Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sindri Sverrisson skrifar 13. maí 2025 12:00 Joaquin Ketlun kveðst hafa sogið í sig þekkingu í heimsókninni til Madrid. Hann segir Thibaut Courtois besta markvörð heimsins í dag. Instagram/@joaketlun1 Hvað var markvörður 2. deildarliðs Víðis í Garði að gera starfandi fyrir spænska stóveldið Real Madrid á dögunum? Við því fengust svör í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöld. Joaquin Ketlun hefur varið mark Víðis frá árinu 2022 og vann Fótbolti.net bikarinn með liðinu árið 2023. Samhliða því að spila fótbolta á Íslandi hefur Joaquin hins vegar getið sér gott orð fyrir greiningu sína á markmannsstöðunni. „Frá því að ég var ungur hef ég reynt að skilgreina allt sem varðar mína stöðu. Tærnar, hreyfingarnar, hendurnar, bara öll minnstu smáatriði,“ sagði Joaquin í spjalli við Val Pál Eiríksson í Garðinum en fréttina úr Sportpakkanum má sjá hér að neðan. Joaquin hefur undanfarin misseri klippt saman og deilt efni á samfélagsmiðlum sínum og er með tæplega 100 þúsund fylgjendur á Instagram. Hann fékk svo skilaboð frá Luis Llopis, markmannsþjálfara Real Madrid, sem vildi ólmur fá hann í heimsókn. „Hann bauð mér til Madrid. Í fyrstu sagði ég við hann: Þú ert líka velkominn til Íslands. Því ég vissi ekki hvort þetta væri satt eða ekki. En hann bauð mér og það var mjög góð reynsla. Þetta var auðvitað frábær reynsla. Stórir leikmenn, besti markvörður heimsins í dag, og staðurinn er magnaður. Fullt af sundlaugum, fullt af völlum. Þetta er klikkað. Maður varð agndofa við að sjá þetta allt saman,“ sagði Joaquin. View this post on Instagram A post shared by Joaquin Ketlun (@joaketlun1) En hvernig voru þessir dagar í Madrid? „Þetta var mjög áhugavert. Við skoðuðum fjölmörg myndbönd, greindum margar stöður og hvernig þeir sjá hlutverk markvarðar fyrir sér í Real Madrid. Við horfðum á myndbönd í minnst 6-7 tíma á dag og ég var þarna í fjóra daga. Ég sá örugglega 30-40 tíma af efni á þessum tíma,“ sagði Joaquin hlæjandi. Hann er þó ekki alfarinn til Madrid, að minnsta kosti að sinni, og byrjaður á nýrri leiktíð með Víði í 2. deildinni: „Víðir er í mínum huga fjölskylda mín. Ég hef leikið hér í fjögur tímabil og við höfum unnið einn bikar. Víðir er magnað félag,“ sagði Joaquin sem býr í Garðinum ásamt konu sinni. Spænski boltinn Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Fleiri fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Sjá meira
Joaquin Ketlun hefur varið mark Víðis frá árinu 2022 og vann Fótbolti.net bikarinn með liðinu árið 2023. Samhliða því að spila fótbolta á Íslandi hefur Joaquin hins vegar getið sér gott orð fyrir greiningu sína á markmannsstöðunni. „Frá því að ég var ungur hef ég reynt að skilgreina allt sem varðar mína stöðu. Tærnar, hreyfingarnar, hendurnar, bara öll minnstu smáatriði,“ sagði Joaquin í spjalli við Val Pál Eiríksson í Garðinum en fréttina úr Sportpakkanum má sjá hér að neðan. Joaquin hefur undanfarin misseri klippt saman og deilt efni á samfélagsmiðlum sínum og er með tæplega 100 þúsund fylgjendur á Instagram. Hann fékk svo skilaboð frá Luis Llopis, markmannsþjálfara Real Madrid, sem vildi ólmur fá hann í heimsókn. „Hann bauð mér til Madrid. Í fyrstu sagði ég við hann: Þú ert líka velkominn til Íslands. Því ég vissi ekki hvort þetta væri satt eða ekki. En hann bauð mér og það var mjög góð reynsla. Þetta var auðvitað frábær reynsla. Stórir leikmenn, besti markvörður heimsins í dag, og staðurinn er magnaður. Fullt af sundlaugum, fullt af völlum. Þetta er klikkað. Maður varð agndofa við að sjá þetta allt saman,“ sagði Joaquin. View this post on Instagram A post shared by Joaquin Ketlun (@joaketlun1) En hvernig voru þessir dagar í Madrid? „Þetta var mjög áhugavert. Við skoðuðum fjölmörg myndbönd, greindum margar stöður og hvernig þeir sjá hlutverk markvarðar fyrir sér í Real Madrid. Við horfðum á myndbönd í minnst 6-7 tíma á dag og ég var þarna í fjóra daga. Ég sá örugglega 30-40 tíma af efni á þessum tíma,“ sagði Joaquin hlæjandi. Hann er þó ekki alfarinn til Madrid, að minnsta kosti að sinni, og byrjaður á nýrri leiktíð með Víði í 2. deildinni: „Víðir er í mínum huga fjölskylda mín. Ég hef leikið hér í fjögur tímabil og við höfum unnið einn bikar. Víðir er magnað félag,“ sagði Joaquin sem býr í Garðinum ásamt konu sinni.
Spænski boltinn Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Fleiri fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Sjá meira
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti