ef þeim er ekki haldið við. Þörf er á nýjum spítala en það er ekki hægt að fara í hann. Peningarnir fara í skuldaleiðréttinguna. Það er þörf á fjárfestingu í menntakerfinu, menntamálaráðherra talar síendurtekið um að við séum að dragast aftur úr þar, og það er þörf á því að greiða niður opinberar skuldir.“ Já, orð að sönnu. Við lesturinn hér að ofan er hreint ótrúlegt að þeir sem þannig tala, og skortir ekki neitt, skuli samt sækja í almannapeninga sér til hagsbóta. Frægt er að fjármálaráðherrann, sem er með stöndugri mönnum en sótti samt um að hluti skulda hans færi yfir á ríkissjóð, sagði í ræðustól Alþingis: „Var það sanngjarnt að öllu leyti hvernig tekið var á gengislánamálum eða á öðrum skuldum? Ég veit það ekki, en það er að minnsta kosti ýmislegt búið að gera fyrir flesta aðra en þá sem falla undir þá aðgerð sem við ræðum hér í dag.“ Trúverðugleiki er stjórnmálamönnum eflaust mikils virði. Þess vegna er klént að tala sig hásan um vondar aðgerðir í niðurfellingu skulda en fara samt í röðina í von um að fá sneið af hinni fordæmdu köku. Öll orð hér eftir, um þetta mál hið minnsta, verða að skoðast í því ljósi að orð og athafnir hafa stangast á. Öll gagnrýnin, sem sett hefur verið fram, missir þar með marks. Enn og aftur eru það peningar, von um gróða, sem varpar skugga á fólk. Það er ekki hægt að tala á einn veg og fara aðra leið sjálfur. Það er eiginlega aumast af öllu aumu.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar