„Ég biðst afsökunar“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 28. ágúst 2025 14:31 Martin Hermansson skoraði aðeins fjögur stig úr fjórtán skotum. vísir / hulda margret „Mér líður persónulega alveg ömurlega. Ég er hrikalega svekktur með sjálfan mig, fyrst og fremst“ sagði Martin Hermannsson eftir 83-71 tap Íslands gegn Ísrael í fyrsta leik á EM í körfubolta. Klippa: Martin Hermannsson eftir tapið gegn Ísrael „Strákarnir stóðu sig allir eins og hetjur, voru allir að leggja allt í þetta. Ég biðst afsökunar, að hafa ekki hitt þessum skotum. Ætlaði alveg að hitta þeim, en stundum er þetta svona… Fyrsta sem maður hugsar er bara: Ef maður hefði verið á pari, þá hefðum við verið í bullandi séns“ hélt Martin svo áfram, augljóslega mjög svekktur með sína frammistöðu. Martin er leikstjórnandi og besti leikmaður liðsins en átti slakan leik í dag og skoraði ekki nema fjögur stig úr fjórtán skotum. „Þetta er erfitt en ég er sem betur fer ekki að byrja í þessu. Maður hefur gengið í gegnum dimman dal áður, stundum er þetta bara svona. Svona eru þessar blessuðu íþróttir, það eru engar útskýringar. Maður er búinn að undirbúa sig í allt sumar og kannski ætlaði maður sér of mikið í byrjun, í staðinn fyrir að láta leikinn koma til sín.“ Hann reyndi þó að láta til sín taka annars staðar og leggja sig fram varnarlega, það dugði ekki til sigurs gegn Ísrael, en Martin segir liðið vel statt. „Smá heppni í dag, þá hefði þetta verið allt annar leikur.“ Martin Hermannsson var vel dekkaður og átti erfitt uppdráttar. vísir / hulda margrét Það sem fór með leikinn var ekki frammistaða Martins heldur slæm byrjun Íslands í seinni hálfleik. „Þeir settu þarna tvo þrista bara strax og á sama tíma fengum við galopin skot sem fóru ekki ofan í, þá varð þetta erfiður leikur. Við komum seint út á völlinn í seinni hálfleik, við þurfum að vera fljótari að koma okkur í gang. Við megum alls ekki við svona kafla í svona leik, þetta er alltof dýrt.“ Fyrsti leikur að baki en framundan eru fjórir leikir næstu vikuna gegn Belgíu, Póllandi, Slóveníu og Frakklandi. „Það er kannski ástæðan fyrir því að ég hitti ekki neitt, ég hef ekki verið jafn spenntur fyrir leik í langan tíma… En ég mæti tvíefldur í næsta leik, það er klárt mál.“ EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ Sjá meira
Klippa: Martin Hermannsson eftir tapið gegn Ísrael „Strákarnir stóðu sig allir eins og hetjur, voru allir að leggja allt í þetta. Ég biðst afsökunar, að hafa ekki hitt þessum skotum. Ætlaði alveg að hitta þeim, en stundum er þetta svona… Fyrsta sem maður hugsar er bara: Ef maður hefði verið á pari, þá hefðum við verið í bullandi séns“ hélt Martin svo áfram, augljóslega mjög svekktur með sína frammistöðu. Martin er leikstjórnandi og besti leikmaður liðsins en átti slakan leik í dag og skoraði ekki nema fjögur stig úr fjórtán skotum. „Þetta er erfitt en ég er sem betur fer ekki að byrja í þessu. Maður hefur gengið í gegnum dimman dal áður, stundum er þetta bara svona. Svona eru þessar blessuðu íþróttir, það eru engar útskýringar. Maður er búinn að undirbúa sig í allt sumar og kannski ætlaði maður sér of mikið í byrjun, í staðinn fyrir að láta leikinn koma til sín.“ Hann reyndi þó að láta til sín taka annars staðar og leggja sig fram varnarlega, það dugði ekki til sigurs gegn Ísrael, en Martin segir liðið vel statt. „Smá heppni í dag, þá hefði þetta verið allt annar leikur.“ Martin Hermannsson var vel dekkaður og átti erfitt uppdráttar. vísir / hulda margrét Það sem fór með leikinn var ekki frammistaða Martins heldur slæm byrjun Íslands í seinni hálfleik. „Þeir settu þarna tvo þrista bara strax og á sama tíma fengum við galopin skot sem fóru ekki ofan í, þá varð þetta erfiður leikur. Við komum seint út á völlinn í seinni hálfleik, við þurfum að vera fljótari að koma okkur í gang. Við megum alls ekki við svona kafla í svona leik, þetta er alltof dýrt.“ Fyrsti leikur að baki en framundan eru fjórir leikir næstu vikuna gegn Belgíu, Póllandi, Slóveníu og Frakklandi. „Það er kannski ástæðan fyrir því að ég hitti ekki neitt, ég hef ekki verið jafn spenntur fyrir leik í langan tíma… En ég mæti tvíefldur í næsta leik, það er klárt mál.“
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum