„Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. ágúst 2025 14:43 Jón Axel Guðmundsson skoraði átta stig og tók fjögur fráköst gegn Ísrael. vísir/hulda margrét Jón Axel Guðmundsson var svekktur með úrslitin í leik Íslands og Ísraels á EM í körfubolta í dag. Ísraelar voru alltaf með forystuna og unnu tólf stiga sigur, 83-71. „Manni líður ekkert vel. Mér fannst við geta gert betur og við vorum óheppnir að við vorum ekki alveg að hitta úr okkar skotum. Manni fannst við alltaf vera inni í leiknum en það vantaði nokkur stemmningsskot til að við myndum klára þetta,“ sagði Jón Axel í samtali við Val Pál Eiríksson eftir leikinn. Klippa: Viðtal við Jón Axel Aðeins fjórum stigum munaði á liðunum í hálfleik, 36-32, en Ísrael byrjaði seinni hálfleikinn mun betur og náði mest sautján stiga forskoti í 3. leikhluta. Eftir það var brekkan brött fyrir Ísland. „Það er erfitt þegar þeir eru með svona mikil gæði inni á vellinum. Þú þarft strax að byrja að elta í og það fer voðalega mikil orka í að koma til baka. Við náðum að koma þessu niður í einhver 6-8 stig en þá voru menn byrjaðir að pústa helvíti hart,“ sagði Jón Axel. Honum fannst íslenska liðið ekki njóta sannmælis í dómgæslunni og þótti Grindvíkingnum NBA-leikmaður Ísraels, Deni Avdija, fá full ódýrar villur, öfugt við til dæmis Martin Hermannsson. Hann er ekki í NBA „Við fórum mikið inn í teig. Það voru fáar villur dæmdar þegar við fórum inn í teiginn allan leikinn. Martin fór mikið á hringinn, þeir brutu mikið á honum en hann er ekki í NBA og þá fær hann minni villur en einhverjir aðrir í hinu liðinu,“ sagði Jón Axel. „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en ef við förum inn í teig fáum við lítið.“ En var Jón Axel ósáttur við dómgæsluna í dag? „Ekkert þannig. Villurnar eru jafnar en það væri fínt upp á að menn komist í takt að fá nokkur vítaskot inn á milli. Þeir jöfnuðu þetta mikið með villum úti á velli og annað þannig,“ svaraði Jón Axel. Jón Axel hitti úr fjórum af tólf skotum sínum í leiknum.vísir/hulda margrét Hann vill meina að fyrri hálfleikurinn gefi betri mynd af muninum á liðunum en sá seinni. „Munurinn var eins og fyrri hálfleikurinn var. Við erum í þeim allan tímann en það vantaði að nokkur stemmningsskot myndu detta og þá fá menn sjálfstraustið beint aftur,“ sagði Jón Axel. Getur ekki beðið eftir næsta leik Hann naut þess að spila fyrir framan íslensku stuðningsmenn í Spodek í Katowice. „Þetta var geggjað og maður fékk auka orku til að gera allt inni á vellinum með þessa stuðningsmenn í stúkunni. Maður getur eiginlega ekki beðið eftir næsta leik á laugardaginn,“ sagði Jón Axel en eftir tvo daga mætir Ísland Belgíu í öðrum leik sínum á EM. Viðtalið við Jón Axel má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Ísland tapaði 83-71 gegn Ísrael í fyrsta leik á EM í körfubolta. Strákarnir okkar stóðu í öflugu liði Ísraels í fyrri hálfleik en byrjuðu seinni hálfleikinn skelfilega, hittu ekki úr skotum og drógust of langt aftur úr til að eiga möguleika á sigri. 28. ágúst 2025 10:01 „Ég biðst afsökunar“ „Mér líður persónulega alveg ömurlega. Ég er hrikalega svekktur með sjálfan mig, fyrst og fremst“ sagði Martin Hermannsson eftir 83-71 tap Íslands gegn Ísrael í fyrsta leik á EM í körfubolta. 28. ágúst 2025 14:31 Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði sínum fyrsta leik á Evrópumótinu í Póllandi. Eftir ágæta spretti í fyrri hálfleik fór orkulaus og klaufaleg byrjun á seinni hálfleik nánast langt með að klúðra þessum leik fyrir íslenska liðið. Í lokin munaði tólf stigum á liðunum. 28. ágúst 2025 14:25 „Verðum að geta skotið betur“ „Við gerðum fullt af góðum hlutum. Við skutum bara ekki nógu vel,“ sagði Craig Pedersen, þjálfari Íslands, eftir tólf stiga tap gegn Ísrael í fyrsta leik á EM í körfubolta í Katowice í dag. 28. ágúst 2025 14:26 Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira
„Manni líður ekkert vel. Mér fannst við geta gert betur og við vorum óheppnir að við vorum ekki alveg að hitta úr okkar skotum. Manni fannst við alltaf vera inni í leiknum en það vantaði nokkur stemmningsskot til að við myndum klára þetta,“ sagði Jón Axel í samtali við Val Pál Eiríksson eftir leikinn. Klippa: Viðtal við Jón Axel Aðeins fjórum stigum munaði á liðunum í hálfleik, 36-32, en Ísrael byrjaði seinni hálfleikinn mun betur og náði mest sautján stiga forskoti í 3. leikhluta. Eftir það var brekkan brött fyrir Ísland. „Það er erfitt þegar þeir eru með svona mikil gæði inni á vellinum. Þú þarft strax að byrja að elta í og það fer voðalega mikil orka í að koma til baka. Við náðum að koma þessu niður í einhver 6-8 stig en þá voru menn byrjaðir að pústa helvíti hart,“ sagði Jón Axel. Honum fannst íslenska liðið ekki njóta sannmælis í dómgæslunni og þótti Grindvíkingnum NBA-leikmaður Ísraels, Deni Avdija, fá full ódýrar villur, öfugt við til dæmis Martin Hermannsson. Hann er ekki í NBA „Við fórum mikið inn í teig. Það voru fáar villur dæmdar þegar við fórum inn í teiginn allan leikinn. Martin fór mikið á hringinn, þeir brutu mikið á honum en hann er ekki í NBA og þá fær hann minni villur en einhverjir aðrir í hinu liðinu,“ sagði Jón Axel. „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en ef við förum inn í teig fáum við lítið.“ En var Jón Axel ósáttur við dómgæsluna í dag? „Ekkert þannig. Villurnar eru jafnar en það væri fínt upp á að menn komist í takt að fá nokkur vítaskot inn á milli. Þeir jöfnuðu þetta mikið með villum úti á velli og annað þannig,“ svaraði Jón Axel. Jón Axel hitti úr fjórum af tólf skotum sínum í leiknum.vísir/hulda margrét Hann vill meina að fyrri hálfleikurinn gefi betri mynd af muninum á liðunum en sá seinni. „Munurinn var eins og fyrri hálfleikurinn var. Við erum í þeim allan tímann en það vantaði að nokkur stemmningsskot myndu detta og þá fá menn sjálfstraustið beint aftur,“ sagði Jón Axel. Getur ekki beðið eftir næsta leik Hann naut þess að spila fyrir framan íslensku stuðningsmenn í Spodek í Katowice. „Þetta var geggjað og maður fékk auka orku til að gera allt inni á vellinum með þessa stuðningsmenn í stúkunni. Maður getur eiginlega ekki beðið eftir næsta leik á laugardaginn,“ sagði Jón Axel en eftir tvo daga mætir Ísland Belgíu í öðrum leik sínum á EM. Viðtalið við Jón Axel má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Ísland tapaði 83-71 gegn Ísrael í fyrsta leik á EM í körfubolta. Strákarnir okkar stóðu í öflugu liði Ísraels í fyrri hálfleik en byrjuðu seinni hálfleikinn skelfilega, hittu ekki úr skotum og drógust of langt aftur úr til að eiga möguleika á sigri. 28. ágúst 2025 10:01 „Ég biðst afsökunar“ „Mér líður persónulega alveg ömurlega. Ég er hrikalega svekktur með sjálfan mig, fyrst og fremst“ sagði Martin Hermannsson eftir 83-71 tap Íslands gegn Ísrael í fyrsta leik á EM í körfubolta. 28. ágúst 2025 14:31 Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði sínum fyrsta leik á Evrópumótinu í Póllandi. Eftir ágæta spretti í fyrri hálfleik fór orkulaus og klaufaleg byrjun á seinni hálfleik nánast langt með að klúðra þessum leik fyrir íslenska liðið. Í lokin munaði tólf stigum á liðunum. 28. ágúst 2025 14:25 „Verðum að geta skotið betur“ „Við gerðum fullt af góðum hlutum. Við skutum bara ekki nógu vel,“ sagði Craig Pedersen, þjálfari Íslands, eftir tólf stiga tap gegn Ísrael í fyrsta leik á EM í körfubolta í Katowice í dag. 28. ágúst 2025 14:26 Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Ísland tapaði 83-71 gegn Ísrael í fyrsta leik á EM í körfubolta. Strákarnir okkar stóðu í öflugu liði Ísraels í fyrri hálfleik en byrjuðu seinni hálfleikinn skelfilega, hittu ekki úr skotum og drógust of langt aftur úr til að eiga möguleika á sigri. 28. ágúst 2025 10:01
„Ég biðst afsökunar“ „Mér líður persónulega alveg ömurlega. Ég er hrikalega svekktur með sjálfan mig, fyrst og fremst“ sagði Martin Hermannsson eftir 83-71 tap Íslands gegn Ísrael í fyrsta leik á EM í körfubolta. 28. ágúst 2025 14:31
Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði sínum fyrsta leik á Evrópumótinu í Póllandi. Eftir ágæta spretti í fyrri hálfleik fór orkulaus og klaufaleg byrjun á seinni hálfleik nánast langt með að klúðra þessum leik fyrir íslenska liðið. Í lokin munaði tólf stigum á liðunum. 28. ágúst 2025 14:25
„Verðum að geta skotið betur“ „Við gerðum fullt af góðum hlutum. Við skutum bara ekki nógu vel,“ sagði Craig Pedersen, þjálfari Íslands, eftir tólf stiga tap gegn Ísrael í fyrsta leik á EM í körfubolta í Katowice í dag. 28. ágúst 2025 14:26