EM 2025 í körfubolta

Fréttamynd

Utan vallar: Peder­sen ætti að vera þjóð­hetja

Kanadamaðurinn geðþekki Craig Pedersen hefur nú komið íslenska karlalandsliðinu í körfubolta á þrjú Evrópumót og var einu skoti frá því að koma því á heimsmeistaramót. Samt er tilfinningin að hann ætti að vera í meiri metum hjá íslensku þjóðinni en hann er.

Körfubolti
Fréttamynd

Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna

Einhverrar óánægju gætir vegna þess hvernig staðið hefur verið að úthlutun miða á mikilvæga landsleiki í körfubolta, líkt og í gærkvöld þegar Ísland mætti Tyrklandi í leik upp á sæti á EuroBasket. Framkvæmdastjóri KKÍ bendir á að nauðsynlegt sé fyrir sambandið að selja sem flesta miða.

Körfubolti
Fréttamynd

Sex fara fyrir Ís­land á sitt fyrsta stór­mót

Þrír leikmenn í íslenska landsliðinu í körfubolta gætu verið á leiðinni á sitt þriðja stórmót í ágúst þegar Ísland mætir til leiks á EuroBasket, eða EM, eftir að hafa tryggt sig inn á mótið með sigri gegn Tyrkjum í gærkvöld. Ljóst er að hið minnsta sex Íslendingar fara á sitt fyrsta stórmót.

Körfubolti
Fréttamynd

Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur

Jafnaldrarnir og vinirnir Elvar Már Friðriksson og Martin Hermannsson áttu stóran þátt í að Ísland tryggði sér sæti á EM í körfubolta með sigri á Tyrklandi í Laugardalshöll í gær. Eftir leikinn birti umboðsmaður þeirra félaga skemmtilega gamla mynd af þeim sem sýnir hversu lengi þeir hafa fylgst að.

Körfubolti
Fréttamynd

„Þetta er stærra en að vinna ein­hverja titla“

„Þetta er það sem þú lifir fyrir. Ástæðan fyrir því að þú ert í þessu. [Komast inn á EM] með mörgum af mínum bestu vinum, fyrir framan ættingja og vini. Ég mun lifa á þessu restina af ævinni, og við allir“ sagði Martin Hermannsson, stigahæsti leikmaður íslenska landsliðsins í sigri gegn Tyrklandi sem tryggði Íslandi sæti á EM í sumar.

Körfubolti
Fréttamynd

Martin: Skemmti­legra að tryggja þetta fyrir fullri höll

Martin Hermannsson var aftur mættur í íslenska landsliðsbúninginn og var frábær í kvöld. Martin skoraði 25 stig en leikurinn var mjög erfiður og fór eiginlega eins illa og hægt var. Martin var samt ekki á því að það væri tilefni til að gefast upp og talaði um að það væri mikið skemmtilegra að trygga sig á lokamót fyrir framan íslenska áhorfendur.

Körfubolti
Fréttamynd

Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“

Ægir Þór Steinars­son, leik­maður ís­lenska lands­liðsins í körfu­bolta segir mikilvægt fyrir liðið að ein­beita sér að því sem að það getur stjórnað fyrir mikilvægan leik gegn Ung­verja­landi í undan­keppni EM í kvöld. Leik þar sem að Ís­land getur tryggt sér far­miða á EM.

Körfubolti
Fréttamynd

Aðal­þjálfari Ítalíu var með haus­verk og horfði ekki á seinni hálf­leik

Gianmarco Pozzecco, landsliðsþjálfari Ítalíu, var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleikinn gegn Íslandi í Laugardalshöll. Hann dró sig til hlés, áhyggjulaus líklega enda höfðu hans menn mikla yfirburði og 25-49 forystu eftir fyrri hálfleik. Ítalía fór svo með 71-95 sigur þrátt fyrir að spila án sinna sterkustu leikmanna, og seinni hálfleikinn án aðalþjálfara. 

Körfubolti
Fréttamynd

„Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“

„Við misstum stjórn á leiknum í öðrum leikhlutanum, þeir taka afgerandi forystu og gegn liði eins og Ítalíu er erfitt að snúa spilinu við. Við gerðum vel og héldum áfram að berjast, það kom eitt augnablik þar sem ég hélt að við værum að snúa leiknum okkur í vil, en það fór ekki svo,“ sagði Tryggvi Hlinason, miðherji íslenska landsliðsins, eftir 71-95 tap gegn Ítalíu í Laugardalshöll.

Körfubolti
  • «
  • 1
  • 2