Fótbolti

Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ole Gunnar Solskjær var rekinn fljótlega eftir leik kvöldsins.
Ole Gunnar Solskjær var rekinn fljótlega eftir leik kvöldsins. Getty/Stephen McCarthy

Ole Gunnar Solskjær var látinn taka pokann sinn hjá tyrkneska félaginu Besiktas í kvöld.

Norski knattspyrnustjórinn var rekinn eftir að mistókst að tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni.

Besiktas tapaði 0-1 á móti svissneska félaginu Lausanne á heimavelli í seinni leik liðanna í kvöld og þar með 1-2 samanlagt.

Tyrkirnir biðu ekki boðanna heldur tilkynntu það fljótlega eftir leikinn að þeir væru búnir að reka Solskjær.

Þeir héldu stjórnarfund strax eftir leik og niðurstaðan var að reka Norðmanninn.

Hinn 52 ára gamli Solskjær hafði stýrt Besiktas frá því í janúar. Þetta var hans fyrsta starf eftir að hann var rekinn sem knattspyrnustjóri Manchester United í nóvember 2021.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×