Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. september 2025 22:01 Luka Doncic lenti í villuvandræðum gegn Þýskalandi eins og nokkrir aðrir leikmenn Slóveníu. getty/Matthias Stickel Dómarar leiks Þýskalands og Slóveníu í átta liða úrslitum á EM í körfubolta karla verða eflaust ekki á jólakortalista slóvensku leikmannanna og þjálfaranna. Þeir voru vægast sagt ósáttir við störf dómaratríósins í kvöld. Eftir að hafa leitt nánast allan leikinn misstu Slóvenar móðinn undir lokin gegn heimsmeisturum Þjóðverja og töpuðu, 99-91. Ofurstjarna slóvenska liðsins, Luka Doncic, átti stórleik í kvöld. Hann skoraði 39 stig, tók tíu fráköst og gaf sjö stoðsendingar en lenti í villuvandræðum. Eftir að Doncic fékk sína fjórðu villu veifaði hann peningamerki að dómurum leiksins. Samherji Doncic, Alen Omic, var vægast sagt ósáttur við meðferðina sem honum fannst Los Angeles Lakers-maðurinn fá í leiknum. „Hvað er þetta? Besti leikmaður mótsins. Allir koma til að horfa á hann. Við getum ekki spilað körfubolta eins og þið. Þess vegna töpuðum við. Þeir skoruðu fjörutíu af níutíu stigum sínum á vítalínunni og nú getið þið talið,“ sagði Omic. Raunar skoruðu Þjóðverjar þrjátíu af 99 stigum sínum af vítalínunni. Þeir tóku 37 vítaskot í leiknum en Slóvenar 25. Þar af tók Doncic fimmtán víti. Slovenians are fuming about the officiating at the quarter-final game vs. Germany.Alen Omic: pic.twitter.com/O1J6hMakIJ— HoopsHype (@hoopshype) September 10, 2025 „Við komum hingað til að berjast og erum með fjölskyldunni okkar. Við viljum vinna leikinn og þetta gerist. Hvað er hægt að segja? Hvað er hægt að segja? Ekkert að segja. Við spiluðum mjög vel. Við börðumst og ætluðum að fara alla leið og þegar andstæðingurinn tekur fjörutíu víti geturðu ekki unnið,“ bætti Omic við. Slóvenía fékk 31 villu í leiknum í kvöld en Þýskaland 24. Doncic náði að klára leikinn án þess að fá sínu fimmtu villu en Omic og Aleksej Nikolic fengu báðir fimm villur. Í undanúrslitunum mætir Þýskaland Finnlandi og Grikkland og Tyrkland eigast við. EM 2025 í körfubolta Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Sjá meira
Eftir að hafa leitt nánast allan leikinn misstu Slóvenar móðinn undir lokin gegn heimsmeisturum Þjóðverja og töpuðu, 99-91. Ofurstjarna slóvenska liðsins, Luka Doncic, átti stórleik í kvöld. Hann skoraði 39 stig, tók tíu fráköst og gaf sjö stoðsendingar en lenti í villuvandræðum. Eftir að Doncic fékk sína fjórðu villu veifaði hann peningamerki að dómurum leiksins. Samherji Doncic, Alen Omic, var vægast sagt ósáttur við meðferðina sem honum fannst Los Angeles Lakers-maðurinn fá í leiknum. „Hvað er þetta? Besti leikmaður mótsins. Allir koma til að horfa á hann. Við getum ekki spilað körfubolta eins og þið. Þess vegna töpuðum við. Þeir skoruðu fjörutíu af níutíu stigum sínum á vítalínunni og nú getið þið talið,“ sagði Omic. Raunar skoruðu Þjóðverjar þrjátíu af 99 stigum sínum af vítalínunni. Þeir tóku 37 vítaskot í leiknum en Slóvenar 25. Þar af tók Doncic fimmtán víti. Slovenians are fuming about the officiating at the quarter-final game vs. Germany.Alen Omic: pic.twitter.com/O1J6hMakIJ— HoopsHype (@hoopshype) September 10, 2025 „Við komum hingað til að berjast og erum með fjölskyldunni okkar. Við viljum vinna leikinn og þetta gerist. Hvað er hægt að segja? Hvað er hægt að segja? Ekkert að segja. Við spiluðum mjög vel. Við börðumst og ætluðum að fara alla leið og þegar andstæðingurinn tekur fjörutíu víti geturðu ekki unnið,“ bætti Omic við. Slóvenía fékk 31 villu í leiknum í kvöld en Þýskaland 24. Doncic náði að klára leikinn án þess að fá sínu fimmtu villu en Omic og Aleksej Nikolic fengu báðir fimm villur. Í undanúrslitunum mætir Þýskaland Finnlandi og Grikkland og Tyrkland eigast við.
EM 2025 í körfubolta Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Sjá meira