Ríkisstjórnin skilur aldraða eftir 11. mars 2005 00:01 Ríkisstjórnin segir, að kaupmáttur ráðstöfunartekna aukist um 55% á tímabilinu 1995-2007. En á sama tímabili eykst kaupmáttur ráðstöfunartekna stórs hluta ellilífeyrisþega (10 þús. manns) aðeins um 9,3%. Hvers eiga þessir eldri borgarar að gjalda. Hvers vegna hækkar kaupmáttur ráðstöfunartekna stórs hluta eldri borgara aðeins um brot af því sem kaupmáttur ráðstöfunartekna almennings eykst um? Fróðlegt væri að fá svar við þeirri spurningu. Í rauninni ætti þetta að vera öfugt. Það ætti að auka kaupmátt ellilífeyris mun meira en kaupmátt almennra tekna. Þannig mætti leiðrétta kjör aldraðra. Engar opinberar athuganir hafa farið fram á því hver framfærslukostnaður aldraðra er. Hagstofan kannar neysluútgjöld almennings en athugar ekki sérstaklega útgjöld aldraðra eða annarra aldurshópa. Hagstofan kannar neyslu heimila og einstaklinga í landinu. Síðasta neyslukönnun Hagstofunnar fór fram árin 2000-2002 og var niðurstaða hennar birt á sl. ári. Samkvæmt henni eru meðaltalsútgjöld einstaklinga (einhleypinga) 161 þús kr. á mánuði, þ.e. neysluútgjöld. Meðtalin eru húsnæðisútgjöld, þ.e. húsaleiga og ígildi húsaleigu, kr. 38 þús. á mánuði. Afborganir og vextir er ekki meðtalið og heldur ekki fasteignakaup eða sparnaður. Tekjuskattar og fasteignagjöld eru ekki meðtalin og heldur ekki félagsgjöld eða lífeyrissjóðsgjöld.Það vantar því nokkuð af útgjöldum inn í tölur Hagstofunnar og munar þar mest um skattana. Húsnæðisliðurinn er einnig mjög lágur í neyslukönnun Hagstofunnar eða aðeins 38 þús. kr. á mánuði sem fyrr segir. Mjög margir aldraðir einstaklingar verða að greiða mun hærra í húsaleigu eða húsnæðiskostnað en 38 þús. kr. á mánuði. Hvað segir neyslukönnun Hagstofunnar okkur um framfærslukostnað aldraðra? Eru útgjöld aldraðra að einhverju leyti önnur eða minni en útgjöld almennings? Ég held ekki. Ef eitthvað er þá eru þau meiri en hjá almenningi, þar eð aldraðir nota meiri lyf og læknishjálp en aðrir og fleiri sérstök útgjöld koma til þegar aldurinn færist yfir og heilsan versnar. Neyslukönnun Hagstofunnar er því jafngóð vísbending um framfærslukostnað aldraðra eins og almennings yfirleitt. Með hliðsjón af neyslukönnun Hagstofunnar má telja, að framfærslukostnaður aldraðra einstaklinga nemi a.m.k. 160 þús. kr. á mánuði án skatta. Með sköttum o.fl. nema útgjöld aldraðra mun hærri upphæð en 160 þús. kr. á mánuði. Ef lífeyrir aldraðra einstaklinga frá Tryggingastofnun, grunnlífeyrir, tekjutrygging o.fl., væri hækkaður í 160 þús. kr. á mánuði væri það alger lágmarkshækkun. Þar er um að ræða þá, sem ekki hafa lífeyri úr lífeyrissjóði. Það er lítill hópur eldri borgara og mundi ekki kosta stóra fjárhæð að leiðrétta kjör þessa hóps. Þessi hækkun ætti að vera fyrsta skrefið í leiðréttingu á kjörum aldraðra. Kjör annarra eldri borgara, hjóna, sambýlisfólks og þeirra sem njóta nokkurs lífeyris úr lífeyrissjóði þyrftu að batna samsvarandi. Samtök eldri borgara hafa lagt áherslu á leiðréttingu á kjörum þess hóps eldri borgara, sem eru með um og undir 110 þús. kr. á mánuði. Það er sá hópur, sem getið var um hér að framan, um 10 þús. manns. Þessi hópur hefur 45.860 kr. á mánuði úr lífeyrissjóði og 64.860 kr. á mánuði frá Tryggingastofnun (grunnlífeyrir, tekjutrygging og eingreiðslur). Kaupmáttur lífeyris þessara ellilífeyrisþega hefur aðeins aukist um 13,1% frá 1995 og kaupmáttur ráðstöfunartekna þeirra aðeins aukist um 6,1%. Ef athugað er tímabilið frá 1988 hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna þessara eldri borgara lækkað um 6,5%. Já það er ótrúlegt: Frá 1988 hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna þessara eldri borgara lækkað um 6.5%. Þetta er smánarblettur á þjóðfélagi, sem kallar sig velferðarþjóðfélag. Það þarf að skila aftur því, sem haft hefur verið af þessum eldri borgurum frá 1988. Það þarf sem sagt að leiðrétta kjör þeirra sem svarar þeirri skerðingu, sem þeir hafa orðið fyrir frá þeim tíma. Framvegis eiga kjör aldraðra síðan ávallt að fylgja breytingum á launum á almennum markaði. En það er ekki nóg. Það þarf einnig að bæta kjör eldri borgara strax þannig að þau dugi fyrir eðlilegum framfærslukostnaði, þ.e. fari að lágmarki nú þegar í 160 þús. kr. á mánuði hjá einstaklingum. Það er sanngjörn og eðlileg krafa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin segir, að kaupmáttur ráðstöfunartekna aukist um 55% á tímabilinu 1995-2007. En á sama tímabili eykst kaupmáttur ráðstöfunartekna stórs hluta ellilífeyrisþega (10 þús. manns) aðeins um 9,3%. Hvers eiga þessir eldri borgarar að gjalda. Hvers vegna hækkar kaupmáttur ráðstöfunartekna stórs hluta eldri borgara aðeins um brot af því sem kaupmáttur ráðstöfunartekna almennings eykst um? Fróðlegt væri að fá svar við þeirri spurningu. Í rauninni ætti þetta að vera öfugt. Það ætti að auka kaupmátt ellilífeyris mun meira en kaupmátt almennra tekna. Þannig mætti leiðrétta kjör aldraðra. Engar opinberar athuganir hafa farið fram á því hver framfærslukostnaður aldraðra er. Hagstofan kannar neysluútgjöld almennings en athugar ekki sérstaklega útgjöld aldraðra eða annarra aldurshópa. Hagstofan kannar neyslu heimila og einstaklinga í landinu. Síðasta neyslukönnun Hagstofunnar fór fram árin 2000-2002 og var niðurstaða hennar birt á sl. ári. Samkvæmt henni eru meðaltalsútgjöld einstaklinga (einhleypinga) 161 þús kr. á mánuði, þ.e. neysluútgjöld. Meðtalin eru húsnæðisútgjöld, þ.e. húsaleiga og ígildi húsaleigu, kr. 38 þús. á mánuði. Afborganir og vextir er ekki meðtalið og heldur ekki fasteignakaup eða sparnaður. Tekjuskattar og fasteignagjöld eru ekki meðtalin og heldur ekki félagsgjöld eða lífeyrissjóðsgjöld.Það vantar því nokkuð af útgjöldum inn í tölur Hagstofunnar og munar þar mest um skattana. Húsnæðisliðurinn er einnig mjög lágur í neyslukönnun Hagstofunnar eða aðeins 38 þús. kr. á mánuði sem fyrr segir. Mjög margir aldraðir einstaklingar verða að greiða mun hærra í húsaleigu eða húsnæðiskostnað en 38 þús. kr. á mánuði. Hvað segir neyslukönnun Hagstofunnar okkur um framfærslukostnað aldraðra? Eru útgjöld aldraðra að einhverju leyti önnur eða minni en útgjöld almennings? Ég held ekki. Ef eitthvað er þá eru þau meiri en hjá almenningi, þar eð aldraðir nota meiri lyf og læknishjálp en aðrir og fleiri sérstök útgjöld koma til þegar aldurinn færist yfir og heilsan versnar. Neyslukönnun Hagstofunnar er því jafngóð vísbending um framfærslukostnað aldraðra eins og almennings yfirleitt. Með hliðsjón af neyslukönnun Hagstofunnar má telja, að framfærslukostnaður aldraðra einstaklinga nemi a.m.k. 160 þús. kr. á mánuði án skatta. Með sköttum o.fl. nema útgjöld aldraðra mun hærri upphæð en 160 þús. kr. á mánuði. Ef lífeyrir aldraðra einstaklinga frá Tryggingastofnun, grunnlífeyrir, tekjutrygging o.fl., væri hækkaður í 160 þús. kr. á mánuði væri það alger lágmarkshækkun. Þar er um að ræða þá, sem ekki hafa lífeyri úr lífeyrissjóði. Það er lítill hópur eldri borgara og mundi ekki kosta stóra fjárhæð að leiðrétta kjör þessa hóps. Þessi hækkun ætti að vera fyrsta skrefið í leiðréttingu á kjörum aldraðra. Kjör annarra eldri borgara, hjóna, sambýlisfólks og þeirra sem njóta nokkurs lífeyris úr lífeyrissjóði þyrftu að batna samsvarandi. Samtök eldri borgara hafa lagt áherslu á leiðréttingu á kjörum þess hóps eldri borgara, sem eru með um og undir 110 þús. kr. á mánuði. Það er sá hópur, sem getið var um hér að framan, um 10 þús. manns. Þessi hópur hefur 45.860 kr. á mánuði úr lífeyrissjóði og 64.860 kr. á mánuði frá Tryggingastofnun (grunnlífeyrir, tekjutrygging og eingreiðslur). Kaupmáttur lífeyris þessara ellilífeyrisþega hefur aðeins aukist um 13,1% frá 1995 og kaupmáttur ráðstöfunartekna þeirra aðeins aukist um 6,1%. Ef athugað er tímabilið frá 1988 hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna þessara eldri borgara lækkað um 6,5%. Já það er ótrúlegt: Frá 1988 hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna þessara eldri borgara lækkað um 6.5%. Þetta er smánarblettur á þjóðfélagi, sem kallar sig velferðarþjóðfélag. Það þarf að skila aftur því, sem haft hefur verið af þessum eldri borgurum frá 1988. Það þarf sem sagt að leiðrétta kjör þeirra sem svarar þeirri skerðingu, sem þeir hafa orðið fyrir frá þeim tíma. Framvegis eiga kjör aldraðra síðan ávallt að fylgja breytingum á launum á almennum markaði. En það er ekki nóg. Það þarf einnig að bæta kjör eldri borgara strax þannig að þau dugi fyrir eðlilegum framfærslukostnaði, þ.e. fari að lágmarki nú þegar í 160 þús. kr. á mánuði hjá einstaklingum. Það er sanngjörn og eðlileg krafa.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar