San Antonio 2 - Seattle 0 11. maí 2005 00:01 NordicPhotos/GettyImages Seattle Supersonics náðu forystunni í byrjun leiks í nótt og héldu henni í 62 sekúndur. Ray Allen lék með Sonics, þrátt fyrir meiðsli, en það hafði lítið að segja og San Antonio hefur náð 2-0 forskoti í einvíginu eftir þægilegan 108-91sigur í öðrum leik liðanna. Eins og svo oft áður í úrslitakeppninni, var það argentínski snillingurinn Manu Ginobili sem reyndist banabiti andstæðinga San Antonio, en hann var hreint út sagt stórkostlegur í nótt. Ginobili hitti úr 9 af 11 skotum sínum utan af velli og spilaði góða vörn á Ray Allen þess á milli. Lið Seattle gekk aðeins betur að hemja leikstjórnandann Tony Parker, en þá fékk Ginobili að leika lausum hala í staðinn og Tim Duncan skilaði sínu eins og alltaf. Spurs leiddu allann leikinn í gær og sigur þeirra var aldrei í hættu. Þeir þurfa nú að ferðast norður til Washington fylkis og leika við Seattle á þeirra heimavelli, þar sem þeir verða vissulega skæðari en þeir voru í heimavelli San Antonio í fyrstu tveimur leikjunum. Minnugir þess hvað gerðist í úrslitakeppninni í fyrra, þegar þeir töpuðu einvígi sínu við Lakers eftir að hafa náð 2-0 forystu, munu Spurs líklega gæta þess að koma einbeittir til leiks í leikjum 3 og 4 í Seattle. Heimamenn verða án Vladimir Radmanovic það sem eftir lifir úrslitakeppni vegna meiðsla sem hann hlaut á ökkla í fyrsta leiknum, og það er liðinu nokkuð áfall. Þeir verða einfaldlega að lyfta leik sínum á hærra plan ef þeir ætla sér að eiga glætu í Spurs. Mestu munar að Rashard Lewis hefur verið í hálfgerðum felum í úrslitakeppninni og hann verður að axla meiri ábyrgð í sóknarleiknum ef Sonics eiga ekki að falla út úr keppni á heimavelli sínum. Ef þeir Lewis og Allen ná sér á strik á heimavelli sínum og verða í stuði, getur lið Seattle verið illviðráðanlegt, en eins og áður sagði má mikið vera ef Spurs þurfa fleiri en fimm leiki til að klára einvígið. Atkvæðamestir hjá San Antonio:Manu Ginobili 28 stig (hitti úr 9 af 11 skotum), Tim Duncan 25 stig (9 frák), Tony Parker 22 stig (7 stoðs), Brent Barry 9 stig (7 frák), Nazr Mohammed 7 stig (10 frák), Robert Horry 6 stig.Atkvæðamestir hjá Seattle:Ray Allen 25 stig, Rashard Lewis 22 stig (7 frák), Antonio Daniels 16 stig, Nick Collison 9 stig, Jerome James 8 stig (7 frák), Luke Ridnour 6 stig. NBA Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Sjá meira
Seattle Supersonics náðu forystunni í byrjun leiks í nótt og héldu henni í 62 sekúndur. Ray Allen lék með Sonics, þrátt fyrir meiðsli, en það hafði lítið að segja og San Antonio hefur náð 2-0 forskoti í einvíginu eftir þægilegan 108-91sigur í öðrum leik liðanna. Eins og svo oft áður í úrslitakeppninni, var það argentínski snillingurinn Manu Ginobili sem reyndist banabiti andstæðinga San Antonio, en hann var hreint út sagt stórkostlegur í nótt. Ginobili hitti úr 9 af 11 skotum sínum utan af velli og spilaði góða vörn á Ray Allen þess á milli. Lið Seattle gekk aðeins betur að hemja leikstjórnandann Tony Parker, en þá fékk Ginobili að leika lausum hala í staðinn og Tim Duncan skilaði sínu eins og alltaf. Spurs leiddu allann leikinn í gær og sigur þeirra var aldrei í hættu. Þeir þurfa nú að ferðast norður til Washington fylkis og leika við Seattle á þeirra heimavelli, þar sem þeir verða vissulega skæðari en þeir voru í heimavelli San Antonio í fyrstu tveimur leikjunum. Minnugir þess hvað gerðist í úrslitakeppninni í fyrra, þegar þeir töpuðu einvígi sínu við Lakers eftir að hafa náð 2-0 forystu, munu Spurs líklega gæta þess að koma einbeittir til leiks í leikjum 3 og 4 í Seattle. Heimamenn verða án Vladimir Radmanovic það sem eftir lifir úrslitakeppni vegna meiðsla sem hann hlaut á ökkla í fyrsta leiknum, og það er liðinu nokkuð áfall. Þeir verða einfaldlega að lyfta leik sínum á hærra plan ef þeir ætla sér að eiga glætu í Spurs. Mestu munar að Rashard Lewis hefur verið í hálfgerðum felum í úrslitakeppninni og hann verður að axla meiri ábyrgð í sóknarleiknum ef Sonics eiga ekki að falla út úr keppni á heimavelli sínum. Ef þeir Lewis og Allen ná sér á strik á heimavelli sínum og verða í stuði, getur lið Seattle verið illviðráðanlegt, en eins og áður sagði má mikið vera ef Spurs þurfa fleiri en fimm leiki til að klára einvígið. Atkvæðamestir hjá San Antonio:Manu Ginobili 28 stig (hitti úr 9 af 11 skotum), Tim Duncan 25 stig (9 frák), Tony Parker 22 stig (7 stoðs), Brent Barry 9 stig (7 frák), Nazr Mohammed 7 stig (10 frák), Robert Horry 6 stig.Atkvæðamestir hjá Seattle:Ray Allen 25 stig, Rashard Lewis 22 stig (7 frák), Antonio Daniels 16 stig, Nick Collison 9 stig, Jerome James 8 stig (7 frák), Luke Ridnour 6 stig.
NBA Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Sjá meira