
Sport

Ólympíufari eftirlýstur af FBI fyrir morð og eiturlyfjasmygl
Ryan Wedding, sem keppti á Vetrarólympíuleikunum í Salt Lake City 2002 fyrir hönd Kanada, er eftirlýstur af FBI fyrir morð og eiturlyfjasmygl.

Tvær breytingar á Bandaríkjahópnum
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, hefur neyðst til að gera tvær breytingar á landsliðshópnum sem tekst á við Bandaríkin í tveimur æfingaleikjum síðar í mánuðinum.

Valdi ekki bestu fótboltakonu heims í landsliðið
Aitana Bonmatí, sem er að flestum talin vera besta knattspyrnukona heims, var ekki valin í nýjasta landsliðshóp heimsmeistara Spánverja.

Fékk öskurskilaboð frá Steph Curry
Sabrina Ionescu skoraði eina stærstu körfu tímabilsins þegar hún tryggði New York Liberty sigur á Minnesota Lynx í þriðja leik úrslitaeinvígi WNBA deildarinnar í körfubolta.

Lætin í Kópavogi til skoðunar hjá KKÍ
Lætin sem áttu sér stað í hálfleik í leik Grindavíkur og Hattar í 3.umferð Bónus deildar karla í körfubolta í gær, þar sem að DeAndre Kane leikmaður Grindavíkur sló í andlit Courvoisier McCauley leikmanns Hattar, eru til skoðunar hjá Körfuknattleikssambandi Íslands. Þetta staðfestir framkvæmdastjóri sambandsins í samtali við Vísi.

Messi: Hamingjan skiptir mig meira máli en að spila á HM 2026
Argentínski knattspyrnumaðurinn Lionel Messi segist einblína á það að vera hamingjusamur og heilsuhraustur á þessum tímapunkti á ferlinum frekar en að velta sér upp úr því hvort hann verði með á HM í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó sumarið 2026.

Íslenska ofurfólkið sem keppir á HM í bakgarðshlaupi
Á laugardaginn fer heimsmeistaramót landsliða í bakgarðshlaupum fram um víða veröld. Ísland sendir vaska sveit til leiks.

Fótboltinn þurfi að njóta vafans hjá Val: „Er mjólkurkýr félagsins“
Eftir tuttugu og eins árs feril í embætti formanns knattspyrnudeildar Vals hefur Börkur Edvardsson ákveðið að láta staðar numið og mun hann ekki bjóða sig fram til formanns sé stjórnarsetu á komandi haustfundi félagsins. Börkur vill að byggt verði meira á fótboltanum hjá Val í framtíðinni. Honum leyft að njóta vafans. Fótboltinn sé mjólkurkýr félagsins.

Vilja prófa að leyfa áfengi á kvennaleikjum í Englandi
Tvö félög úr enska kvennafótboltanum fá að prófa það að leyfa fólki að drekka áfengi á sama tíma og það horfir á fótboltaleiki úr áhorfendastúkunni.

Sjáðu höggið og lætin í Kópavogi
Upp úr sauð í hálfleik í leik Grindavíkur og Hattar í Smáranum í Kópavogi í gærkvöld, í Bónus-deild karla í körfubolta. DeAndre Kane, leikmaður Grindavíkur, sló þá í andlit Courvoisier McCauley, leikmanns Hattar.

Dagskráin í dag: Stórleikur og öll lætin gerð upp í Körfuboltakvöldi
Það eru tveir flottir leikir á dagskrá í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld og mjög áhugaverð umferð verður svo gerð í Bónus Körfuboltakvöldi að þeim loknum.

„Hann var eitthvað að tala og svo lét hann höggin tala“
„Það var margt sem olli tapinu. Við mættum ekki með einbeitingu í þennan leik, það vantaði mikið upp á ákefðina og maður minn, það var mikið talað inni á vellinum í dag,“ sagði Courvoisier McCauley, leikmaður Hattar, eftir 113-84 tap gegn Grindavík í kvöld. Ekki nóg með að lið hans hafi fengið stóran skell, þá var McCauley kýldur í hálfleik.

„Hann kýldi mig“
Það er sjaldan lognmolla þegar DeAndre Kane stígur inn á körfuboltavöll. Hann lenti í áflogum við leikmann Hattar í hálfleik, kýldi frá sér og kveðst sjálfur hafa verið kýldur. Grindavík vann leikinn 113-84 og Kane ætlar að „flengja“ Hattar-menn aftur þegar liðin mætast næst.

Börkur hló spurður um framboð: „Talandi um að fara úr öskunni í eldinn“
Börkur Edvardsson, fráfarandi formaður knattspyrnudeildar Vals, útilokar ekki að snúa sér að stjórnmálum einhvern tímann í framtíðinni. Hann ætlar þó ekki í framboð fyrir komandi alþingiskosningar.

Uppgjörið: Álftanes - Valur 100-103 | Álftanes kastaði frá sér fyrsta sigri til Vals
Íslandsmeistararnir unnu ótrúlegan endurkomusigur gegn Álftanesi í framlengdum leik 100-103. Þetta var fyrsti sigur Vals á tímabilinu á meðan Álftanes hefur tapað öllum þremur leikjunum.

„Það er löngu kominn tími á að það sé tekið á þessum gæja“
Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, hafði helling að segja um DeAndre Kane, leikmann Grindavíkur, eftir 113-84 tap í Smáranum í kvöld.

Jamil um fjarveru Finns: „Við styðjum Finn og vonandi kemur hann aftur sem fyrst“
Valur vann ótrúlegan endurkomusigur gegn Álftanesi 100-103. Heimamenn voru sex stigum yfir þegar átján sekúndur voru eftir en köstuðu sigrinum frá sér. Jamil Abiad, þjálfari Vals, var afar ánægður með sigurinn.

Myndir: Allt brjálað í Smáranum eftir höggið frá Kane
Það munaði minnstu að allt syði upp úr í Smáranum í Kópavogi í kvöld, í hálfleik leiks Grindavíkur og Hattar frá Egilsstöðum í Bónus-deild karla í körfubolta.

KA og ÍR fögnuðu eftir spennu
ÍR-ingar gerðu sér lítið fyrir og lögðu Fram að velli í Breiðholti í kvöld, 35-34, eftir spennuleik í Olís-deild karla í handbolta. KA-menn unnu HK-inga með sömu tölum á Akureyri og hafa því líkt og ÍR-ingar unnið tvo leiki af sjö.

Sveindís og Amanda áttu strembið Meistaradeildarkvöld
Sveindís Jane Jónsdóttir og Amanda Andradóttir urðu báðar að sætta sig við tap í kvöld í Meistaradeild Evrópu í fótbolta, gegn ógnarsterkum mótherjum.

Ægir: Hinn klassíski liðssigur
Ægir Þór Steinarsson var mjög ánægður með sigur sinna manna á ÍR í 3. umferð Bónus deildar karla. Hann var ánægður með liðið í kvöld og hvernig þeir eru að koma inn í mótið.

Orri magnaður í frábærum sigri
Sproting Lissabon vann frækinn sigur gegn þýska liðinu Füchse Berlín í Portúgal í kvöld, í Meistaradeild Evrópu í handbolta.

Kristján rifbeinsbrotnaði: „Fannst þetta klárt rautt spjald“
„Frábær leikur í alla staði. Fyrri hálfleikurinn stórkostlegur, tíu mörkum yfir í hálfleik og það er líka ákveðin kúnst að vera tíu mörkum yfir í hálfleik,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, eftir að lið hans burstaði ÍBV í Olís-deild karla. Lokatölur 38-27.

Töfrar Martins vöktu athygli
Eftir að hafa á þriðjudaginn fagnað fyrsta sigri sínum í Evrópudeildinni í körfubolta, sterkustu Evrópukeppninni, urðu Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín að sætta sig við þriðja tapið í kvöld.

Aron aftur til Veszprém eftir stormasaman viðskilnað
Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, mun yfirgefa FH og spila með ungverska stórliðinu Veszprém á nýjan leik, út yfirstandandi leiktíð.

Uppgjörið: Grindavík - Höttur 113-84 | Grindavík enn með fullt hús stiga eftir stórsigur
Grindavík vann stórsigur er liðið tók á móti Hetti í þriðju umferð Bónus deildar karla. Lokatölur 113-84 í Smáranum. Liðin höfðu bæði unnið fyrstu tvo leiki tímabilsins.

Ómar Björn áfram í Bestu deildinni
Sóknarmaðurinn Ómar Björn Stefánsson hefur skrifað undir samning til þriggja ára við Knattspyrnufélag ÍA og spilar því áfram í Bestu deildinni í fótbolta.

Íslensk upprisa dugði ekki til og Bjarki fagnaði gegn löndum sínum
Bjarki Már Elísson var eini Íslendingurinn sem fagnaði sigri í kvöld þegar þrjú Íslendingalið voru á ferðinni í Meistaradeild Evrópu í handbolta.

Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - ÍR 117-88 | Miskunnarlausir Stjörnumenn
Stjörnumenn eru ósigraðir í Bónus deild karla í körfuknattleik eftir þrjár umferðir. ÍR voru fórnarlamb kvöldsins þegar Breiðhyltingar komu í heimsókn í Garðabæinn. Það var ljóst nokkuð snemma í hvað stefndi en Stjarnan sýndi ekkert kæruleysi og enga miskunn þó að staðan hafi verið orðin þægileg. Lokatölur 117-88 í leik sem var aldrei í hættu fyrir heimamenn.

Uppgjörið: Tindastóll - Haukar 106-78 | Haukar áfram fallbyssufóður
Það var Tindastóll sem sigraði Hauka í Bónus deild karla í körfubolta í kvöld en úrslit leiksins voru 106-78. Haukar hafa þar með ekki reynst nein fyrirstaða í fyrstu þremur leikjum sínum á tímabilinu, eftir töp gegn Hetti og Grindavík einnig.