Fótbolti

Glódís Perla gefur treyjur sínar og skó

Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir kemur heldur betur sterk inn fyrir „Einstök börn“ sem er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni.

Fótbolti

Segist aldrei hafa unnið jafn ein­stakan titil

Jürgen Klopp hefur staðið uppi sem Englands-, Þýskalands- og Evrópumeistari á ferli sínum sem knattspyrnuþjálfari en sigur Liverpool á Chelsea í úrslitum enska deildarbikarsins ber höfuð og herðar yfir hina samkvæmt viðtali Þjóðverjans að leik loknum.

Enski boltinn

Modrić hetja Real Madríd

Gamla brýnið Luka Modrić reyndist hetja toppliðs Real Madríd þegar hann skoraði eina markið í sigri á Sevilla í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, í kvöld. Sigurinn þýðir að Real er nú með 8 stiga forskot á toppi deildarinnar.

Fótbolti

Ekkert fær Inter stöðvað

Inter, topplið Serie A – ítölsku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, stefnir hraðbyr á meistaratitilinn þar í landi. Liðið vann 4-0 sigur á Lecce í dag á meðan nágrannar þess í AC Milan gerðu 1-1 jafntefli við Atalanta.

Fótbolti

„Þurfa að finna sárs­aukann“

„Við sköpuðum fjögur til sex frábær færi en tókst ekki að skora,“ sagði heldur súr Mauricio Pochettino eftir 0-1 tap sinna manna í Chelsea gegn Liverpool í úrslitum enska deildarbikarsins í dag. Chelsea kom boltanum vissulega einu sinni í netið en markið var dæmt af vegna rangstöðu.

Enski boltinn

„Klikkuðum á grunn­at­riðinum“

„Við vorum ekki líkir sjálfum okkur í fyrri hálfleik. Við vorum mikið betri í seinni hálfleik þangað til þriðja markið sló okkur niður,“ sagði Eddie Howe eftir 4-1 tap sinna manna í Newcastle United gegn Arsenal á Emirates-vellinum í Lundúnum í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn

Stelpurnar úr leik

Íslenska stúlknalandsliðið skipað leikmönnum 17 ára og yngra mátti þola 2-1 tap gegn Finnlandi í seinni umferð undankeppni EM sem fram fer síðar á þessu ári. Tapið þýðir að Ísland er úr leik.

Fótbolti

Kane hetjan í dramatískum sigri

Þýskalandsmeistarar Bayern München unnu nauman 2-1 sigur á RB Leipzig í síðasta leik þýsku úrvalsdeildar karla í dag. Harry Kane reyndist hetja Bæjara en hann skoraði bæði mörkin, það síðara í uppbótartíma.

Fótbolti

Ten Hag sagði ein mis­tök hafa kostað Man Utd leikinn

Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, sagði ein mistök hafa kostað sína menn leikinn gegn Fulham í dag er liðin mættust á Old Trafford. Gestirnir skoruðu sigurmarkið þegar lítið var eftir af annars löngum uppbótartíma en fyrir leik dagsins hafði Man Utd verið á fínu skriði í deildinni.

Enski boltinn