„Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Ég er bara spennt fyrir þessu tímabili og tek því hlutverki sem mér býðst í Val. Ég hlakka til að hjálpa til við það sem ég get,“ segir Elín Metta Jensen sem snýr aftur í Bestu deildina í sumar eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn í nóvember. Íslenski boltinn 16.4.2025 10:02
Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Jude Bellingham og félagar í Real Madrid eru staðráðnir að skrifa nýjan kafla í ævintýralega sögu Real Madrid þegar þeir mæta Arsenal í kvöld í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Fótbolti 16.4.2025 09:30
Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Breska tenniskonan Harriet Dart kom með óvenjulega beiðni til dómara í leik sínum á dögunum en hefur nú beðist afsökunar á framkomu sinni. Sport 16.4.2025 09:01
„Holan var of djúp“ Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var að vonum ekki sáttur með að ljúka leik í kvöld þegar Njarðvíkingar töpuðu á Álftanesi 104-89 en þegar upp er staðið situr tapið í fyrsta leik á heimavelli mest í honum. Körfubolti 15.4.2025 22:50
„Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Hörður Axel Vilhjálmsson, fyrirliði Álftaness, var mættur í viðtal hjá Andra Má Eggertssyni strax eftir sigurinn gegn Njarðvík í kvöld en Álftnesingar tryggðu sig í undanúrslit í fyrsta sinn með 104-89 sigri. Körfubolti 15.4.2025 22:29
„Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Auðvitað er ég vonsvikinn, ég bjóst við fara í fimmta leikinn, en ég er alveg gríðarlega stoltur af öllu sem við gerðum“ sagði Borche Illievski, þjálfari ÍR, fljótlega eftir að liðið féll úr leik í úrslitakeppninni eftir tap gegn Stjörnunni. Borche tók við liðinu á slæmum stað fyrr í vetur, kom því í úrslitakeppnina og gengur stoltur frá tímabilinu. Hann heldur áfram þjálfun ÍR og nú hefst samtal við stjórnina um enn frekari fjárfestingar og uppbyggingu. Körfubolti 15.4.2025 22:15
„Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, var sár svekktur eftir tap á Ásvöllum gegn Haukum í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi um laust sæti í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Handbolti 15.4.2025 21:33
Selfoss byrjar á sigri Selfoss lagði ÍR með fjögurra marka mun í fyrstu umferð úrslitakeppni Olís deildar kvenna í handbolta, lokatölur 31-27 á Suðurlandi. Vinna þarf tvo leiki til að tryggja sér sæti í næstu umferð. Handbolti 15.4.2025 21:27
„Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Þróttur sigraði Fram 3-1 á AVIS vellinum í 1. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Þróttur hafði öll völd á vellinum og voru spiluðu vel á meðan Fram átti í töluverðum erfiðleikum að ógna að marki Þróttar og margt sem ekki gekk nægilega vel. Íslenski boltinn 15.4.2025 21:16
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslandsmeistarar Breiðabliks byrjuðu tímabilið í Bestu deild kvenna í fótbolta af krafti og sýndu af hverju því er spáð að þær standi uppi sem meistarar að tímabilinu loknu. Uppgjörið og viðtöl væntanleg. Íslenski boltinn 15.4.2025 17:15
„Gott að vera komin heim“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Breiðablik í kvöld þegar þær kjöldrógu nágrana sína í Stjörnunni 6-1 í fyrstu umferð Bestu deild kvenna. Frábær byrjun á mótinu hjá Íslandsmeisturunum. Íslenski boltinn 15.4.2025 20:36
Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Vandræðalegt atvik átti sér stað þegar spila átti lag Meistaradeildar Evrópu fyrir leik Aston Villa og París Saint-Germain í 8-liða úrslitum keppninnar. Þess í stað var Evrópudeildarlagið spilað. Fótbolti 15.4.2025 19:33
Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Það var rafmögnuð stemming í Kaldalónshöllinni í kvöld þar sem Álftnesingar gátu tryggt sig í undanúrslit í fyrsta skipti í sögunni. Þeir mættu til leiks án miðherjans David Okeke en það virtist hreinlega ekki há þeim neitt. Körfubolti 15.4.2025 18:47
Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Haukar unnu í kvöld fyrsta leikinn í einvígi liðsins gegn ÍBV í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Olís-deild kvenna. Lauk leiknum með sannfærandi sigri Hauka, 26-20, en ÍBV var þó tveimur mörkum yfir í hálfleik. Handbolti 15.4.2025 18:47
Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit París Saint-Germain lenti í allskonar vandræðum gegn Aston Villa á Villa Park í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu karla í knattspyrnu. Lokatölur í kvöld 3-2 heimamönnum í vil en þökk sé 3-1 sigri á heimavelli vinnur PSG einvígið 5-4 samanlagt. Fótbolti 15.4.2025 18:31
Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Borussia Dortmund lagði Barcelona 3-1 í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þar sem Barcelona vann fyrri leikinn 4-0 eru lærisveinar Hansi Flick komnir áfram á meðan Dortmund er úr leik. Fótbolti 15.4.2025 18:31
Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Stjarnan er komin í undanúrslit eftir 74-80 sigur á útivelli í fjórða leik gegn ÍR. Stjarnan var með fína forystu allan leikinn en missti hana niður í fjórða leikhluta, aðeins eitt stig þegar ein mínúta var eftir. Nær komst ÍR hins vegar ekki og liðið er á leið í sumarfrí. Körfubolti 15.4.2025 18:15
Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Þróttur Reykjavík tók á móti nýliðum Fram í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta en þetta var fyrsti leikur kvennaliðs Fram í efstu deild frá árinu 1988. Fór það svo að Þróttur vann 3-1 sigur á nýluðunum. Uppgjörið og viðtöl væntanleg. Íslenski boltinn 15.4.2025 17:15
Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Sif Atladóttir gæti leikið með liði Víkings í Bestu deild kvenna í sumar. Hún hefur fengið félagaskipti til liðsins þar sem Björn Sigurbjörnsson, eiginmaður hennar, er í þjálfarateyminu. Íslenski boltinn 15.4.2025 17:02
Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal Jude Bellingham segist alltaf vera að heyra og sjá sama orðið, „remontada“, fyrir seinni leik Real Madrid við Arsenal í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Carlo Ancelotti vill að leikmenn sínir sýni „hug, hjarta og hreðjar“ annað kvöld. Fótbolti 15.4.2025 16:31
„Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Elín Metta Jensen hefur gengið frá samningi við Val og mun því spila með Valsmönnum í Bestu deild kvenna í fótbolta í sumar. Íslenski boltinn 15.4.2025 16:01
Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns NBA körfuboltafélagið Phoenix Suns ákvað í gær að reka þjálfara sinn Mike Budenholzer eftir að liðinu mistókst að komast í úrslitakeppnina þrátt fyrir að vera með stórstjörnulið. Körfubolti 15.4.2025 15:33
„Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, ræddi frammistöðu bróðurs síns í síðustu leikjum og það að missa föður sinn á þessu mjög svo krefjandi tímabil fyrir bræðurna tvo sem eru leiðtogar Grindavíkurliðsins. Körfubolti 15.4.2025 14:46
Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ Real Madrid tekur á móti Arsenal annað kvöld í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta en útlitið er ekki bjart hjá spænska stórliðinu. Fótbolti 15.4.2025 14:01