Fréttir í tímaröð



Fréttamynd

Skemmti­leg á­skorun að greina Doncic

Viðar Örn Hafsteinsson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, segir enga betur til þess fallna en leikmenn liðsins að rífa sig upp úr vonbrigðum helgarinnar fyrir leik dagsins við Slóveníu.

Körfubolti
Fréttamynd

Biturðin lak af til­kynningu um Isak

Talsmenn enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle voru ekkert að hafa fyrir því að þakka Alexander Isak fyrir vel unnin störf, í aðeins 37 orða tilkynningu um að hann hefði verið seldur til Liverpool.

Enski boltinn
Fréttamynd

Þegar á­tján ára Doncic lék á Hlyn

Luka Doncic, leikmaður Los Angeles Lakers í NBA-deildinni, mun í annað sinn mæta Íslandi á stórmóti er Slóvenía tekst á við strákana okkar í keppnishöllinni í Katowice í Póllandi á EM í körfubolta í dag. Hann sýndi styrk sinn sem ungur pjakkur fyrir átta árum síðan.

Körfubolti
Fréttamynd

Pressan gríðar­leg eftir eyðslu sumarsins

Englandsmeistarar Liverpool létu svo sannarlega til sín taka á leikmannamarkaðnum í sumar. Tvívegis var metið yfir dýrasta leikmann Bretlandseyja slegið og þá var gengið frá kaupum á fleiri öflugum mönnum. Vissulega voru leikmenn seldir til að vega upp á mótið eyðslunni en markmið félagsins er skýrt það sem eftir lifir tímabils.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Við getum ekki þagað yfir þessu“

„Það var erfitt að sofna en það er off dagur í dag og við náðum að sofa aðeins fram yfir til klukkan átta,“ segir Viðar Örn Hafsteinsson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, sem átti líkt og flestir í kringum íslenska liðið erfitt með svefn eftir galinn körfuboltaleik við Pólland á EM í Katowice í gær.

Körfubolti
Fréttamynd

„Þær eru hræddar við hana“

Bestu mörkin héldu vart vatni yfir flautumarki Murielle Tiernan í dramatískum 2-1 útisigri Fram á Þór/KA í síðustu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Markið var eðlilega til umræðu í þættinum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Isak dýrastur í sögu ensku úr­vals­deildarinnar

Englandsmeistarar Liverpool hafa formlega tilkynnt Alexander Isak sem nýjasta leikmann félagsins. Sænski landsliðsmaðurinn kostar 125 milljónir punda, nærri 21 milljarð íslenskra króna. Er hann nú dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Enski boltinn